Bæjarráð

2910. fundur 12. apríl 2018 kl. 07:30 - 09:37 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í febrúar. Einnig er lagt fram rekstaryfirlit frá fjármálastjóra fyrir febrúar.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1804182 - Markavegur 7, umsókn um hesthúsalóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 9. apríl, lagt fram erindi er varðar umsókn um hesthúsalóðina við Markaveg 7.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1605627 - Melgerði 34, kæra vegna breytts deiliskipulags.

Frá lögfræðideild, dags. 4. apríl, lögð fram umsögn um úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 50/2016, Melgerði 34.
Jafnframt er lagður fram sjálfur úrskurðurinn.
Lagt fram.

Ýmis erindi

4.17051490 - Selbrekka 2, Brekkan. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá Báru Skæringsdóttur og Herði Hjartarsyni, dags. 5. apríl, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á heimild til að reka gististað að Selbrekku 2, Kópavogi.
Jafnframt er lagðar fram eldri umsagnir Kópavogsbæjar og byggingafulltrúa um rekstrarleyfið f. gististað að Selbrekku 2 í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

5.1804107 - Krafa um yfirtöku á Oddfellowbletti

Frá Draupni lögmannsþjónustu, dags. 2. apríl, lagt fram erindi um kröfu um yfirtöku á Oddfellowbletti.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

6.1804170 - Kópavogstún 14. Endurbætur og uppbygging á Kópavogsbúinu

Frá Lionsklúbbi Kópavogs, dags. 5. apríl, lagt fram erindi varðandi endurbætur og uppbyggingu á Kópavogsbúinu, Kópavogstúni 14.
Jafnframt eru lögð fram drög að samningi og kostnaðaráætlun.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.
Kl. 8:20 vék Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, af fundi.

Ýmis erindi

7.1804128 - Krafa um niðurfellingu vegna kalds vatns

Frá Reginn fasteignafélagi, dags. 27. mars, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir niðurfellingu vegna kalds vatns.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

8.1710156 - Ný persónuverndarlöggjöf 2018

Frá Sigurði Ármanni Snævarr, dags. 26. mars, lagt fram minnisblað um kostnað sveitarfélaga af nýjum lögum um persónuvernd.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1804041 - Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.2017

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1804043 - Fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.02.2018

Fundargerð í 32 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1804044 - Fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.02.2018

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1804026 - Fundargerð 858. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.03.2018

Fundargerð í 30 liðum.
Lagt fram.
Kl. 9:10 mætti Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, aftur til fundar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.1804207 - Óskað eftir því að farið verði yfir stöðu mála er varðar sölu á Fannborg 2, 4 og 6. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni.

Frá Birki Jóni Jónssyni, óskað eftir því að farið verði yfir stöðu mála er varðar sölu á Fannborg 2, 4 og 6.
Lagt fram.

Fulltrúar minnihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Þann 7. des. var samþykkt á fundi bæjarráðs að ganga til samninga við Stólpa ehf. vegna sölu Fannborgar 2, 4 og 6. Af því tilefni bókuðu fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna og félagshyggjufólks eftirfarandi:
"Á fundi bæjarstjórnar 26. júní 2017 var samþykkt með atkvæðum meirihlutans að selja húseignirnar í Fannborg 2, 4 og 6. Fulltrúar minnihlutans vildu fara aðra leið en þá var farin, að bærinn myndi móta heildstæða stefnu varðandi skipulag svæðisins m.a. með hugmyndasamkeppni um framtíð Fannborgarreitsins. Slík stefnumótun er ekki fyrir hendi og ekkert liggur fyrir um áætlað byggingarmagn á svæðinu. Mikilvægt er að fyrirfram sé skilyrt að ákveðið hlutfall byggingamagns sé fyrir félagslegt húsnæði, íbúðir fyrir námsmenn, almennar leiguíbúðir og íbúðir fyrir fyrstu kaupendur.“
Í forsendum tilboðs Stólpa ehf er óskað eftir því að innan við 30 daga frá því að tilboðsgjafi gefur tilboð sitt verði undirrituð viljayfirlýsing um breytingu á skipulagi svæðisins með aukningu á byggingarétti á svæðinu í huga. Engin slík viljayfirlýsing hefur verið undirrituð.
Nú rúmlega 8 mánuðum frá því að samþykkt var að setja eignirnar á sölu liggur ekkert fyrir um niðurstöðu málsins. Nær hefði verið að fara í þá hugmyndasamkeppni sem Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn og félagshyggjufólk lögðu til á sínum tíma.
Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:10. Fundi var fram haldið kl. 9:35.

Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Það eru fjórir mánuðir, að jólum og páskum meðtöldum, frá því að ákveðið var að ganga til samninga við Stólpa ehf. Eins og gengur og gerist þegar um mikla hagsmuni er að ræða þá eru fjölmörg atriði sem þarfnast skýringa við í ferlinu. Kópavogsbær leggur mikið upp úr því að vandað sé til verka þar sem löng vegferð er framundan í þróun svæðisins bæði hvað varðar þennan reit og aðra.
Theódóra Þorsteindsóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:30

Fundi slitið - kl. 09:37.