Bæjarráð

2632. fundur 01. mars 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1202490 - Ósk Sögufélags Kópavogs um að fá að hýsa heimasíðu og netfang á vef Kópavogsbæjar

Frá Sögufélagi Kópavogs, dags. 9/2, beiðni um að fá að hýsa heimasíðu og netfang félagsins á vef bæjarins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

2.1202533 - Starfskjör bæjarstjóra

Ómar Stefánsson lagði fram tillögu að ráðningarsamningi við bæjarstjóra Kópavogs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið.

3.1203004 - Skipun hverfaráða. Tillaga frá Ómari Stefánssyni, Ármanni Kr. Ólafssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttur

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson og Ármann Kr. Ólafsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Tillaga að stofnun hverfaráða:

Kópavogur mun stuðla að stofnun hverfaráða sem tekur mið af eftirfarandi skiptingu milli hverfa: Kársneshverfi, Digraneshverfi, Smárahverfi, Fífuhvammshverfi (Linda- og Salahverfi) og Vatnsendahverfi (Kóra-, Hvarfa- og Þingahverfi).

Fulltrúar í ráðum skulu valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þess gætt að í hópunum sé jafnt hlutfall milli kynja sem og gætt að dreifingu aldurs.

Fulltrúar í ráðunum séu á bilinu 10-30, fer eftir stærð hverfis. Með því að hafa fleiri tryggjum við þverskurð skoðanaskipta.

Skipta skal um fulltrúa í ráðunum á tveggja ára fresti en þó þannig að eigi fleiri en helmingur ráðsmanna gangi út í einu til þess að skörun verði á þekkingu í ráðunum.

Markmiðið er að tengjast íbúum betur og nýta þekkingu þeirra á sínu nánasta umhverfi. Í ráðunum skal ræða stefnumörkun, félagsstarf, skipulagsmál, framkvæmdir og þjónustu. Þar er einnig rætt um hvað megi betur fara, koma með hugmyndir og skapa tækifæri.

Ráðin skipta með sér verkum og velja formann. Hann er tengiliður ráðsins við bæjarkerfið.

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðríður Arnardóttir óskar eftir frestun og jafnframt eftir sundurliðaðri kostnaðarumsögn við stofnun hverfaráða og óskar svara við því hvort gert sé ráð fyrir stofnun hverfaráða í fjárhagsáætlun 2012.

Afgreiðslu frestað.

4.1203003 - Laun áheyrnarfulltrúa. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni

Erla Karlsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð f.h. Hjálmars Hjálmarssonar:

"Heimild er til að tilnefna alls 20 áheyrnarfulltrúa frá framboðunum 4 eins og staðan var í ársbyrjun 2012. Eftir meirihlutaskiptin nú í febrúar raðast þetta þannig upp, - að þörf er á 11 áheyrnarfulltrúum, einungis frá NæstBestaFlokknum og hlýtur það því að rúmast  innan fjárhagsáætlunar.

Sakir þessa og  margra ára hefðar fyrir því að greiða áheyrnarfulltrúum sömu þóknun og kjörnum fulltrúum fyrir fundarsetu, fer undirritaður því fram á að allir áheyrnarfulltrúar Næstbestaflokksins sem tilnefndir eru fái greitt fyrir fundarsetu í nefndum og ráðum sömu upphæð og kjörnir fulltrúar.

Erla Karlsdóttir"

Afgreiðslu frestað.

5.1203001 - Yfirlit launagreiðslna. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"1.  Hversu margir starfsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ eru ráðnir skv. sérstökum samningum hvers laun taka breytingum skv. ákvörðun kjararáðs sundurliðað eftir stöðuheitum?  Þar skuli koma fram sundurliðuð föst mánaðarlaun og önnur föst kjör þar með talið fjölda yfirvinnutíma.  Jafnframt skuli koma fram heildarupphæð fastra mánaðarlauna og fastra yfirvinnutíma.

2.  Yfirlit yfir föst laun allra deildarstjóra sundurliðað eftir stöðum þar sem komi fram grunnlaun og fjöldi fastra yfirvinnutíma ásamt heildar upphæð fastra launa og fastrar yfirvinnu.

Skulu þessar upplýsingar lagðar fram í bæjarráði á grundvelli 5. gr. Upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir í skýringum:

?Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings."  Og skal jafnframt vísað í álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5103/2007.

Guðríður Arnardóttir"

6.1203002 - Orlofseign starfsmanna. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Nýlega hefur verið gert samkomulag um útgreiðslu orlofs við einn af starfsmönnum Kópavogsbæjar, sem enn er í ráðningarsambandi við bæinn og fyrirhugað er að verði áfram.  Í tilefni af því vill undirritaður leggja fram eftirfarandi fyrirspurn.

