Dagskrá
Fundargerðir nefnda
1.1804022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 240. fundur frá 26.04.2018
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.1805626 - Óskað eftir upplýsingum og umræðum um félagslegt húsnæði í Kópavogi. Beiðni frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur
Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfulltrúa :
"Ég óska eftir upplýsingum og umræðum um félagslegt húsnæði í Kópavogi".
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.1805627 - Ljósaskilti við Smárann. Aðgerðir vegna kvartana frá íbúum. Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur
Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfullrúa :
"Ljósaskilti við Smárann. Ítrekað hefur verið kvartað yfir umræddu ljósaskilti af íbúum Nónhæðar. Birtan á því var takmörkuð um tíma og jafnvel slökkt, en núna er það ekki þannig lengur. Hvers vegna ekki?
Komið hefur fram að umrætt skilti ógni öryggi þeirra sem koma akandi frá suðri fram hjá Smáranum."
Fundargerðir nefnda
4.1805335 - 83. fundargerð svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 4.5. 2018
Fundargerðir nefnda
5.1805353 - Fundargerð 457. fundar stjórnar SSH frá 07.05.2018
Fundargerðir nefnda
6.1805100 - Fundargerð 390. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.05.2018
Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt eru lögð fram tvö fylgiskjöl : "Niðurstöður útboðs í byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar" og "Viljayfirlýsing sorpsamlaganna á Suðvesturlandi".
Fundargerðir nefnda
7.1805110 - Fundargerð 172. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 04.05.2018
Fundargerðir nefnda
8.1805052 - Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.2018
Fundargerðir nefnda
9.1805308 - 5. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 18. apríl 2018
Fundargerðir nefnda
10.1805032 - Fundargerð 233. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 30.04.2018
Fundargerðir nefnda
11.1804023F - Velferðarráð - 28. fundur frá 14.05.2018
Fundargerð í 18 liðum.
11.4
18031300
Félagslegar leiguíbúðir og gæludýrahald
Niðurstaða Velferðarráð - 28
Velferðarráð samþykkir tillögu Kristínar Sævarsdóttur um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum sem lögð var fram þann 9. apríl sl. Tillagan er um að leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum:
a)Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi).
b)Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
12.1804011F - Skipulagsráð - 28. fundur frá 07.05.2018
Fundargerð í 27 liðum.
12.2
0812063
Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.3
1803193
Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag. Tillaga á vinnslustigi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að skoðaðir verði kostir þess að koma fyrir sundlaug á brúnni og tillagan verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.5
1805021
Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.6
1706497
Húsnúmer í Dalbrekku. Tillaga að breytingu.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.7
1804613
Hvammsvegur 2. Gæsluvallarhús.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.10
1801305
Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.12
1803626
Dalaþing 12. Einbýlishús í tvíbýli. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra Þorsteinsdóttir og Andrés Pétursson greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.16
1803103
Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð hafnar erindinu á grundvelli umsagnar byggingarfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.17
18031127
Urðarbraut 5. Breyting á skráningu í Kastalagerði 2.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.24
1804464
Álalind 4-8. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12.26
1805102
Dimmuhvarf 11b og 11c. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 28
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
13.1804025F - Lista- og menningarráð - 90. fundur frá 03.05.2018
Fundargerðir nefnda
14.1804021F - Íþróttaráð - 82. fundur frá 24.04.2018
Fundargerð í 4 liðum.
14.1
1609996
Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
Niðurstaða Íþróttaráð - 82
Íþróttaráð fagnar því að nú liggi fyrir sameiginleg samningsdrög milli Kópavogsbæjar og SÍK. Með von um aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar í Kópavogi.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
15.1805001F - Hafnarstjórn - 108. fundur frá 07.05.2018
Fundargerðir nefnda
16.1805005F - Barnaverndarnefnd - 80. fundur frá 11.05.2018
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1805697 - Niðurstöður skýrslu starfshóps um stöðu húsnæðismarkaðarins frá árinu 2015
Frá fjármálastjóra, lagt fram minnisblað um samantekt á helstu niðurstöðum starfshóps um stöðu húsnæðismarkaðarins og hvernig þeim hefur verið framfylgt.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:35
Ýmis erindi
18.1805371 - Ákvörðun um áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk
Frá SSH, dags. 11.maí, lagt fram erindi er varðar áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Jafnframt er lögð fram skýrsla ALTA frá 20. apríl 2018.
Ýmis erindi
19.1805150 - Pieta samtökin óska eftir styrk
Frá Pieta Ísland, félagasamtökunum, dags. 14. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir þátttöku Kópavogsbæjar í fjármögnun félagasamtakanna.
Ýmis erindi
20.1805385 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2018
Frá Landskerfi bókasafna, dags. 9. maí, lagt fram boð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. árið 2018 þann 30. maí nk. kl. 15:00.
Ýmis erindi
21.1805382 - Aðstoð við gerð og endurskoðun brunavarnaráætlana
Frá Inspectionem ehf., dags. 27. apríl, lagt fram erindi þar sem sveitarfélaginu er boðin aðstoð við gerð og endurskoðun brunavarnaáætlana.
Ýmis erindi
22.1805286 - Aðstöðuleysi knattspyrnudeildar HK
Frá framkvæmdarstjóra Aðalstjórnar HK, dags. 9. maí, lagt fram erindi er varðar aðstöðuleysi knattspyrnudeildar HK.
Ýmis erindi
23.1801320 - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Lagður fram listi með undirkjörstjórnum vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk.
Ýmis erindi
24.1801320 - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Frá formanni kjörstjórnar, dags. 30. apríl, lagt fram bréf er varðar sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.
Ýmis erindi
25.1805081 - Umsögn IOGT um frumvarp um breytingu á lögum um áfengi og tóbak beint til bæjarstjórnar
Frá Bindindissamtökunum IOGT á Íslandi, dags. 22. mars lögð fram umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um áfengi og tóbak.
Ýmis erindi
26.1805334 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði
Frá Vigdísi Gunnarsdóttur, dags. 10. maí, lögð fram umsókn um styrk vegna Ólympíumóts í eðlisfræði.
Ýmis erindi
27.1805024 - Umsókn um styrk vegna Ólympíumóts í stærðfræði
Frá Ara Páli Agnarssyni, dags. 30. apríl, lögð fram umsókn um styrk vegna Ólympíumóts í stærðfræði.
Ýmis erindi
28.1805086 - Frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál. Beiðni um umsögn
Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 3. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál (þingmannamál).
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
29.1805638 - Sæbólsbraut 34. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 15. maí, lagt fram erindi lóðarhafa Sæbólsbrautar 34, Sigurðar Kristins Ægissonar og Hildar Kristinsdóttur, um heimild til veðsetningar á 1. veðrétt á lóðina.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
30.1805116 - Auðnukór 2. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 7. maí, lagt fram erindi lóðarhafa Auðnukórs 2, Hauks Gottskálkssonar, um heimild til veðsetningar á 1. veðrétt á lóðina.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
31.1804521 - Lindarvegur Bæjarlind breikkun götu og hringtorg útboð
Frá deildarstjóra framkvæmdardeildar, dags. 14. maí, lagt fram erindi er varðar niðurstöður útboðs í verkið "Lindarvegur - Bæjarlind gatna og holræsagerð 2018."
Lagt er til að leitað verði samninga við Óskatak ehf.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
32.1805634 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Baugs
Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15. maí, lagt fram erindi er varðar tillögu að ráðningu leikskólastjóra Baugs.
Fundi slitið - kl. 09:00.