Bæjarráð

2786. fundur 03. september 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Arnþór Sigurðsson sat fundinn í fjarveru Ólafs Þórs Gunnarssonar.

1.1507160 - Faldarhvarf 8. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Hörpu Grétarsdóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 8.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Hörpu Grétarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 8 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.15083717 - Athugun á svigrúmi til hækkunar gjaldskrár í Knatthúsum bæjarins.

Frá bæjarstjóra, erindi sem frestað var á síðasta fundi.
Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Það er mikilvægt að verða við óskum um aukinn fjölda tíma í íþróttahúsum bæjarins til knattspyrnuiðkunar til að koma til móts við aukinn fjölda iðkenda.
Ekki er hægt að hækka gjaldskrá um 33% með þeim litla fyrirvara sem lagt er til.
Lagt er til að gjaldskrá hækki um áramótin og að íþróttafélögin fái úthlutað þeim átta aukatímum sem óskað er eftir frá og með þeim tíma.

Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson"

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

3.1509109 - Móttaka flóttafólks

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 1. september, erindi til sveitarfélaga um móttöku flóttafólks.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við velferðarráðuneyti um erindið. Bæjarstjóri upplýsti að málið verður á dagskrá næsta stjórnarfundar SSH.

4.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 24. ágúst 2015.

418. fundur stjórnar SSH í 13. liðum.
Lagt fram.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á lið 1 í fundargerðinni um Bláfjallafólkvang og Reykjavnesfólkvang.

5.1508012 - Lista- og menningarráð, dags. 25. ágúst 2015.

46. fundur lista- og menningarráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

6.1508010 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 21. ágúst 2015.

161. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 13. liðum.
Lagt fram.

7.15084219 - Árshlutareikningur Sorpu bs., janúar-júní 2015.

Frá Sorpu, dags. 26. ágúst, lagður fram árshlutareikningur Sorpu vegna janúar-júní 2015.
Lagt fram.

8.1406593 - Smiðjuhverfi - Smiðjuvegur og Skemmuvegur - Skilti um að bifreiðarstöður séu bannaðar í götunum.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 1. september, lagt fram erindi í framhaldi af uppsetningu skilta við Smiðjuveg og Skemmuveg um að bifreiðastöður sé bannaðar í götunni. Til að unnt sé að sekta bifreiðar sem leggja ólöglega í bága við umrædd skilti er óskað eftir samþykki bæjarráðs fyrir því að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda að bifreiðastöður séu bannaðar í samræmi við ofangreinda lýsingu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda að bifreiðastöður séu bannaðar með innakstri götu að Smiðjuvegi og Skemmuvegi.

9.1507161 - Faldarhvarf 12. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Vali Árnasyni verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 12.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Vali Árnasyni kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 12 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1507162 - Faldarhvarf 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Halldóru Harðardóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 10.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Halldóru Harðardóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 10 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1509018 - Sex mánaða uppgjör 2015.

Frá bæjarstjóra, sex mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2015.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

12.1507376 - Faldarhvarf 6. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Pétri Erni Péturssyni og Ástrósu Óladóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 6.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Pétri Erni Péturssyni og Ástrósu Óladóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1507100 - Faldarhvarf 4. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Pétri Pálssyni verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 4.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Pétri Pálssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1507375 - Faldarhvarf 2. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Helgu Kristínu Harðardóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Helgu Kristínu Harðardóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1507071 - Faldarhvarf 1, 3, 5, 7, 9. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Sætrum ehf. verði úthlutað lóðirnar að Faldarhvarfi 1, 3, 5, 7 og 9.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gefa Sætrum ehf. kost á byggingarrétti á lóðunum Faldarhvarfi 1, 3, 5, 7 og 9 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

16.15084002 - Dalaþing 7, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. ágúst, lagt fram erindi Skollakopps ehf. þar sem óskað er eftir að heimild verði veitt til þess að lóðarréttindum verði skilað vegna Dalaþings 7. Lóðinni var úthlutað til Skollakopps ehf. í mars 2015 og hafa lóðargjöldin verið gerð upp. Lagt er til að heimilað verði að skila lóðarréttindum og endurgreiða Skollakopp ehf. greidd lóðargjöld.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindum vegna Dalaþings 7 verði skilað og að Skollakopp ehf. verði endurgreidd lóðargjöldin.

17.15084149 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn nemendafél.Flensborgarskóla um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 28. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn nemendafélags Flensborgarskólans, kt. 430985-0789, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, miðvikudaginn 3. september, frá kl. 22:00-01.00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Magnús Þorkelsson og um öryggisgæslu annast Go Security. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

18.15081807 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn nemendafélags MK um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 17. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi um tækifærisleyfi til að mega halda nýnemaball, þriðjudaginn 25, ágúst, frá kl. 22:00-01.00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Margrét Friðriksdóttir og um öryggisgæslu annast Go Security. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

19.1412547 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árin 2012, 2013, 2014.

Frá bæjarritara, dags. 26. ágúst, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Ármanns um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 2.216.885,-. verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 2.216.885,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign félagsins vegna 2012, 2013 og 2014.

Fundi slitið.