Bæjarráð

2747. fundur 23. október 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Margrét Júlía Rafnsdóttir tók sæti Ólafs Þórs Gunnarssonar á fundinum.
Margrét Friðriksdóttir tók sæti Hjördísar Ýr Johnson á fundinum.

1.1410330 - Hafraþing 6 og 8, framsal lóðarréttinda.

Frá lóðarhöfum Hafraþings 6 og 8, dags. 16. október, óskað heimildar til að framselja lóðirnar til North Team Invest ehf.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

2.1410017 - Skólanefnd, 20. október

76. fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

3.1403302 - Furugrund 3. Breytt notkun húsnæðis.

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 8.14.2014, f.h. lóðarhafa að breyttri nýtingu húsnæðis á lóð nr. 3 við Furugrund. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn frá menntasviði og Markaðsstofu Kópavogs.

Lagt fram bréf frá Snælandsskóla dags. 1.10.2014 þar sem spurst er fyrir um byggingaráform við Furugrund 3.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn menntasviðs dags. 17.10.2014 og Markaðsstofu Kópavogs dags. 16.10.2014.

Þá lögð fram lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Furugrund dags. 15.9.2014.


Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson samþykktu tillöguna.

Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir sátu hjá.

Lögð verður áhersla á að tillagan verði gerð aðgengileg á heimasíðu bæjarins.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem nær til Furugrundar 3. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar er varðar stækkun tennishallarinnar til austurs. Viðbygging verður 36,7 x 39 metrar að stærð eða 1432m2. Hæsti punktur hennar verður 10m en vegghæð 6m. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var málinu frestað og óskað eftir frekari tillögum frá umsóknaraðilum.

Lagt fram bréf frá Þresti Jóni Sigurðssyni f.h. Sporthússins dags. 13.8.2014.

Lagt fram ásamt uppfærðum teikningum að útliti hússins og fyrirkomulagi bílastæða dags. 10.9.2014.

Lögð fram tillaga frá Sigríði Kristjánsdóttur um að deiliskipulagstillagan verði samþykkt: Kristinn Dagur Gissurarson, Anna María Bjarnadóttir og Sigríður Kristjánsdóttir samþykkja tillöguna. Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Geirdal hafna tillögunni.

Lögð fram tillaga frá Sverri Óskarssyni um að deiliskipulagstillögunni verði hafnað: Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Geirdal samþykkja að deiliskipulagstillögunni verði hafnað. Kristinn Dagur Gissurarson, Anna María Bjarnadóttir og Sigríður Kristjánsdóttir eru á móti.

"Áður en frekari bygging mannvirkja verður leyfð í Kópavogsdal er mikilvægt að bæjaryfirvöld vinni heildarsýn um framtíðarnotkun dalsins."
Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afreiðslu og vísar málinu til sviðsstjóra menntasviðs og framkvæmdastjóra markaðsstofu Kópavogs til umsagnar. Þá óskar bæjarráð eftir umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs um kostnað vegna hugsanlegra framkvæmda Kópavogsbæjar.

5.1406416 - Þrymsalir 1. Einbýli í tvíbýli.

Lagt fram að nýju erindi Arinbjarnar Snorrasonar þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi við Þrymsali 1 í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þrymsala 2, 3, 5, Þrúðsala 1, 2 og Þorrasala 17. Kynningu lauk 29.9.2014. Athugasemdir bárust frá Guðmundi Erni Guðmundssyni, Þrymsölum 19, dags. 15.8.2014; frá Jóni Sigurðssyni, Þrymsölum 15, dags. 22.8.2014; frá Herdísi Björk Brynjarsdóttur, Þrymsölum 2, dags. 2.9.2014; frá Leifi Kristjánssyni, Þrymsölum 5, dags. 28.9.2014; frá Birni Inga Victorssyni, Þrymsölum 12, dags. 14.8.2014.


Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Margrét Júlía Rafnsdóttir samþykktu að hafna tillögunni.

Anna María Bjarnadóttir og Ása Richardsdóttir sátu hjá.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1410292 - Örvasalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Andra Freys Gestssonar dags. 14.10.2014 vegna breytts deiliskipulags Örvasala 1. Í breytingunni felst að farið er 1,4x5m út fyrir byggingarreit á suðurhlið og 2x6,4m á vesturhlið. Aukning á byggingarmagni er í heildina 19,8m2 sbr. uppdráttum dags. 6.10.2014.
Þá lagður fram uppdráttur dags. 6.10.2014 með skriflegu samþykki lóðarhafa Örvasala 2, 3, 4, 6, 8, 10 Öldusala 2 og 4.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa, sveitarfélagsins og þeirra sem veitt hafa samþykki fyrir breytingunni.

