Bæjarráð

2782. fundur 16. júlí 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1507010 - Hestamannafélagið Sprettur. Beiðni um styrk vegna eftistöðva fasteignagjalda. Leiðrétting á samningi

Frá hestamannafélaginu Spretti, dags. 26. júní, lagt fram erindi vegna niðurfellingar fasteignagjalda umfram fasteignaskatt af fasteign félagsins með vísan til misritunar í samkomulagi við Kópavogsbæ sem undirritað var þann 12. nóvember 2012, en þar er ritað fasteignaskattur í stað fasteignagjalda.
Bæjarráð staðfestir að um misritun hafi verið að ræða í samkomulagi aðila frá 12.11.2012 þannig að í 6. gr. þess eigi að standa "fasteignagjöld" í stað "fasteignaskatts" og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1507297 - Lóð undir höfuðstöðvar Landsbankans

Frá bæjarstjóra, dags. 15. júlí, bréf til Landsbanka um möguleika á nýjum höfuðstöðvum bankans í Kopavogi.
Lagt fram.

Bæjarráð lýsir ánægju með bréf bæjarstjóra til Landsbankans.

3.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lögð fram tillaga að breyttu deiluskipulagi Smárabyggðar (suðursvæði Smáralindar). Lögð fram athugasemd frá Nýja Norðurturninum ehf. og einnig lagt fram minnisblað bæjarlögmanns vegna athugasemdarinnar. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25. júní sl.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1505243 - Umhverfisviðurkenningar 2015.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. júlí, lagðar fram tilnefningar varðandi umhverfisviðurkenningar 2015. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillögu um viðurkenningu fyrir götu ársins og vísaði tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með fimm atkvæðum og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1506005 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 30. júní 2015.

66. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

6.1504023 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 2. júní 2015.

65. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

7.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 8. júní 2015.

417. fundur stjórnar SSH í 5. liðum.
Lagt fram.

8.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2015.

829. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 41. lið.
Lagt fram.

9.1506024 - Lista- og menningarráð, dags. 2. júlí 2015.

45. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

10.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 30. júní 2015.

202. fundur heilbrigðisnefndar í 65. liðum.
Lagt fram.

11.1507001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 3. júlí 2015.

158. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 12. liðum.
Lagt fram.

12.1506021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 25. júní 2015.

157. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.

13.1506017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 18. júní 2015.

156. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Lagt fram.

14.1506014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 11. júní 2015.

155. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Lagt fram.

15.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla vegna starfsemi í maí.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinnn undir þessum lið.

16.1409524 - Landsendi 7-9. Stjórnsýslukæra vegna afskráningar eignarhalds. Úrskurður.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 8. júlí, lagður fram úrskurður ráðuneytisins í tilefni af kæru vegna afskráningar eignarhalds. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að úrskurðurinn verði lagður fram á fundi sveitarstjórnar til kynningar.
Lagt fram.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

17.1507031 - Frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál. Beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 3. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál, stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs og fjármálastjóra til afgreiðslu.

18.1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Frá SSH, dags. 30. júní, lagt fram erindi vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem tilkynnt er um að Skipulagsstofnun hafi staðfest nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins "Höfuðborgarsvæðið 2040" og við gildistöku þess falla úr gildi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, sem var staðfest 2002, og Svæðisskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, sem var staðfest 1999.
Lagt fram.

19.1507020 - Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni um sundleikfimi í Sundlaug Kópavogs. Svar frá deildarstjóra íþr

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 13. júlí, svar við fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni á fundi bæjarráðs þann 2. júlí sl.
Lagt fram.

Margrét Júlía Rafnsdóttir þakkar framlagt svar og óskar fært til bókar ánægju með stöðu mála.

20.1502213 - Waldorfskóli. Óskað eftir viðræðum um framtíð skólans.

Frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 2. júlí, lögð fram umsögn um framtíðarsýn Waldorfsskólans í framhaldi af erindi starfsmannaráðs skólans þar sem óskað var eftir viðræðum um framtíðarsýn hans.
Lagt fram.

Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðu mengunarmála á svæðinu og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að kalla eftir nýjustu gögnum varðandi mengunarmælingar og upplýsingar um framgang verkefna á sviði mengunarvarna.

