Bæjarráð

2611. fundur 06. október 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Cl. Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1110016 - Hvatning vegna kvennafrídagsins 24. október 2011

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29/9, hvatning vegna kvennafrídagsins 24. október nk.

Lagt fram og vísað til jafnréttis- og mannréttindaráðs og bæjarritara.

2.1110088 - Leikskólamál. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:

""1.  Hver er munurinn á kjörum ófaglærðra á leikskólum og þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur? 

2.  Hver er munurinn á kjörum þeirra sem lokið hafa leikskólabrú (leikskóladiplómu) og ófaglærðra á leikskólum bæjarins?

3. Hversu langt er nám þeirra sem ljúka leikskólabrú?

Ármann Kr. Ólafsson""

3.1110087 - Starfslýsingar í kjölfar skipulagsbreytinga. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Hvaða starfslýsingar liggja fyrir nú, þegar um 8 mánuðir eru liðnir frá skipulagsbreytingum á bæjarskrifstofum Kópavogs?

Ármann Kr. Ólafsson""

4.1110086 - Kostnaður við sambýli. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Þegar málefni fatlaðra færðust yfir til sveitarfélaganna um sl. áramót var ákveðið að framlag ríkisins til sambýlis að Skjólbraut 1a yrði 25 milljónir, sem var áætlað söluverð sambýlisins að Borgarholtsbraut, sem var í eigu ríkisins.  Nú hefur eignin verið seld fyrir 35 milljónir.  Ætlar meirihlutinn að sækja þessar 10 milljónir í ríkissjóð?

Gunnar I. Birgisson""

5.1110085 - Fyrirspurn um bæjarstjórnarfund í Hörðuvallaskóla. Frá Gunnari Inga Birgissyni

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Bæjarstjórnarfundur var haldinn í Hörðuvallaskóla þann 27.9. 2011.  Meirihluti bæjarstjórnar lagði í talsverðan kostnað til að auglýsa fundinn, en einungis 23 Kópavogsbúar mættu á hann.  Hve mikill var þessi kostnaður m.a. vegna auglýsinga í blöðum og útvarpi, vinnu áhaldahúss o.fl?

Gunnar I. Birgisson""

6.1110084 - Hamingjuóskir til skátafélagsins Kópa

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirrituð óskar skátafélaginu Kópum hjartanlega til hamingju með viðurkenningu sína ""félag á réttri leið"".

Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Bæjarráð tekur undir hamingjuóskir.

7.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnar 11. október

1. Fundargerðir nefnda.

2. Frestað mál frá síðasta fundi.

3. Reglur um lóðaúthlutanir.

 

 

8.1110005 - Hæðarendi 7. Lóð skilað

Frá Sigrúnu Vilbergsdóttur og Jóni Gunnari Hallgrímssyni, dags. 21/9, lóðinni að Hæðarenda 7 skilað inn.

Lagt fram. 

9.1110003 - Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2011

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 28/9, upplýsingar um rannsóknarverkefnið Ungt fólk 2011.

Lagt fram og vísað til skólanefndar og forvarna- og frístundanefndar.

10.1110011 - Vallartröð 1. Ósk um þéttingu girðingar vegna umferðarhávaða

Frá íbúum Vallartröð 1, óskað eftir þéttingu girðingar vegna umferðarhávaða.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs.

11.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá LEX, dags. 28/9, greinargerð Kópavogsbæjar lögð fram í héraðsdómi Reykjaness.

Lagt fram.

12.1109306 - Beiðni um gögn frá Sigurbirni Þorbergssyni.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl, dags. 28/9, beiðni um gögn yfir auglýstar lóðir og skipulagsskilmála í tilgreindum hverfum.

Vísað til bæjarstjóra og bæjarritara.

13.1109306 - Beiðni um gögn frá Sigurbirni Þorbergssyni.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl, dags. 28/9, óskað eftir litmynd af vinningstillögu um rammaskipulag fyrir útivistarsvæði við Elliðavatn.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs.

14.1107040 - Framtíðarhópur SSH - stjórnsýslu- og rekstrarúttekt byggðasamlaga

Frá bæjarstjóra, dags. 29/9, skýrslur framtíðarhóps SSH yfir stjórnsýslu- og rekstrarúttekt byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarritari og fjármála- og hagsýslustjóri gerðu grein fyrir niðurstöðum framtíðarhóps SSH um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt byggðasamlaganna.

15.1110001 - Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ný sveitarstjórnarlög ásamt greinargerð um áhrif þeirra á stjórnsýslu sveitarfélaga.

Lagt fram og vísað til bæjarritara til umsagnar.

16.1107040 - Framtíðarhópur SSH - vinnuhópur 10 - söfn

Frá SSH, skýrsla vinnuhóps 10 varðandi rekstur héraðsskjalasafna, bókasafna og minjasafna, ásamt tillögum hópsins um samstarf safna.

Lagt fram og vísað til næsta fundar.

17.1107040 - Framtíðarhópur SSH - íþróttamannvirki starfshópur 11

Frá SSH, áfangaskýrsla verkefnishóps 11 varðandi íþróttastyrki og rekstur sundstaða og íþróttamannvirkja.

Lagt fram og vísað til næsta fundar.

18.1109003 - Fjárhagsleg staða íþróttafélaga

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 4/10, leiðrétt svar við fyrirspurn um fjárhagslega stöðu íþróttafélaganna.

Lagt fram.  Þar sem bókun minnihluta á síðasta fundi varðandi þennan lið var byggð á röngum gögnum er hún dregin til baka.

19.1109266 - Staða framkvæmda á lóðum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá byggingarfulltrúa, svar við fyrirspurn um stöðu framkvæmda á lóðum.

Lagt fram.

20.1011166 - Hreinsunarátak á atvinnusvæðum Kársnesi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4/10, upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði 15/9 sl.

Lagt fram.

21.1102214 - Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 5/10, bókun í framkvæmdaráði 5/10, óskað eftir viðræðum við Vegagerðina vegna ákvörðunar hennar um að hætta viðhaldi einstakra vega. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir við Vegagerð ríkisins og innanríkisráðherra.

22.1109219 - Reglur um lóðaúthlutanir

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 5/10, bókun í framkvæmdaráði 5/10, drögum að reglum um úthlutun lóða fyrir íbúðarhúsnæði vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Lagt fram til kynningar. 

23.1110020 - Páll Magnússon segir upp störfum

Frá bæjarritara, dags. 30/9, þar sem hann segir starfi sínu lausu.

Lagt fram. 

Bæjarráð þakkar Páli vel unnin störf og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi. 

Ómar Stefánsson spyrst fyrir um það hvort starfið verði auglýst.

24.1109263 - Afleysingar í grunnskólum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 3/10, svar við fyrirspurn varðandi afleysingar í grunnskólum.

Lagt fram.

25.1109292 - Fyrirspurn frá Ó.Þ.G. til menntasviðs. Óskað eftir sundurliðun á framúrkeyrslu á menntasviði

Sviðsstjóri menntasviðs og rekstrarstjóri grunnskólanna mættu til fundar og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu grunnskólanna.

Lögð var fram greinargerð vegna fjárhagsstöðu grunnskóladeildar. 

Fundi slitið - kl. 10:15.