Frá lögfræðideild, dags. 12. nóvember, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Alvars Óskarssonar, kt. 231169-4669, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, á staðnum Alvöru Apartments, að Hlíðarvegi 50, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2 gr. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu, eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins, sé heimil.