Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2004572 - Staða kjaraviðræðna
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fer yfir stöðu kjaraviðræðna.
Gestir
- Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar SÍS - mæting: 08:15
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
- Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1911362 - Langabrekka 5, kæra vegna höfnun á byggingarleyfi fyrir bílskúr.
Frá lögfræðideild, dags. 4. maí, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 116/2019 þar sem kærð var synjun á umsókn um byggingarleyfi fyrir bílageymslu við vesturhlið hússins að Löngubrekku 5.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2001133 - Sumarstörf 2020
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lagðar fram tillögur um útfærslu sumarstarfa hjá bænum vegna breyttra forsendna sumarstarfa hjá bænum árið 2020. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 30. apríl sl.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2003906 - Kópavogsbraut 58, Kársnesskóli þak á lausar kennslustofur.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 30. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs í þak á lausar kennslustofur í Kársnesskóla þar sem lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Byggingafélag Íslands ehf.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2001053 - Vinnuskóli 2020
Frá verkefnastjóra vinnuskólans, dags. 2. maí, lagðar fram tillögur að útfærslu launa og vinnutíma hjá Vinnuskólanum árið 2020 vegna breyttra forsendna.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2004314 - Framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022
Barnaverndarnefnd leggur fram og samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum árin 2019-2022. Áætluninni er vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 30. apríl sl.
Gestir
- Anna Eygló Karlsdóttir deildarstjóri barnaverndar - mæting: 09:20
- Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri Velferðarsviðs - mæting: 09:20
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.1909259 - Málefni Gerðarsafns
Frá lista- og menningarráði, lögð fram tillaga að nýtingu rýmis í Gerðarsafni. Gunnar Már Karlsson kynnti fyrir lista- og menningarráði tillögu að skiptingu rýmis í Gerðarsafni til að aðgreina rekstur veitingastaðar frá safninu. Formaður ráðsins óskaði eftir að gerður yrði viðauki við leigusamning rekstraraðila sem lagður verði aftur fram síðar í lista- og menningarráði. Viðaukinn skuli taka á notkun á sameiginlegu rými sem góð sátt verður að ríkja um. Taka verði sérstakat tillit til barnamenningarstarfs sem og starfsemi í Gerðarsafni í viðaukanum. Margrét Tryggvadóttir óskaði efir að sjónarmið safnstjóra Gerðarsafns og rekstraraðila veitingastaðar í Gerðarsafni komi fram.
Ýmis erindi
8.2004630 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál.
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 30. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga umbreytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (stjórnarfrumvarp).
Ýmis erindi
9.2004609 - Ársskýrsla og ársreikningur 2019 Heilbrigðisnefnar Hafnarfjarðar og Kópavogs
Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, lagður fram ársreikningur og ársskýrsla 2019.
Ýmis erindi
10.2004594 - Lækkun mánaðarlegra greiðslna v. útgjaldajöfnunar og framlaga v. lækkunar tekna af fasteignaskatti
Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 28. apríl, lögð fram tilkynning um lækkun áætlaðra mánaðargreiðslna til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.
Fundargerð
11.2004022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 290. fundur frá 29.04.2020
Fundargerðir nefnda
12.2004587 - Fundargerð 255.fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.04.2020
Fundargerð
13.2004013F - Íþróttaráð - 102. fundur frá 29.04.2020
Fundargerð í 7 liðum
13.1
1609996
Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
Niðurstaða Íþróttaráð - 102
Formaður gerði grein fyrir framlagðri tillögu. Umræður. Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að þessi breyting verði samþykkt og Kópavogsbær tilnefni fulltrúa í Stjórn SÍK
Niðurstaða
Bæjarráð frestar erindinu.
Fundargerð
14.2004008F - Skipulagsráð - 75. fundur frá 04.05.2020
Fundargerð í 9 liðum.
14.3
2001427
Kjóavellir - Breytt deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsráð - 75
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
14.4
1909365
Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 75
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
14.7
1910462
Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 75
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
15.2004644 - Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2020
Fundargerðir nefnda
16.2004012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 126. fundur frá 28.04.2020
Fundargerð
17.2004021F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 127. fundur frá 05.05.2020
Erindi frá bæjarfulltrúum
18.2005066 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar vegna verkfalls Eflingar hjá Kópavogsbæ
Frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni, óskað er eftir að teknar verði saman eftirfarandi upplýsingar vegna verkfalls Eflingar hjá Kópavogsbæ og lagðar fyrir bæjarráð.
1. Hvað tekur verkfall Eflingar til margra starfsmanna Kópavogsbæjar.
2. Hvernig er skipting starfsmanna sem eru í verkfalli á milli starfsgreina og sviða.
3. Hver er áætluð útgjaldaaukning Kópavogsbæjar í krónum og prósentum ef samið er á grundvelli nýgerðs samnings ríkisins og Reykjavíkurborgar við Eflingu.
a) Miðað við núverandi samning Kópavogsbæjar og Eflingar, með og án álagsgreiðslna.
b) Miðað við núverandi samning Kópavogsbæjar og samningstilboð samninganefndar Sambands Íslenskra Sveitafélaga.
Erindi frá bæjarfulltrúum
19.2005073 - Erindi bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur vegna ýmissa mála
Frá bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur, lagðar fram fyrirspurnir um ýmis mál.
1. Óska eftir heildaráætlun um viðhald og endurnýjun á götum og göngu- og hjólastígum á Kársnesinu.
2. Jafnframt tillaga um að farið verði í átak í að laga til og hreinsa umhverfið á Kársnesinu í samvinnu við fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
3. Fá kynningu á Aðalskipulagi Kópavogs sem er í vinnslu.
4. Tillaga um að umhverfi menningartorfunnar verði skipulagt í heild með nýjar og breyttar áherslur sem laða að menningartengda viðburði.
5. Óska eftir að fá kynningu á framkvæmdum á útivistarsvæðum 2020 og áætlun um gróður sem settur verður niður 2020 frá garðyrkjustjóra
Fundi slitið - kl. 12:22.