Bæjarráð

2883. fundur 21. september 2017 kl. 07:30 - 08:44 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1603258 - Stjórnsýslukæra Dverghamra vegna úthlutunar Álalind 4-8.

Frá lögfræðideild, dags. 19. september, lagt fram minnisblað er varðar áskorun Dverghamra ehf. um að leggja fram sáttatillögu vegna úthlutunar byggingarréttar við Álalind 4-8.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaður er algerlega ósammála þeim hluta úrskurðar ráðuneytisins sem snýr að því að hægt sé að gefa mismikinn stigafjölda fyrir endurskoðaðan ársreikning. Annaðhvort er ársreikningur endurskoðaður eða ekki og því ekki möguleiki að meta aðrar undirskriftir ársreiknings til stiga."
Ármann Kr. Ólafsson

Ýmis erindi

2.1709847 - Alþingiskosningar 2017

Frá kjörstjórn Kópavogs, dags. 20. september, lagðar fram tillögur er varða Alþingiskosningar næstkomandi 28.október.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

3.1709263 - Deiliskipulag fyrir Háveg, Áfltröð og Skólatröð. Áskorun frá íbúum við Álfhólsveg, Skólatröð, Hátröð, Neðstutröð og Vallatröð um þéttingu byggðar

Frá íbúm við Álfhólsveg, Skólatröð, Hátröð, Neðstutröð og Vallartröð, lagt fram bréf um áskorun um sérstaka stefnumótun varðandi þéttingu byggðar í grónum íbúðahverfum og fyrirhugað deiliskipulag fyrir Háveg, Álftröð og Skólatröð.
Lagt fram og vísað til skipulagsráðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

4.1412561 - Hlíðarhjalli Dalvegur gatnamót, athugasemdir.

Frá Hjálmari H. Ragnarssyni, dags. 14. september, lagt fram þakkarbréf vegna Hlíðarhjalla og Dalvegar.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir vék af fundi kl. 7:56 vegna vanhæfis. Ása Richardsdóttir kom aftur til fundar kl. 7:58.

Ýmis erindi

5.1709395 - Knattspyrnudeild Breiðabliks. Óskað eftir að leigja tíma í Kórnum í vetur

Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 8. september, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að leigja tíma í Kórnum í vetur.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1702493 - Hæfingarstöðin Fannborg 6

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 11. september, lagður fram til kynningar og samþykktar, þjónustusamningur milli Kópavogsbæjar og Áss styrktarfélags varðandi atvinnumál fatlaðra í Smíkó, í Fannborg 6. Erindinu var frestað til næsta fundar í bæjarráði 14.september.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon - mæting: 08:05
  • Atli Sturluson - mæting: 08:05

Ýmis erindi

7.1709744 - Leikskólaframlag vegna barna í sjálfstætt starfandi leikskólum

Frá Hjallastefnunni, dags. 13. september, lagt fram bréf er varðar leikskólaframlag vegna barna í sjálfstætt starfandi leikskólum.
Vísað til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Fundargerðir nefnda

8.1709014F - Leikskólanefnd - 86. fundur frá 18.09.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1708013F - Skipulagsráð - 14. fundur frá 19.09.2017

