Bæjarráð

3001. fundur 07. maí 2020 kl. 08:15 - 12:22 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004572 - Staða kjaraviðræðna

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fer yfir stöðu kjaraviðræðna.

Gestir

  • Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar SÍS - mæting: 08:15
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
  • Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1911362 - Langabrekka 5, kæra vegna höfnun á byggingarleyfi fyrir bílskúr.

Frá lögfræðideild, dags. 4. maí, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 116/2019 þar sem kærð var synjun á umsókn um byggingarleyfi fyrir bílageymslu við vesturhlið hússins að Löngubrekku 5.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2001133 - Sumarstörf 2020

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lagðar fram tillögur um útfærslu sumarstarfa hjá bænum vegna breyttra forsendna sumarstarfa hjá bænum árið 2020. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 30. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita öllum umsækendum um sumarstörf, sem uppfylla skilyrði þar um, starf og að tekið verði mið af fyrirhuguðum stuðningi Vinnumálastofnunar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2003906 - Kópavogsbraut 58, Kársnesskóli þak á lausar kennslustofur.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 30. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs í þak á lausar kennslustofur í Kársnesskóla þar sem lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Byggingafélag Íslands ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Byggingarfélag Íslands ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2001053 - Vinnuskóli 2020

Frá verkefnastjóra vinnuskólans, dags. 2. maí, lagðar fram tillögur að útfærslu launa og vinnutíma hjá Vinnuskólanum árið 2020 vegna breyttra forsendna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2004314 - Framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022

Barnaverndarnefnd leggur fram og samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum árin 2019-2022. Áætluninni er vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 30. apríl sl.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar velferðarráðs og ungmennaráðs.

Gestir

  • Anna Eygló Karlsdóttir deildarstjóri barnaverndar - mæting: 09:20
  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri Velferðarsviðs - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1909259 - Málefni Gerðarsafns

Frá lista- og menningarráði, lögð fram tillaga að nýtingu rýmis í Gerðarsafni. Gunnar Már Karlsson kynnti fyrir lista- og menningarráði tillögu að skiptingu rýmis í Gerðarsafni til að aðgreina rekstur veitingastaðar frá safninu. Formaður ráðsins óskaði eftir að gerður yrði viðauki við leigusamning rekstraraðila sem lagður verði aftur fram síðar í lista- og menningarráði. Viðaukinn skuli taka á notkun á sameiginlegu rými sem góð sátt verður að ríkja um. Taka verði sérstakat tillit til barnamenningarstarfs sem og starfsemi í Gerðarsafni í viðaukanum. Margrét Tryggvadóttir óskaði efir að sjónarmið safnstjóra Gerðarsafns og rekstraraðila veitingastaðar í Gerðarsafni komi fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða teikningu af afmörkun umráðasvæðis veitingasölu í Gerðarsafni og að teikningin verði hluti af leigusamningi aðila.

Ýmis erindi

8.2004630 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 30. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga umbreytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

9.2004609 - Ársskýrsla og ársreikningur 2019 Heilbrigðisnefnar Hafnarfjarðar og Kópavogs

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, lagður fram ársreikningur og ársskýrsla 2019.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2004594 - Lækkun mánaðarlegra greiðslna v. útgjaldajöfnunar og framlaga v. lækkunar tekna af fasteignaskatti

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 28. apríl, lögð fram tilkynning um lækkun áætlaðra mánaðargreiðslna til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2004022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 290. fundur frá 29.04.2020

Fundargerði í 10 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2004587 - Fundargerð 255.fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.04.2020

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2004013F - Íþróttaráð - 102. fundur frá 29.04.2020

Fundargerð í 7 liðum
Lagt fram
  • 13.1 1609996 Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
    Lögð fram drög að nýrri 2. mgr. 9. gr. samstarfssamnings milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs Íþróttafélaga í Kópavogi:
    "Í samræmi við 11. gr. laga SÍK þar sem fram kemur að starfsmenn íþróttadeildar Kópavogs og fulltrúi íþróttaráðs hafa rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt þá skulu þessir aðilar einnig boðaðir á stjórnarfundi SÍK þar sem þeir njóta sömu réttinda og á ársþingi SÍK. Boðun framangreindra aðila á stjórnarfund SÍK er háð því skilyrði að Kópavogsbær tilnefni með skriflegum hætti til SÍK hvaða aðilar eru fulltrúar Kópavogsbæjar hvað þetta varðar."

    Niðurstaða Íþróttaráð - 102 Formaður gerði grein fyrir framlagðri tillögu. Umræður. Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að þessi breyting verði samþykkt og Kópavogsbær tilnefni fulltrúa í Stjórn SÍK Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu.

Fundargerð

14.2004008F - Skipulagsráð - 75. fundur frá 04.05.2020

Fundargerð í 9 liðum.
  • 14.3 2001427 Kjóavellir - Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga frá Garðabæ að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan sveitarfélagsmarka Garðabæjar. Breytingin nær til fyrirhugaðrar hesthúsabyggðar í Rjúpnahæð, neðan við Elliðavatnsveg og til núverandi hesthúsabyggðar á gamla Andvarasvæðinu.
    Helstu breytingar eru eftirfarandi:

    1) Milli Hattarvalla og Sunnuvalla kemur afgirt heygeymslusvæði í stað hesthúsalóða. Félagsheimili breytist í hesthús og bílastæði minnka. Byggingarreitir fyrir yfirbyggðar heygeymslur eru teknir út.