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1406119 - Almannakór 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Almannakór 2, 4, og 6. Í breytingunni felst að í stað þriggja einbýlishúsa verði byggð þrjú parhús. Byggingarreitur stækkar úr 16x17m í 16x20m, þ.e. á hverri lóð stækkar byggingarreitur um 1,5m á hvorri hlið. Tvö bílastæði verða fyrir hverja íbúð. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 400m2 í 450m2 og hámarkshæð verður 6,75m í stað 6,3m sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Kynningartíma lauk 6. ágúst 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ágústi Sverri Egilssyni og Soffíu G. Jónasdóttur, Akrakór 7 og Ármanni E. Lund og Sigríði Láru Guðmundsdóttur, Akrakór 14 sbr. bréf daga. 5. ágúst 2014; Óskari Þór Ólafssyni og Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur, Almannakór 3 sbr. bréf dags. 29. júlí 2014; Örnu G. Tryggvadóttur og Birgi Ingimarssyni, Almannakór 8 sbr. bréf dags. 30. júlí 2014; erindi frá íbúum Almannakór 3, 8, Aflakór 21, 23, Akrakór 7 sbr. bréf dag. 30. júlí 2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var málinu frestað.

Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir samþykktu að hafna framlagðri tillögu.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1407369 - Langabrekka 25. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga STÁSS akritekta fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Löngubrekku 25. Í tillögunni dags. 18. júní 2014 fellst að byggt er við neðri hæð núverandi einbýlishúss til vesturs um 60m2 viðbygging. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 18, 20, 21, 22, 23, 27, Álfhólsvegi 43, 43a, 45. Kynningu lauk 1.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1406468 - Melaheiði 19. Bílskúr. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóhanns Magnúsar Kristinssonar, dags. 13.6.2014, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr á lóðinni Melaheiði 19. Í breytingunni felst að stækka við bílskúr til suðurs um 2,7 m eða 17,2 m2. Einnig er verði reist 23m2 opið bílskýli fyrir framan bílskúr á lóðamörkum sbr. uppdráttum dags. 26.4.2014 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21.7.2014 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Melaheiði 17 og 21 ásamt Álfhólsvegi 90, 92 og 94. Kynningu lauk 3.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1410012 - Skipulagsnefnd, 20. október

1247. fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.

11.1409020 - Skipulagsnefnd, 6. október

1246. fundargerð í 1 lið
Lagt fram.

12.1410006 - Lista- og menningarráð, 16. október

32. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

13.1410013 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 15. október

29. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

14.1410016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 16. október

132. fundargerð í6 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

15.1410009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 9. október

131. fundargerð í 6 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

16.1409481 - Fróðaþing 44. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. október, lögð fram umsókn um lóðina Fróðaþing 44 frá Ágústu Hlín Gústafsdóttur kt. 110474-4319 og Finn S. Magnússyni kt. 060166-3159. Umsækjandi hefur skilað inn afriti skattframtals 2014, yfirlýsingu banka og frekari gögn sem varða málið. Báðir aðilar eru skuldlausir við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Fróðaþing 44 til umsækjanda.
Bæjarráð mælir með því við bæjarstjórn með fimm atkvæðum að samþykkja úthlutun lóðarinnar.

17.1410372 - Snjómokstur í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, dags. 22. október, upplýsingar um snjómokstur í Kópavogi.
Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð harmar að ekki skuli hafa verið rétt brugðist við því ástandi sem skapaðist á þriðjudagsmorgun þegar söltun og snjómokstur hófst ekki á réttum tíma, með tilheyrandi vandræðum Kópavogsbúa. Nauðsynlegt er að leggja áherslu á að verkferlar verði yfirfarnir og það tryggt að þetta ástand skapist ekki aftur.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er ljóst að Kópavogsbær brást íbúum sínum í snjó- og hálkuvörnum sl. þriðjudag. Þrátt fyrir slæma veðurspá og ítrekaðar aðvaranir Strætó þá var ekki gripið til viðeigandi ráðstafana. Miklar tafir og tjón hlutust af þessum mistökum. Endurskoða þarf verkferla og vinnubrögð, bæjarráð þarf að hafa forgöngu um að slíkt verði gert.
Birkir Jón Jónsson"

18.1410352 - Óskað eftir árlegu viðbótarframlagi frá Kópavogsbæ

Frá Skákstyrktarsjóði Kópavogs, ódagsett, óskað eftir viðbótarframlagi til sjóðsins að upphæð 500.000,- kr. árlega.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

19.1410282 - Óskað eftir samstarfssamningi við Kópavogsbæ

Frá Specialisterne á Íslandi, dags. í október, óskað eftir samstarfssamningi við Kópavogsbæ.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

20.1410311 - Framlenging samnings um rekstur líkamsræktar í laugum Kópavogsbæjar

Frá GYM heilsu ehf., dags. 14. október, óskað eftir a.m.k. átta ára samningi um rekstur líkamsræktar í sundlaugum Kópavogs, með mögulegri framlengingu til fjögurra ára.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

21.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 15. október, eftirfylgni með úttekt á Álfhólsskóla.
Lagt fram.

