Bæjarráð

2980. fundur 28. nóvember 2019 kl. 08:15 - 09:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1911712 - Afleysing bæjarritara

Frá bæjarstjóra, tillaga um að Pálma Þór Mássyni, bæjarlögmanni, verði falið að gegna starfi bæjarritara tímabundið þar til fastráðið er í stöðuna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1911704 - Reglur um eftirlitsmyndavélar

Frá bæjarstjóra, dags. 26. nóvember, lögð fram drög að reglum um notkun eftirlitsmyndavéla hjá stofnunum bæjarins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Gestir

  • Ásmundur Richardsson, persónuverndarfulltrúi - mæting: 08:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1904416 - Tillaga um að Kópavogsbær taki yfir heimahjúkrun aldraðra

Frá bæjarstjóra, dags. 26. nóvember, lögð fram greinargerð um tillögu um að Kópavogsbær taki yfir heimahjúkrun aldraðra.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarráðs til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1911729 - Vífilsstaðavegur - Golfskáli, 207-2642. Heimild til veðsetningar vegna endurfjármögnunar

Frá lögfræðideild, dags. 25. nóvember, lögð fram beiðni f.h. Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar um heimild til veðsetningar golfskála GKG að Vífilsstaðavegi.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til veðsetningar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1911167 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál

Frá lögfræðideild, dags. 27. nóvember, lögð fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að umsögnin verði send í nafni Kópavogsbæjar til Alþingis.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.16011182 - Nýbýlavegur, skil á vegi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og lögfræðideild, dags. 21. nóvember, lögð fram umsögn um erindi Vegagerðarinnar um skil á Nýbýlavegi til sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að umsögnin verði send í nafni Kópavogsbæjar til Vegagerðarinnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1911434 - Fjárhagsáætlun 2019, staða framkvæmda.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. nóvember, lagt fram erindi um stöðu framkvæmda innan sveitarfélagsins.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1906157 - Óskað eftir lóð fyrir endurvinnslustöð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25. nóvember, lögð fram umsögn um lóð fyrir endurvinnslustöð Sorpu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til framlagðrar umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1911417 - Umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 25. nóvember, lögð fram umsögn um erindi Breiðabliks um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi á gamlárskvöld.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að malarsvæði sunnan við Fífuna verði nýtt undir áramótabrennu með vísan til framlagðrar umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1911768 - Styrkbeiðni íþr.fél. Gerplu, HK og Breiðabliks vegna Kópavogsblótsins 2019

Frá menntasviði, dags. 25. nóvember, lagt fram minnisblað um áætlaðan kostnað vegna beiðni íþróttafélaganna Gerplu, HK og Breiðabliks um aðkomu bæjarins að þorrablóti félaganna, Kópavogsblótinu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að búnaður og húsnæði í eigu Kópavogsbæjar verði lánaður endurgjaldslaust.

Ýmis erindi

11.1911725 - Styrkbeiðni vegna áramótabrennu í Þingahverfi

Frá brennunefnd íbúa í Frostaþingi, dags. 22. nóvember, lögð fram beiðni um styrk vegna áramótabrennu í efri byggðum Kópavogs, til að mæta útgjöldum í formi leyfisgjalda og trygginga að fjárhæð kr. 90.000.-.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 90.000,-.

Fundargerð

12.1911023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 280. fundur frá 22.11.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.1911007F - Barnaverndarnefnd - 97. fundur frá 13.11.2019

Fundargerð í 7 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

14.1911011F - Hafnarstjórn - 112. fundur frá 19.11.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1911012F - Leikskólanefnd - 113. fundur frá 21.11.2019

Fundargerð í 14 liðum.
Lögð fram.

Fundargerð

16.1911014F - Menntaráð - 52. fundur frá 19.11.2019

Fundargerð í 15 liðum.
Lögð fram.

Fundargerð

17.1911008F - Skipulagsráð - 63. fundur frá 25.11.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

18.1911017F - Ungmennaráð - 13. fundur frá 25.11.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

19.1901007F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 117. fundur frá 22.08.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

20.1901009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 118. fundur frá 03.09.2019

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

21.1909009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 119. fundur frá 15.10.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

22.1910022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 120. fundur frá 28.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

23.1910008F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 121. fundur frá 19.11.2019

Fundargerð í 11 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.1911666 - Fundargerð 186. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22.11.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

25.1911022F - Velferðarráð - 54. fundur frá 25.11.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:55.