- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð Kópavogs óskar eftir því að stjórn SSH láti skoða stórfellda aukningu sameiginlegra verkefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Greinargerð
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa góða reynslu af sameiginlegum rekstri á borð við Sorpu og Strætó. Sóknarfæri eru víða og er SSH kjörinn vettvangur til að kortleggja af fullri alvöru stórfellda aukningu á samstarfi milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hafa vart sýnileg bæjarmörk. Leiðarljósið skal vera betri nýting almannafjár.
Pétur Ólafsson"
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bendi sérstaklega á byggingareftirlit og heilbrigðiseftirlit.
Ómar Stefánsson"
Bæjarráð samþykkir tillögu Péturs Ólafssonar.
Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Undirritaður leggur til að öll listaverk í eigu bæjarins verði sett til miðlunar á netið.
Greinargerð.
Listaverkaeign bæjarins er talsverð en hún er að hluta til lokuð inn í geymslum. Líklegt má telja að flestar upplýsingar séu til eins og safnalög gera ráð fyrir um stærð, lögun og efni ásamt ljósmyndum. Hægur leikur væri að hlaða þessum myndum inn á netið, jafnvel mætti hugsa sér þetta sem sumarstarf fyrir ungmenni næsta sumar.
Pétur Ólafsson"
Rannveig Ásgeirsdóttir tekur undir tillögu Péturs Ólafssonar
Bæjarráð vísar tillögunni til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að við endurnýjun á bílakosti bæjarins næstu misseri verði fyrst og fremst horft til bifreiða sem ekki nota kolefnaeldsneyti, eða nota það í litlum mæli.
Greinargerð:
Nú fást á markaði rafmagns- og tengiltvinnbílar frá flestum helstu framleiðendum bifreiða. Verð slíkra kosta hefur farið lækkandi og rekstrarkostnaður er hverfandi borið saman við hefðbundna kolefnaeldsneytisbíla. Það eru mikilvæg skilaboð til samfélagsins að stór opinber aðili eins og Kópavogur taki ákvörðun sem þessa.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Öll bílakaup Kópavogsbæjar hafa tekið mið af því að minnka útblásturmengun og má benda á að eldsneytiseyðsla bílaflota Þjónustuvers hefur minnkað um helming á tveimur árum.
Ármann Kr. Ólafsson"
Bæjarráð vísar tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Lagt fram.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs og barnaverndarnefndar til umsagnar.
Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Ólafsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:
?Bæjarráð Kópavogs sér ekki ástæðu til að afturkalla nýsett náttúruverndarlög (L.nr. 60/2013) og leggst því gegn frumvarpinu.
Greinargerð:
Engin knýjandi rök eru fyrir afturköllun laganna, heldur er nú, líkt og var við samþykkt þeirra, ástæða til að fagna komandi gildistöku þeirra. Efling almannaréttar, ítrekun banns við utanvegaakstri, innleiðing varúðarreglunnar og aukin vernd náttúrufyrirbæra skipta öll miklu máli fyrir komandi kynslóðir. Ein stærsta atvinnugrein landsins, ferðaþjónustan, mun njóta góðs af lögunum og eflast með gildistöku þeirra. Sá tími á að vera liðinn í íslenskri lagasetningu að framkvæmdir og rask sem valda náttúruspjöllum hafi forgang gagnvart gildi náttúruverndar, útivistar og þess að tryggja að við búum komandi kynslóðum sambærileg gæði lands og við höfum notið.
Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Ólafsson"
Hjálmar Hjálmarsson tekur undir tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar og Péturs Ólafssonar
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.
Bæjarráð samþykkir samninginn en beinir því til stjórnar SSH að skerpt verði á skilgreiningu og skilning á gr. 2.5.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
Kl. 8:20 mætti Hjálmar Hjálmarsson til fundar.
Bæjarráð boðar fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn heilbrigðiseftirlits á næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir að minnisblað um mengun í Fossvogslæk verði lagt fram í ráðinu.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að
staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til frekari úrvinnslu.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður telur ekki tímabært að auglýsa lóðir til úthlutunar í Vatnsendahlíð.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel tímabært að auglýsa lóðir til úthlutunar í Vatnsendahlíð.
Ómar Stefánsson"
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Mitt mat er að starfsleyfi eigi að vera gefið út á Þríhnúka ehf. sem eru núverandi leyfishafar.
Ómar Stefánsson"
Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir taka undir bókun Ómars Stefánssonar.
Bæjarráð samþykkir að lýsa stuðningi við lagningu rafstrengs ofanjarðar og að gerður verði göngustígur að gígnum til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Hreint ehf.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Bæjarstjóri skýrði frá fundi með fulltrúum Samtaka iðnaðarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Samtaka iðnaðarins.
Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.