Frá lögfræðideild, dags. 22. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 16. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn GM Veitinga ehf., kt. 431115-0930, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Búðakór 1, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bókun:
"Ég vil þakka starfsfólki Austurkórs og menntasviðs fyrir góða frammistöðu í starfi við erfiðar aðstæður. Mikilvægt er að menntasvið móti tillögur með það að markmiði að koma í veg fyrir mönnunarvanda í leikskólum bæjarins í náinni framtíð.
Birkir Jón Jónsson"
Bókun:
"Bæjarráð tekur undir bókun Birkis Jóns Jónssonar."