Fundargerð í 22. liðum
Lagt fram.
  • 9.4 1703287 Austurkór 127. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Austurkór 127, dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Jafnfram er óskað eftir að byggingarreitur verði breikkaður um 5 metra. Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Athugasemdafresti lauk 4. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.5 17011004 Lækjasmári 11-17, sameining lóða. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 23. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að sameina lóðir húsanna nr. 11, 13, 15 og 17 við Lækjasmára þannig að um eina lóð sé að ræða í stað fjögurra lóða. Á fundi skipulagaráðs 20. mars 2017 var erindinu hafnað þar það væri ekki skilyrði í lögum um fjöleignahús nr. 26/1994 að fjölbýlishús standi á einni lóð svo hægt sé að gera eignaskiptayfirlýsingu. Þá lagt fram erindi Björns Ragnars Lárussonar fh. stjórnar húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 29. mars 2017 þar sem m.a. koma fram nánari upplýsingar vegna óska húsfélagsins um að sameina ofangreindar lóðir. Lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 24. maí 2017 varðandi endurupptöku málsins. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lækjasmára 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23. Athugasemdafresti lauk 21. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.6 1705033 Víðigrund 35, breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ingunnar Hafstað arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir heimild fyrir viðbyggingu á vesturhlið hússins og tengibyggingu á austurhlið að bílskúr sem einnig er sótt um. Viðbyggingin er 16 m2, tengibyggingin er 11,4 m2 og bílskúrinn 29,5 m2, samtals stækkun 56,9 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 11. apríl 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 33, 37 og 39. Í grenndarkynntri skipulagstillögu er einnig óskað eftir heimild til að nýta áður gerðan kjallara undir íbúðarhúsinu, 128 m2 að flatarmáli og koma fyrir tveimur gluggum á vesturhlið kjallara hússins.
    Byggingarmagn á lóðinni fyrir breytingu er 131,2 m2 og nýtingarhlutfall 0,30. Samkvæmt tillögunni yrði byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 281,1 m2 og nýtingarhlutfall 0,61. Athugasemdafresti lauk 21. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.7 1703429 Geislalind 6. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju eftir kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir stækkun á einbýlishúsi auk byggingar á stakstæðri vinnustofu og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Geislalind. Í breytingunni felst að við einbýlishúsið yrði byggð viðbygging og sólskáli, heildarstærð einbýlishúss eftir stækkun yrði um 145 m2. Stærð stakstæðar byggingar er áætluð um 133 m2, brúttóstærð eftir breytingu er 278 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 1. mars 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 1. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.8 1706667 Ögurhvarf 6. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka núverandi hús með 107 m2 viðbyggingu. Uppdrættir í mkv. 1:500 1:200 og 1:100 ásamt greinargerð og skýringarmyndum, dags. 20. október 2015. Einnig lagt fram undirskrifað samþykki lóðarhafa Dimmuhvarfs 19 og 21. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfi 19, 21, 23 og 25. Athugasemdafresti lauk 4. september 2017. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 14. september 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.9 1703847 Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 1. júní 2016, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 90 m2. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir viðbyggingu við og endurbótum á bílskúr alls 36 m2. Þak bílskúrs er hækkað og svölum komið fyrir á suðurhlið bílskúrsins. Samkvæmt tillögunni eykst byggingarmagn á lóðinni um 178 m2 og yrði heildarbyggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 590 m2. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38.
    Skipulagsráð samþykkti 19. júní 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58. Athugasemdafresti lauk 14. ágúst 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var afgreiðslu erindisins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dagsett 15. september 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Hafnað með tilvísan í framkomnar athugasemdir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.12 1709676 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Dalvegar 32 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Dalveg. Í tillögunni felst breytt aðkoma að lóð sem verður frá gatnamótum Hlíðarhjalla og Dalvegar (ljósagatnamót) og fyrirkomulag bílastæða á lóð breytist. Fyrirhugaður byggingarreitur fyrsta áfanga færist um 1 m til suðurs. Gert er ráð fyrir kjallara undir hluta fyrsta áfanga hússins en í gildandi deiliskipulagi er miðað við að kjallari sé undir öllu húsinu. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag frá 4. október 2007. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. í september 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.13 1610247 Dalaþing 26 og 26a. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Dalaþing 26 og 26a. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til suðurs sem nemur 10 m2 á hvoru húsi fyrir sig. Uppdráttur í mkv. 1:150 og 1:50. Þá lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir ofangreindri breytingu. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.14 1709320 Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Lundar 20 og 22 að breyttu deiliskipulagi. Í tillögunni felst a) breytt fyrirkomulag bílastæða við Lund 20 (Lundur 3 eða Gamli Lundur) b)fyrirhugað fjölbýlishús við Lund 22 færist 3 m til vesturs og gert er ráð fyrir inndreginni þakhæð á húsinu með einni íbúð þannig að heildafjöldi íbúða í húsinu verður 7 í stað 6 íbúðir. Fyrirhugað hús hækkar því úr 2 hæðum auk kjallara í 2 hæðir með inndreginni þakhæð auk kjallara. Bílastæðum á lóð er fjölgað úr 8 í 12. Uppdrætti í mkv 1:1000 dags. 1. september 2017. Þá lögð fram yfirlýsing Þorláks Jónssonar fh. húsfélagsins Lundar 20 dags. 22/8/2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.19 1709728 Kópavogsbraut 59. Breyting á deiliskipulagi. Fyrirspurn.
    Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta, dags. 14. September 2017, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 varðandi fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
    Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2.
    Í breytingunni felst að nuverandi einbýlishús á lóðinni byggt árið 1959 verði rifið og reist í þess stað fjölbýlishús með blönduðum íbúðum á lóðinni. Um er að ræða fimm tveggja herbergja íbúðir, ein þriggja hæða íbúð og ein fjögurra herberja íbúð. Stærð íbúðanna er frá 51 m2 til 118 m2. Alls sjö íbúðir á lóðinni og heildarfermetrafjöldi 556 m2. Nýtt nýtingarhlutfall yrði 0,54. Gert er ráð fyrir 7 bílastæðum á lóðinni auk hjólastæða og djúpgáma fyrir sorp.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Hafnað. Það er mat skipulagsráðs að byggingaráform lóðarhafa falli ekki að aðliggjandi byggð og yfirbragð hverfisins m.a. hvað varðar stærð og hlutföll eins og skilyrt er í aðalskipulagi bæjarins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar
  • 9.21 17081314 Vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar - verkefnalýsing vegna breytingar á svæðisskipulagi.
    Á 77. fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 23. júní 2017 var afgreitt erindi Mosfellsbæjar um að hefja breytingar á vaxtamörkum svæðiskipulags í landi Mosfellsbæjar þannig að athafnasvæði við Hólsheiði gæti stækkað til austurs. Svæðiskipulagsnefnd samþykkti verkefnalýsinguna með þeim breytingum að mörk athafnasvæðis verði minnkuð og skerpt verði á orðalagi um græna atvinnustarfsemi og lagði til við aðildarsveitarfélögin að afgreiða verkefnalýsinguna til kynningar og umsagnar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar

Fundargerðir nefnda

10.1709002F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 91. fundur frá 11.09.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1709006F - Velferðarráð - 14. fundur frá 11.09.2017

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:44.