Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram frá byggingarfulltrúa að nýju, erindi Hildar Bjarndadóttur arkitekts, f.h. lóðarhafa Álftraðar 1, dags. 15.9.2015 þar sem skað er eftir heimild til að stækka bílskúr á norðvesturhorni lóðarinnar um 47m2 og verður hann 115 m2 eftir breytingu. Skv. tillögu verða innréttaðar tvær íbúðir í bílskúrnum, tvö bílastæði fyrir framan bílskúr tilheyra nýjum íbúðum. Bílskúr hækkar ekki og verður dreginn þrjá metra frá lóðamörkum til vesturs. Að auki verður byggður stigi á austurhlið íbúðarhússins og svölum bætt við til suðurs á 2. hæð. Fjórum nýjum bílastæðum er bætt við á austurhlið lóðarinnar sbr. uppdráttum dags. 15.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var erindinu frestað. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.