22.1410339 - Frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál. Beiðni um umsögn

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 17. október, óskað umsagnar um frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

23.1410334 - Frumvarp til laga um vegalög, 157. mál. Beiðni um umsögn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. október, óskað umsagnar um frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

24.1410309 - Öflun upplýsinga um kostnað barnafjölskyldna. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur.

Frá bæjarritara, tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttir, sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs. Tillagan er eftirfarandi:
"Kópavogsbær afli upplýsinga um kostnað barnafjölskyldna í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar daggæslu, leikskóla, dægradvöl í grunnskólum og skólamáltíðir og beri saman við kostnað barnafjölskyldna í Kópavogi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum með þeirri viðbót að aflað verði upplýsinga um kostnað hjá Árborg og Akureyri.

25.1408201 - Staða byggingarframkvæmda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. október, lagður fram listi yfir úthlutaðar lóðir, þar sem ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi og tillaga um að óskað verði eftir framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

26.1410350 - Lóðagjöld, endurskoðun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. október, tillaga að breytingu á yfirtökugjöldum við úthlutun lóða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

27.1410076 - Úthlutunarreglur vegna byggingarréttar fyrir íbúðarhúsnæði

Frá lögfræðideild, dags. 21. október, lögð fram drög að úthlutunarreglum, annars vegar vegna lóða til einstakling til eigin nota og hins vegar fyrir lögaðila. Lagt er til að bæjarráð samþykki drögin.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

28.1410195 - Hestheimar 14-16. Sprettur ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 15. október, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 14. október, þar sem óskað var umsagnar um umsókn Spretts rekstrarfélags ehf. kt. 580713-0680 Hestheimum 14-16, 203 Kópavogi um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitinga/samkomusal til útleigu með eða án veitinga í flokki II, á staðnum Veitingasalur Spretts, Hestheimum 14-16, , 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

29.1410258 - Hlíðarsmári 15, Parma pizzeria ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 14. október, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogs, dags. 14. október, þar sem óskað var umsagnar um umsókn Parma pizzeria ehf., kt. 491014-1210 um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki II, á staðnum Italiano pizzeria, Hlíðarsmára 15, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti og staðfesti að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

30.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. október, lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun við að fullgera bygginguna í Guðmundarlundi.
Lagt fram.

31.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Frá sviðsstjórum stjórnsýslu-, mennta- og umhverfissviðs, lögð fram að nýju drög að samningi við Skógræktarfélag Kópavogs um framkvæmdir við frístundahús í Guðmundarlundi. Á fundi bæjarráðs þann 16. október var málinu vísað til næsta fundar ráðsins.
Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn og bókun:
"Ljóst er að byggingarkostnaður frístundahúss við Guðmundarlund verður gífurlegur ef marka má áætlanir. Gert er ráð fyrir að Kópavogsbær eigi enn eftir að setja 62,1 m.kr. til verksins og er þá heildarkostnaður við bygginguna 135,2 m.kr. Húsið er 255 fm þannig að byggingakostnaður per fm er rúmar 530 þúsund krónur. Af þessu tilefni legg ég fram eftirfarandi spurningar:
Óskað er eftir sundurliðun áfallins kostnaðar vegna byggingar frístundahússins en hann er áætlaður 73,1 m.kr.
Hver hafa fjárframlög Kópavogsbæjar til Skógræktarfélagsins verið árin 2009 ? 2014?
Hver mun hafa eftirlit með byggingarframkvæmdum við að fullgera húsið?
Hver mun greiða rekstrarkostnað húsnæðisins eftir að það hefur verið tekið í notkun? Liggja fyrir áætlanir hver árlegur rekstrarkostnaður verður.
Hver mun sjá um starfsemina sem í húsinu verður? Liggja fyrir áætlanir um árlegan kostnað vegna þeirrar starfsemi?
Hvernig var hlutfall eignahluta reiknað út skv. þessu samkomulagi.
Ég tel brýnt að nýkjörin bæjarstjórn fái svör við þessum spurningum áður en lengra er haldið. Hér er um gríðar miklar fjárhæðir að ræða sem greiddar verða af almannafé og því mikilvægt að kjörnir fulltrúar hafi öll þau gögn fyrir hendi sem málinu viðkemur.
Birkir Jón Jónsson"

Bæjarráð vísar drögunum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundi slitið.