Bæjarráð

2815. fundur 31. mars 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1603015 - Félagsmálaráð, dags. 21. mars 2016.

1407. fundur félagsmálaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson vekur athygli á fyrirspurn Guðbjargar Sveinsdóttur í fundargerðinni.

Hlé var gert á fundi kl. 8.25. Fundi var fram haldið kl. 8.35.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Einnig verði borið saman við hvernig þetta var árin 2010 - 2012.
Ármann Kr. Ólafsson"

2.1406235 - Kosningar í félagsmálaráð 2014-2018

Á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars sl. fól bæjarstjórn bæjarráði að kjósa í félagsmálaráð á fundi sínum þann 31. mars.
Kosnir voru:

Af A-lista
Aðalmenn:
Gunnsteinn Sigurðsson
Ragnheiður S. Dagsdóttir
Karen Halldórsdóttir
Helga Sigrún Harðardóttir
Sverrir Óskarsson

Til vara:
Ísól Fanney Ómarsdóttir
Árni Árnason
Andri Steinn Hilmarsson
Magnea Guðmundsdóttir
Rannveig Bjarnadóttir

Af B-lista
Aðalmenn:
Arnþór Sigurðsson
Kristín Sævarsdóttir

Áheyrnarfulltrúi
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir

Varamenn:
Guðbjörg Sveinsdóttir
Þráinn Hallgrímsson

Varaáheyrnarfulltrúi
Ingibjörg Ingvadóttir

3.1406254 - Kosningar í skólanefnd 2014-18

Á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars sl. fól bæjarstjórn bæjarráði að kjósa í skólanefnd á fundi sínum þann 31. mars.
Kosnir voru:

Af A-lista
Aðalmenn:
Margrét Friðriksdóttir
Ólafur Örn Karlsson
Helgi Magnússon
Sverrir Óskarsson
Ragnhildur Reynisdóttir

Til vara:
Þórir Bergsson
Linda Jörundsdótti
Haukur Guðmundsson
Ragnhildur Konráðsdóttir
Auður Sigrúnardóttir

Af B-lista:
Gísli Baldvinsson
Helga María Hallgrímsdóttir

Áheyrnarfulltrúi:
Bergljót Kristinsdóttir

Varamenn
Signý Þórðardóttir
Birkir Jón Jónsson

Varaáheyrnarfulltrúi
Sigríður María Egilsdóttir

4.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 11. mars 2016.

240. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

5.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir/Dalvegur gangbraut.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram frá umhverfis- og samgöngunefnd, erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016. Skipulagsnefnd lagði til að sett yrði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar umsögn skipulagsnefndar til umhverfis- og samgöngunefnar til úrvinnslu.

6.1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51. Kynningu lauk 21.12.2015. Athugasemdir bárust frá Stefáni Eydal, Melgerði 32, dags. 12.12.2015; frá Karen Birnu Guðjónsdóttur, Borgarholtsbraut 49, dags. 16.12.2015. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagður fram breyttur uppdráttur þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 19.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 25.9.2015 með áorðnum breytingum dags. 19.2.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.16031145 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að húsið hækkar um 30 cm, götukóti hækkar úr 95,00 í 95,30 sbr. uppdráttum dags. 2.3.2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1603465 - Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum er fjölgað úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn hjúkrunarheimilis eykst um 200 m2 en hvert hjúkrunarrými minnkar í samræmi við viðmiðunarreglugerð sbr. uppdrætti dags. 15.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Álftröð 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti hins vegar stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið með tilvísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2015 og með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulags- og byggingardeildar 15.2.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 24.11.2015, ásamt umsögn dags. 21.3.2015, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1602018 - Skipulagsnefnd, dags. 21. mars 2016.

1274. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

13.1312213 - Bæjarlind 6. Dómsmál, E- /2014. Matsmálið M-28/2013, Verkefni ehf gegn Rosaam ehf og Kópavogsbæ.

Frá bæjarlögmanni, lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjaness frá 23. mars sl. í málinu E-702/2015; Verkefni ehf. gegn Árangri ehf., ROSAAM ehf. og Kópavogsbæ.
Lagt fram.

14.1603012 - Barnaverndarnefnd, dags. 21. mars 2016.

55. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

15.16031368 - Vesturvör 40 og 42-48. Lóðaskil.

Frá OK fasteignum ehf., dags. 29. mars, lagt fram bréf í kjölfar synjunar bæjarráðs á beiðni félagsins um framsal lóðanna Vesturvör 40 og 42-48, þar sem farið er fram á skil lóðanna og endurgreiðslu yfirtöku- og gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir skil lóðanna með fimm atkvæðum og vísar erindinu til fjármálastjóra og bæjarlögmanns til úrvinnslu.

16.16031236 - Óskað eftir styrk vegna skákeinvígis í Kópavogi.

Frá skákfélaginu Hróknum, dags. 18. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk út af skákeinvígi í Kópavogi helgina 21-22 maí í formi leigu fyrir Salinn, þar sem óskað er eftir að skákviðurburðurinn fari fram.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til umsagnar.

17.1503795 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016.

Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., lögð fram boðun á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn föstudaginn 8. apríl nk. kl. 15:30 á Grand Hótel Reykjvík.
Lagt fram.

18.1603380 - Þorrasalir 21. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. mars, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 21 frá Hannesi Björnssyni, kt. 210253-3809 og Hafdísi Ólafsdóttur, kt. 110458-4449. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Hannesi Björnssyni og Hafdísi Ólafsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Þorrasalir 21 og vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19.1602066 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Frá fjármálastjóra, viðauki III við fjárhagsáætlun 2016, vegna kaupa á Digranesvegi 1. Á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars sl. samþykkti bæjarstjórn kaup á Digranesvegi 1 undir bæjarskrifstofur og vísaði gerð viðauka til meðferðar bæjarráðs með vísan til 35. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð vísar afgreiðslu viðauka til bæjarstjórnar.

20.16031013 - Nýbýlavegur 32, Juniorinn. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 21. mars, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn His Heitar Íslenskar Samlokur ehf., kt. 450204-2180, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I, á staðnum Juniorinn, að Nýbýlavegi 32, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

21.16031014 - Hlíðasmári 8. Austurlandahraðlestin. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 21. mars, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Austurlandahraðlestarinnar ehf., kt. 520503-3230, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, á staðnum Austurlandahraðlestin, að Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

22.16031210 - Hamraborg 11, Mae-Ya Sukhothai-DPT veitingar ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 22. mars, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn DPT Veitinga ehf., kt. 550211-0410, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, á staðnum Mae-Ya Sukhothai, að Hamraborg 11, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585-2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

23.16031211 - Bjarnhólastígur 12, Helga Guðmundsdóttir. Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis gististaðar.

Frá lögfræðideild, dags. 22. mars, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Helgu Guðmundsdóttur, kt. 200767-5519, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, að Bjarnhólastíg 12, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipuagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 og umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

Fundi slitið.