Bæjarráð

2692. fundur 20. júní 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1305519 - Opið bréf til sveitarstjórna um nauðungarsölur

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna, dags. 18. júní, athugasemdir við álit lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi nauðungarsölur á fasteignum.

Lagt fram.

2.1306631 - Þakkir vegna 17. júní hátíðarhalda. Bókun frá Rannveigu Ásgeirsdóttur.

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð vill færa þakkir til allra þeirra sem komu að undirbúningi og glæsilegri framkvæmd 17. júní hátíðarhalda í Kópavogi árið 2013.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

3.1306629 - Könnun um bæjarfjall. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Tillaga frá Ómari Stefánssyni:

"Legg til að gerð verði könnun á heimasíðu Kópavogsbæjar um hvaða fjöll komi til greina sem opinbert bæjarfjall Kópavogs.  Meðal þeirra fjalla sem verði hægt að velja um verði Bláfjöll, Selfjall og önnur fjöll sem umhverfisfulltrúi telur koma til greina.

Ómar Stefánsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

4.1306626 - Hlaupið gegn einelti. Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að fela forvarna- og frístundanefnd og íþróttaráði í samstarfi við Markaðsstofu Kópavogs að undirbúa barna- og unglingahlaup gegn einelti.

Greinargerð: Einelti er vágestur sem lætur lítið yfir sér, en sem betur fer þá hefur hann smám saman verið að koma úr felum, og úrræðum sem ætlað er að vinna gegn honum fer fjölgjandi. Grunnskólar Kópavogs hafa markvisst verið að vinna gegn þessum vágesti og ýmsir hafa lagt sitt af mörkum til þess að sporna við honum.  Hlaupi þessu er ætlað að vekja athygli á skaðsemi eineltis og hvetja foreldra, börn og unglinga til þessa að halda vöku sinni og hrekja þennan óvin á flótta. Miðað skal við að hlaupið verði í upphafi næsta skólaárs og skipulag þess unnið í samvinnu bæjarins, stofnana og annarra sem vilja leggja málefninu lið.

Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Minni á framkvæmd eineltisstefnu og eineltisáætlunar Kópavogsbæjar sem þegar hefur verið samþykkt.

Hjálmar Hjálmarsson"

5.1306471 - Ársskýsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. 2012.

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 12. júní, ársskýrsla fyrir árið 2012.

Lagt fram.

6.1306375 - Fundartímar bæjarráðs og bæjarstjórnar sumarið 2013

Frá formanni bæjarráðs, dags. 13. júní, tillaga að fundartímum bæjarráðs og bæjarstjórnar í júlí og ágúst.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.1306374 - Kópavogsbraut 1b,fyrirspurn vegna aðgerða gegn hávaða.

Frá Ólafi Runólfssyni, fyrirspurn varðandi fyrirhugaða aðgerðaáætlun bæjarins gegn hávaða.

Bæjarrað vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

8.1302256 - Beiðni um styrk til útgáfu Forvarnabókarinnar

Frá Fræðslu og forvörnum, dags. 8. febrúar, óskað eftir styrk til útgáfu Forvarnabókarinnar um ávana- og vímuefni.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

9.1306493 - Styrktarsjóður EBÍ. Umsókn úr sjóðnum 2013.

Frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 11. júní, upplýsingar til aðildarsveitarfélaga varðandi umsóknir til styrktarsjóðs félagsins sem skulu berast fyrir ágústlok.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

10.1306006 - Atvinnu- og þróunarráð, 12. júní

14. fundur

Lagt fram.

 

Guðríður Arnardóttir óskaði fært til bókar að hún taki undir með ráðinu um að því verði sett erindisbréf.

11.1305690 - Eftirlit með kattahaldi í Kópavogi. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Frá Heilbrigðiseftirlitinu, dags. 12. júní, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 30. maí sl. varðandi eftirlit með kattahaldi.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð þakkar svarið og óskar eftir skriflegri greinargerð bæjarlögmanns á hugsanlegum sektarákvæðum vegna lausagöngu katta ef reglum um kattahald er ekki framfylgt.  Leggur jafnframt til að lausaganga katta verði bönnuð á varptíma fugla.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1304352 - Notkun opins hugbúnaðar. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 19. júní, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 18. apríl sl.

Lagt fram.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þakka greinargott svar og bíð fullur tilhlökkunar boðaðrar skýrslu í ágúst.

Ómar Stefánsson"

13.1306498 - Hagasmári 1, Adesso ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um breytingu á fyrra rekstrarleyfi.

Frá bæjarlögmanni, dags. 18. júní, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 14. júní, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Adesso ehf., kt. 500102-3060, um breytingu á rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki II með útiveitingum, á staðnum Cafe Adesso, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

14.1306534 - Austurkór 15 - 33. Beiðni um framsal á Austurkór 15 - 33

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 18. júní, umsögn um beiðni Procura ehf. um heimild til framsals á Austurkór 15 - 33. Lagt er til að bæjarráð verði við erindinu.

Bæjarráð samþykkir að heimila framsal á Austurkór 15 - 33.

15.1306233 - Vatnsendahlíð, yfirtökugjöld.

Frá bæjarstjóra, lagt fram lögfræðiálit vegna yfirtökugjalda í Vatnsendahlíð, mál sem frestað var í bæjarráði þann 13. júní.

Lagt fram.

16.1306008 - Forvarna- og frístundanefnd, 13. júní

17. fundur

Lagt fram.

17.1306013 - Félagsmálaráð, 18. júní

1353. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.