Bæjarráð

2836. fundur 08. september 2016 kl. 08:15 - 10:55 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson vara áheyrnarfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.16041015 - Sundlaugar Kópavogs útboð á ræstingu

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 23. ágúst, lagðar fram niðurstöður útboðs í ræstingar í sundlaugum Kópavogs. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Þrifaspor slf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Þrifaspor slf. um ræstingar í sundlaugum Kópavogs.

2.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. ágúst 2016.

354. fundur samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 5. liðum.
Lagt fram.

3.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 26. ágúst 2016.

250. fundur stjórnar Strætó í 8. liðum.
Lagt fram.

4.1608004 - Skólanefnd, dags. 15. ágúst 2016.

105. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

5.1609001 - Skólanefnd, dags. 5. september 2016.

106. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

6.1608006 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 31. ágúst 2016.

49. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

7.1608016 - Íþróttaráð, dags. 1. september 2016.

62. fundur íþróttaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

8.1609002 - Félagsmálaráð, dags. 5. september 2016.

1416. fundur félagsmálaráðs í 10. liðum.
Lagt fram.

9.1512494 - Viðræður um framtíð Tónlistarsafns Íslands.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 13. júlí, lagt fram bréf vegna greiðslu rekstrarfjár til Tónlistarsafns Íslands fyrir árið 2016, sem svar við bréfi bæjarstjóra dags. 11.07.2016.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

10.1609092 - Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur, 647. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 1. september, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur (þingmannamál), 647. mál.
Lagt fram.

11.1609327 - Reikningur skv. rekstrar- og samstarfssamningi, skýrsla stjórnar og ársreikningur 2015-2016.

Frá leikfélagi Kópavogs, dags. 19. ágúst, lagður fram reikningur vegna árlegs styrks bæjarins til leikfélagsins skv. rekstrar- og samstarfssamningi þar um, ásamt reikningum félagsins og skýrslu stjórnar fyrir liðið leikár.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

12.1609331 - Fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2016.

Frá Sauðfjáreigendafélagi Kópavogs, dags. 31. ágúst, lögð fram fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2016.
Lagt fram.

13.1607169 - Sameiginleg yfirlýsing sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega ver

Frá ritara félagsmálaráðs, dags. 30. ágúst, lögð fram umsögn félagsmálaráðs um sameiginlega yfirlýsingu sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar félagsmálaráðs á fundi þann 28.07.2016.
Bæjarráð tekur undir umsögn félagsmálaráðs.

14.1604579 - Skoðun á hraðhleðslustöðvum. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Frá gatnamálastjóra og umhverfisfulltrúa, dags. 5. september, lögð fram umsögn um hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla sem bæjarráð óskaði eftir á fundi þann 20.04.2016.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson þakkaði framlagt svar.

15.16082131 - Kostnaður við íþróttaiðkun í Kópavogi.

Kynning frá formanni íþróttaráðs á kostnaði við íþróttaiðkun í Kópavogi.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir óskaði fært til bókar þakklæti fyrir afar góða samantekt og kynningu frá formanni íþróttaráðs og óskar jafnframt eftir sundurgreiningu á framlögum bæjarins til íþróttafélaganna.

Karen Halldórsdóttir tók undir bókun Ásu Richardsdóttur.

Bæjarráð þakkar íþróttaráði fyrir greinargóða sundurliðun á kostnaði við íþróttaiðkun í Kópavogi.

16.1607290 - Ferðaþjónusta fatlaðra útboð 2016 - 2023

Frá félagsmálastjóra og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 2. september, lagðar fram niðurstöður útboðs í ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi 2016-2021. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Efstahól ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Efstahól ehf. um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi 2016-2021.

17.1510126 - Urðarhvarf 16. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. september, lögð fram umsókn um lóðina Urðarhvarf 16 frá BS eignum ehf. (makaskipti). Lagt er til við bæjarráð að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda gegn því að lóðinni Urðarhvarfi 10 verði skilað inn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa BS eignum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Urðarhvarfi 16 gegn því að lóðarréttindum að Urðarhvarfi 10 verði skilað inn, enda verði byggingarframkvæmdir hafnar innan eins árs við Urðarhvarf 16, og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1608983 - Austurkór 161. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. september, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 161 frá Gráhyrnu ehf., kt. 610415-0320. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Gráhyrnu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 161 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

19.1608984 - Austurkór 159. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. september, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 159 frá Gráhyrnu ehf., kt. 610415-0320. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Gráhyrnu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 159 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.1608985 - Austurkór 157. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. september, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 157 frá Gráhyrnu ehf., kt. 610415-0320. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Gráhyrnu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 157 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

21.1111463 - Lautasmári 43 íbúð 0201 Fastanúmer 206-3830 Eignaumsjón.

Frá fjármálastjóra, dags. 5. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að selja félagslegt húsnæði að Lautasmára 43.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarráð vekur athygli á því að hér er um að ræða fyrstu íbúð að nýrri leið sem gerir leigjendum kleift að kaupa íbúðir út úr félagslega íbúðakerfinu í samræmi við tillögur starfshóps um stöðu húsnæðismála í Kópavogi.

22.1110371 - Boðaþing 8 íbúð 0205 Fastanúmer 230-3477 Eignaumsjón.

Frá fjármálastjóra, dags. 5. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að selja félagslegt húsnæði að Boðaþingi 8.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

23.1609073 - Austurkór 145. Beiðni um heimild til framsals.

Frá fjármálastjóra, dags. 5. september, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 145, Lindar ehf., um heimild til að framselja lóðina til Sigga og Jóns ehf.
Bæjarráð samþykkir beiðni um framsal með fimm atkvæðum.

24.16031310 - Nýr ytri vefur Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra, lagt fram til upplýsinga minnisiblað vefstjóra, dags. 5. september, varðandi stöðuna á verkefninu "Nýr ytri vefur Kópavogsbæjar".
Lagt fram.

25.16081767 - Fyrirspurn Ásu Richardsdóttur um stöðu móttöku flóttamanna.

Kynning frá verkefnisstjóra vegna móttöku flóttamanna á stöðu verkefnisins sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 25.08.2016.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar kynninguna.

26.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð.

Frá bæjarritara, lagðar fram niðurstöður kosninga úr verkefninu "Okkar Kópavogur - taktu þátt."
Bæjarráð lýsir ánægju með góða þátttöku Kópavogsbúa í verkefninu.

Bæjarráð staðfestir niðurstöður rafrænna kosninga og felur umhverfissviði að leitast við að framkvæmd verkefnanna rúmist innan 200 m.kr. á þessu og næsta ári eins og áætlað var.

27.1609323 - Sex mánaða uppgjör 2016.

Frá bæjarstjóra, sex mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2016.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:55.