Bæjarráð

3029. fundur 23. desember 2020 kl. 08:15 - 09:01 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Til fundarins er boðað sem aukafundar með vísan til ákvæða 2. mgr. 28. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2012254 - Stytting vinnuvikunnar

Frá vinnutímanefndum bæjarins, lagðar fram niðurstöður kosninga starfsmanna um styttingu vinnuvikunnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar niðurstöður úr kosningum starfsmanna um styttingu vinnuvikunnar.

Gestir

  • Harpa Björg Guðfinnsdóttir mannauðsfulltrúi menntasviðs - mæting: 08:15
  • Gauja Hálfdanardóttir mannauðsfulltrúi velferðarsviðs - mæting: 08:15

Fundi slitið - kl. 09:01.