1.   Hversu margir af æðstu stjórnendum (sviðsstjórar og skólastjórar, forstöðumenn stofnana) og millistjórnendum (deildarstjórar, skrifstofustjórar) Kópavogsbæjar eiga inni orlof sem er eldra en 1 árs gamalt (eldra en frá orlofsárinu 2010-2011 í ávinnslu) ? Hver er heildarfjöldi tíma (allra til samans) og hver er meðalfjöldi tíma hjá þeim sem eiga inni orlof?  

2.   Hvaða reglur gilda hjá Kópavogsbæ um geymslu/flutning orlofs milli ára, og hvaða ferli liggur til samþykktar beiðnum þar um ?

3.   Eru dæmi um útgreiðslu orlofs hjá starfsmönnum í eingreiðslu án þess að um starfslok sé að ræða og ef svo er hvaða reglur gilda um slíkt ?

4.   Hver yrði kostnaður Kópavogsbæjar af því að gera upp með eingreiðslu ótekið orlof þeirra starfsmanna (sbr. ofansagt)  sem eiga inni eldra orlof en áunnið frá síðasta (2010-2011) orlofsári?

5.   Er öllum starfsmönnum Kópavogsbæjar heimilt að óska eftir eingreiðslu áunnins orlofs meðan á ráðningarsambandi stendur, og ef ekki hvaða  lög/reglur/samþykktir /samningar liggja til grundvallar slíkum synjunum ?

6.   Hefur sveitarfélagið gert áætlun um með hvaða hætti beiðnum um eingreiðslu ótekins orlofs yrði mætt ef til kæmi, sbr. nýlegan samning við fyrrverandi bæjarstjóra?

Ólafur Þór Gunnarsson"

7.1202475 - Landsendi 29. Lóð skilað

Frá Snorra Traustasyni, dags. 22/2, lóðinni að Landsenda 29 skilað inn.

Lagt fram.

8.1202529 - Örvasalir 16. Lóð skilað

Frá Matthíasi Sveinbjörnssyni og Sigríði Ólafsdóttur, dags. 24/2, lóðinni að Örvasölum 16 skilað inn.

Lagt fram.

9.1202508 - Lóðir fyrir keðjubyggingar

Frá Fagporti ehf., dags. 16/2, fyrirspurn um byggingarlóðir undir ódýr einbýlishús.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

10.1202572 - Íslandsmótið í skák 2012. Ósk um að Kópavogur hýsi mótið og styrki Skáksambandið vegna mótshaldsins

Frá Skáksambandi Íslands, dags. 27/2, óskað eftir styrk að upphæð 200.000 kr. og að Kópavogur leggi fram húsnæði og tryggi veitingar á meðan á fyrirhuguðu Íslandsmóti stendur dagana 13. - 23. apríl nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og íþróttaráðs til umsagnar.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Ég legg til að sá hluti erindisins sem snýr að stofnun skákfélags verði vísað til úrvinnslu íþróttaráðs.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar.

11.1107040 - Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Framtíðarhópur SSH (starfshópur 8)

Framkvæmdastjóri SSH og sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó mættu til fundar með kynningu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðri hefði þótt eðlilegt að fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Strætó bs. sæti fundinn undir þessum lið.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vek athygli á að þessi ábending kom að lokinni kynningunni og erfitt að bregðast við.

Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er sérkennilegt að hann hafi ekki verið boðaður á fundinn.

Guðríður Arnardóttir"

12.1202552 - Ósk um að Kópavogsbær ráði Nordjobbara til starfa sumarið 2012

Frá Norræna félaginu, dags. 24/2, óskað eftir þátttöku Kópavogsbæjar í verkefninu Nordjobb með því að ráða ungt fólk frá öðrum löndum til sumarstarfa.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

13.1202467 - XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

Frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24/2, drög að dagskrá 26. landsþings Sambandsins þann 23. mars nk.

Lagt fram.

14.1202575 - Auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 27/2, auglýsing eftir framboðum í stjórn sjóðsins.

Lagt fram.

15.1103386 - Stjórnsýslukæra vegna uppsagnar á starfi

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 22/2, óskað frekari upplýsinga varðandi stjórnsýslubreytingar sem tóku gildi 1. febrúar 2011.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

16.1202518 - Óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 23/2, óskað umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 258. mál.

Bæjarráð Kópavogs telur ekki ástæðu til að veita umsögn um frumvarpið og vísar því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

17.1110216 - Vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar 2012

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 28/2, umsögn varðandi fyrirhugaðar leiðakerfisbreytingar Strætó bs. og umferðaröryggisáætlun.

Lagt fram.

18.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 24/2

295. fundur

Lagt fram.

19.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 24/2

794. fundur

Lagt fram.

20.1201279 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis 27/2

169. fundur

Liður 1.1.17. Ómar Stefánsson óskar eftir frekari skýringum á aðkomu  Kópavogsbæjar að því máli. (Sjá mál 0812106)

Fundi slitið - kl. 10:15.