Með bréfi dags. 2. september sl. óskaði sýslumaðurinn í Kópavogi eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Borgarholtsskóla, kt. 700196-2169, Mosavegi 112, Reykjavík , um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 11. september 2014, frá kl. 22:00 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Ábyrgðarmaður er Bryndís Sigurjónsdóttir, kt. 170346-2469 og um öryggisgæslu annast Go Security.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.