Bæjarráð

2741. fundur 04. september 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1408534 - Boðsmiðar á tónleika Justin Timberlake. Fyrirspurn Sigurjóns Jónssonar

Frá bæjarstjóra, svar við fyrirspurn í bæjarráði 28. ágúst.
Lagt fram.

2.1408535 - Tekjur og útgjöld vegna tónleika Justin Timberlake. Fyrirspurn frá Sigurjóni Jónssyni.

Frá bæjarstjóra, svar við fyrirspurn í bæjarráði 28. ágúst.
Theódóra kemur til fundarins kl. 8.22

Lagt fram.

3.1409037 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn Borgarholtsskóla um tækifærisleyfi til að halda Busaball. Beiðni um umsögn

Með bréfi dags. 2. september sl. óskaði sýslumaðurinn í Kópavogi eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Borgarholtsskóla, kt. 700196-2169, Mosavegi 112, Reykjavík , um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 11. september 2014, frá kl. 22:00 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Ábyrgðarmaður er Bryndís Sigurjónsdóttir, kt. 170346-2469 og um öryggisgæslu annast Go Security.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

4.1408327 - Framlenging á leyfi Melmis ehf. dags. 23. júní 2004, til leitar og rannsókna á málmum, með síðari br

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, varðandi bréf Orkustofnunar til Melmis ehf., dags. 14. ágúst, þar sem tilkynnt var um framlenginu leyfis til leitar og rannsókna á málmum, sem gildir til 31. desember 2016. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs á fundi sínum, 28. ágúst.
Lagt fram.

5.1408005 - Dalvegur 4. Krafa um hringtorg til að auðvelda aðkomu. Undirskriftalisti

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, umsögn um erindi lóðarhafa Dalvegar 4.
Bæjarráð telur sér ekki unnt að verða við erindi bréfritara.

6.1407237 - Vinir Vífilsfells - Óskað eftir samstarfi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, umsögn um erindi vina Vífilfells þar sem óskað er eftir samstarfi.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs.

7.1408201 - Staða byggingarframkvæmda

Frá byggingarfulltrúa, samantekt um stöðu óbyggðra lóða og fjölda úthlutaðra lóða þar sem ekki hefur verið sótt um byggingaleyfi.
Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að innköllun lóða þar sem tímafrestir hafa ekki verið virtir.

Bókun fulltrúa samfylkingarinnar:
"Alls eru um 550 íbúðir í fjölbýli í byggingu, nánast allar eru yfir 100m2 að stærð. Þetta er röng stefna. Nauðsynlegt er að bæjaryfirvöld sjái til þess að til staðar verði smærri íbúðir sem henta ungu fólki."

Bókun fulltrúa meirhlutans:
"Það er stefna meirhlutans að í framtíðarskipulagi verði ýtt undir byggingu smærri íbúða."

8.1409035 - Árshlutareikningur Sorpu, janúar-júní 2014

Lagður fram árshlutareikningur SORPU bs janúar - júní 2014.
Vísað til fjármálastjóra til umsagnar.

9.1408143 - Austurkór 153. Umsókn um lóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 153 frá Jóni Ægi Jónssyni kt. 141080-4749 og Guðnýju Hólm Þorsteinsdóttur kt. 070579-3839. Umsækjandi hefur skilað inn afriti skattframtals 2014 og yfirlýsingu banka. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 153 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir að gefa Jóni Ægi Jónssyni og Guðnýju Hólm Þorsteinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 153.

10.1401094 - Fundargerð heilbrigðiseftirlit, 25. ágúst

192. fundur
Lagt fram.

11.1401118 - Fundargerð stjórnar Strætó frá 29. ágúst

199. fundur í 6 liðum.
Lagt fram.

12.1408014 - Barnaverndarnefnd, 28. ágúst.

39. fundur í 12. liðum.
Lagt fram.

13.1409081 - Tekjur sundlauganna - rekstur líkamsræktarstöðva

Frá deildarstjóra íþróttamála, dags. 26. ágúst, varðandi tekjur í sundlaugum Kópavogsbæjar og rekstur líkamsræðtarstöðva.
Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttamála, sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu íþróttadeildar um framlengingu gildandi samnings við núverandi leigutaka til 1. júní 2016.

14.1409097 - Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni um Hamraborgarhátíðina

Af hverju var ekki haldin Hamraborgarhátíð í sumar?

15.1402281 - Húsnæðismál

Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar:
"Ég hlakka til að mæta á fyrsta fund í starfshópi um húsnæðismál."

Fundi slitið.