    2) Lega Orravalla færist til norðurs og bílastæði sem áður voru norðan við götuna, færast suður fyrir götu og verða innan lóða.

    3) Lóðir og skilmálar fyrir hesthús í Rjúpnahæðarhverfi breytast (Sunnuvellir, Æsuvellir, Stjörnuvellir og Tinnuvellir) og eru eftirfarandi:
    · Hestagerði færast suður fyrir byggingarreit á öllum lóðum.
    · Skilmálar fyrir hesthús breytast og verður leyfilegt að byggja hús á einni hæð með risi á öllum lóðum innan Rjúpnahæðarhverfis.
    · Lóðarstærðir og þar með byggingarreitir, breytast.

    4) Gert er ráð fyrir að akfært verði á milli botnlangagatna, svo m.a. verði auðveldara að flytja hey.

    5) Nýr reiðstígur kemur meðfram Markavegi og gangstígar breytast til samræmis. Einnig er sýndur reiðstígur meðfram Elliðavatnsvegi til samræmis við aðalskipulag Garðabæjar.

    6) Svæðið neðan við hesthúsabyggð og ofan við áhorfendabrekkur Skeifunnar breytist og þar er nú gert ráð fyrir afgirtu heygeymslusvæði. Reiðgerði og hringgerði flytjast og settjörn færist.

    7) Byggingarreitir og skilmálar eru settir um þegar byggð hús í Andvarahverfi og lóðir stækkaðar þannig að þær nái út að götu, sem auðveldar endurbyggingu húsa innan reitsins.

    8) í greinargerð eru gerðar breytingar á skilmálum í greinargerð, í greinum 2.8, 2.11, 2.13 og 3.1.3

    Kynningartíma lauk 30. mars 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 75 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.4 1909365 Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Ellerts Hreinssonar, arkitekts dags. 11. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðinni rísi parhús í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Húsið verður á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum og tveimur bílastæðum á íbúð. Stærð íbúða er áætluð 200 m2 og 207 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. í september 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Akrakórs 12 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. október 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningu lauk 25. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram endurskoðuð tillaga dags. 28. apríl 2020 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Í endurskoðaðri tillögu er búið að minnka húsið niður í 348 m2 svo hvort hús (íbúð) verður 174 m2, fyrirhuguð bygging verður að öllu leiti innan gildandi byggingarreits á lóðinni. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingadeildar dags. 29. apríl 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 75 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.7 1910462 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tilaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 25 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32. hæða byggingu eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum er áætluð um 94.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 132.000 m2 þar af um 80.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.6 og 1.1 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 75 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.2004644 - Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2004012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 126. fundur frá 28.04.2020

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2004021F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 127. fundur frá 05.05.2020

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að hafnar verði framkvæmdir við gosbrunn á opnu svæði við menningarhúsin en að jafnframt verði umhverfissviði falið að vinna heildarhönnun svæðisins í samvinnu við lista- og menningarráð og umhverfis- og samgöngunefnd.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2005066 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar vegna verkfalls Eflingar hjá Kópavogsbæ

Frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni, óskað er eftir að teknar verði saman eftirfarandi upplýsingar vegna verkfalls Eflingar hjá Kópavogsbæ og lagðar fyrir bæjarráð.
1. Hvað tekur verkfall Eflingar til margra starfsmanna Kópavogsbæjar.
2. Hvernig er skipting starfsmanna sem eru í verkfalli á milli starfsgreina og sviða.
3. Hver er áætluð útgjaldaaukning Kópavogsbæjar í krónum og prósentum ef samið er á grundvelli nýgerðs samnings ríkisins og Reykjavíkurborgar við Eflingu.
a) Miðað við núverandi samning Kópavogsbæjar og Eflingar, með og án álagsgreiðslna.
b) Miðað við núverandi samning Kópavogsbæjar og samningstilboð samninganefndar Sambands Íslenskra Sveitafélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar starfsmannastjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2005073 - Erindi bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur vegna ýmissa mála

Frá bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur, lagðar fram fyrirspurnir um ýmis mál.
1. Óska eftir heildaráætlun um viðhald og endurnýjun á götum og göngu- og hjólastígum á Kársnesinu.
2. Jafnframt tillaga um að farið verði í átak í að laga til og hreinsa umhverfið á Kársnesinu í samvinnu við fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
3. Fá kynningu á Aðalskipulagi Kópavogs sem er í vinnslu.
4. Tillaga um að umhverfi menningartorfunnar verði skipulagt í heild með nýjar og breyttar áherslur sem laða að menningartengda viðburði.
5. Óska eftir að fá kynningu á framkvæmdum á útivistarsvæðum 2020 og áætlun um gróður sem settur verður niður 2020 frá garðyrkjustjóra
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:22.