21.1408201 - Staða byggingarframkvæmda.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. júlí, lagt fram erindi þar sem gerð er grein fyrir stöðu byggingarframkvæmda á lóðunum Lundi, Naustavör, Vesturvör 40 og 42-48 og Landsenda 19-21.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að hefja viðræður við Rafnar ehf. um lóðirnar Vesturvör 40 og 42-48.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni kalla eftir framkvæmdaáætlun vegna Landsenda 19-21 og veittur verði 20 daga lokafrestur til þess.

22.1507099 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn um tímabundið áfengisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 7. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn SPOT, kt. 631008-0110, um tímabundið áfengisleyfi vegna beinnar útsendingar á NF bardagaleiknum, aðfararnótt sunnudagsins 12. júlí 2015, til kl. 05:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Afgreiðslutími sem óskað er eftir er umfram það sem kemur fram í 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir, en þar er gert ráð fyrir opnunartíma til kl. 03.00 umræddan dag.

23.15062384 - Sorpa Dalvegi - framtíðarsýn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. júlí, minnisblað vegna kröfu landeiganda að Digranesvegi 81 um að Sorpu verði gert að víkja af hluta lóðarinnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Lagt fram.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

24.1507214 - Bæjarlind 7-9R. Heimild til veðsetningar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 13. júlí, lögð fram beiðni til veðsetningar lóðarinnar Bæjarlind 7-9R f.h. lóðarhafa Mótx ehf.
Bæjarráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum.

25.1507110 - Hamraborg 6. Fasteignaskattur 2015 - styrkbeiðni

Frá bæjarritara, dags. 8. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Tónlistarfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 3.111.858,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 3.111.858,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Tónlistarfélagsins.

26.1507111 - Hamraborg 6. Fasteignaskattur 2014 - styrkbeiðni.

Frá bæjarritara, dags. 8. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Tónlistarfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 3.077.460,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 3.007.460,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Tónlistarfélagsins.

27.15062164 - Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra, lagðar fram tvær tillögur um húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar sem frestað var á síðasta fundi, annars vegar tillaga að verkefnisáætlun frá Capacent um rýnivinnu með íbúum vegna húsnæðiskosta og hins vegar tillaga um að auglýst verði eftir áhuga fjárfesta á Fannborgarreit, hvað varðar hugsanlega nýtingu og verðhugmyndir. Jafnframt lögð fram svör við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar frá síðsta fundi, niðurstöður stjórnsýsluúttektar varðandi húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar frá 2012, auk erindis frá EIK fasteignafélagi ehf. um húsnæðiskost í Turninum.
Hlé var gert á fundi kl. 9.52. Fundi var fram haldið kl. 10.28.

Hlé var gert á fundi kl. 10.30. Fundi var fram haldið kl. 10.42.

Neðangreindir bæjarráðsfulltrúar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Stofnaður verði starfshópur sem skipaður verður þremur fulltrúum meirihluta og tveimur úr minnihluta auk eins áheyrnafulltrúa úr minnihluta, ásamt bæjarritara og sviðstjóra umhverfisssviðs.
Hópnum er falið að halda áfram að greina og skoða stöðu húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi gögn, auk þess að skoða fleiri kosti fyrir framtíðarstaðsetningu starfseminnar. Þar með talið er óbreytt staðsetning, hugsanlegur flutningur í annan hluta bæjarins, uppbygging á Fannborgarreit og á nærliggjandi svæði og aðrir kostir sem hópurinn kýs að skoða.
Hópnum er falið að kanna virði eigna í Fannborg með því að leita eftir hugmyndum frá þróunarfélögum og fjárfestum.
Þá skal hópurinn einnig láta fara fram m.a. rýnihópavinnu, hafa opna fundi, leita álits félagasamtaka og einstaklinga sem láta sig málefnið varða. Formaður hópsins er bæjarstjóri Kópavogs.
Hópurinn skal ljúka störfum í september 2015.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Tillöguna samþykktu Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson og Ása Richardsdóttir, en Birkir Jón Jónsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel ekki rétt að auglýsa húsnæði Fannborgarsvæðisins til sölu á þessu stigi málsins. Mikilvægt er að bæjarstjórn móti stefnu til framtíðar um skipulag svæðisins og á grundvelli þeirrar vinnu verði næstu skref ákveðin.
Birkir Jón Jónsson"

Fundi slitið.