Frá lögfræðideild, dags. 21. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Eignarfélags Akralindar ehf., kt. 700899-2099, um nýtt rekstrarleyfi fyrir íbúðagistingu í flokki II, að Austurkór 104, 203 Kópavogi, skv. 10 gr. laga nr. 85/2007 og 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé utan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bókun Karenar E. Halldórsdóttur:
"Sveitarfélög reyna langflest hver að halda sínu útsvari í eins miklu lágmarki og rekstur bæjarfélaganna leyfir hverju sinni. Því starfi sinna sveitarstjórnarfulltrúar allsstaðar á landinu af mikilli samviskusemi. Hvergi á landinu má greina óþarfa útsvars"píningu" sveitarfélaga. Verkefni þeirra eru ekki lítilvægleg og snúa m.a. að rekstri grunnskóla, leikskóla, velferðarþjónustu og skipulagningu nýrra hverfa. Við hafa bæst verkefni vegna mikils fjölda ferðamanna sem leitt hefur m.a. til húsnæðisskorts á höfuðborgarsvæðinu og mikils álags á helstu ferðamannastaði og innviði landsins.
Ég vil hvetja flutningsmenn frumvarpsins til þess að einbeita sér að breytingum á tekjustofnum sem lúta beint að rekstri ríkissjóðs sem að lokum eiga að greiða fyrir innviðauppbyggingu samfélagsins. Þegar og ef slíkt verður skoðað, að hafa þá jafnvel í huga hvort sveitafélög ættu að fá hlutdeild í tekjustofnum ríkisins vegna verkefna sinna."
Undirrituð hefur óskað eftir að bókunin verði send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Bókun Ásu Richardsdóttur og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur:
"Tek undir bókun Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og hvet Alþingismenn til að hafna þessu frumvarpi."