- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Spurningar og svör um uppbyggingaráform í miðbæ Kópavogs, Hamraborgarsvæði.
Algengar spurningar um uppbyggingaráform á miðbæjarsvæði Kópavogs, Hamraborgarsvæðið.
Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður.
Allt að 550
Verkfræðiskrifstofurnar Efla og Örugg verkfræðistofu hafa gert vindgreiningar fyrir skipulagssvæðið sem sýna sambærilega niðurstöðu að veðuraðstæður verða betri heilt yfir á svæðinu nái skipulagstillagan fram að ganga. Ljóst er að þörf verður á mótvægisaðgerðum á ákveðnum svæðum.
Mótvægisaðgerðir verða útfærðar nákvæmlega á hönnunarstigi, en þær verða í formi skermunar, stöllunar, útskota, skyggnis og notkun gróðurs eru til þess fallinn að geta dreift og dregið úr vindhraða. Val á mótvægisaðgerðum miðast við vindaðstæður á ákveðnu svæði og hvaða aðstæður er verið að reyna að skapa og fyrir hvaða notkun s.s. setu, standandi, röltandi eða gangandi.
Í tillögu að nýju skipulagi er áhersla lögð á að nýta sólarljósið og dagsbirtu sem best, með áherslu á björtustu mánuði ársins.
Niðurstaða umferðarsérfræðinga er að skipulagssvæðið ræður við fyrirhugaða þéttingu. Tvær línur Borgarlínu munu þar að auki fara um svæðið og bæta samgöngur um svæðið enn frekar.
Það er mat skipulagsyfirvalda í Kópavogi að svo sé. Svæðið er miðbæjarsvæði Kópavogs og fyrirhuguð uppbygging tekur mið af því hlutverki, með þéttri byggð og húsnæði fyrir þjónustu og rekstur. Þá munu tvær leiðir Borgarlínu fara um svæðið og bæta aðgengi enn frekar en nú er.
Gert er ráð fyrir því að börnin fari í Kópavogsskóla og þar eru stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Nokkrir leikskólar eru í næsta nágrenni og sömuleiðis stækkunarmöguleikar. Því verður hægt að tryggja nýjum íbúum sömu þjónustu og veitt er í dag.
Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um með nákvæmum hætti hvenær framkvæmdir hefjast og liggur dagsetning því ekki fyrir. Þegar endanleg tillaga að skipulagi liggur fyrir er farið í að gefa út nákvæma framkvæmdaáætlun þar sem mun koma fram hvenær hver og einn framkvæmdafasi hefst og hvenær honum lýkur.
Verða íbúar í grennd við framkvæmdasvæðið upplýstir um nákvæmar tímasetningar þegar framkvæmdaráætlunin liggur fyrir.
Framkvæmdaáætlun liggur ekki fyrir en gerð hafa verið drög þar sem framkvæmdum er skipt í þrjá fasa.
Búin verða til tímabundin bílastæði á meðan á framkvæmdum stendur með það að sjónarmiði að íbúar í nágrenni skipulagssvæðis hafi aðgang að bílastæðum á meðan á framkvæmdum stendur. Stæði fyrir hreyfihamlaða verða tryggð á framkvæmdatíma í samræmi við gildandi reglur.
Þegar framkvæmdum við bílakjallara í framkvæmdafasa 1 er lokið verða bílastæði aðgengileg í bílakjallara og bílastæði fyrir hreyfihamlaða verða við austurgafl Fannborgar 8. Jafnframt er gert ráð fyrir að bílastæði fyrir hreyfihamlaða verði við norðurenda Hamraborg 10, milli Hamraborgar 10 og Hamraborgar 8 og á núverandi bílastæði við Fannborg 2. Almenn bílastæði og bílastæði fyrir hreyfihamlaða verða einnig í bílakjallara undir Sólartorgi og í bílakjallara undir Fannborgarreit B1-1.
Samráð er við Vatnsveitu Kópavogs og Veitur um að styrkja við stofnæðar rafveitu og fráveitu á skipulagssvæðinu.
Aðgengi að Fannborg 8 verður tryggt á framkvæmdatíma.
Við hlið trappanna við mannlífsásinn er staðsett lyfta sem er opin almenning og tryggir stiglaust aðgengi fólks milli almenningsrýmanna annars vegar og frá bílakjallara hins vegar. Til að tryggja aðgengi allra enn frekar er fyrirhugaður rampur milli Sólartorgs og Hálsatorgs. Rampurinn verður hannaður samkvæmt leiðbeiningum byggingarreglugerðar.
Verið er að skoða möguleika á gjaldskyldu á svæðinu en engin útfærsla liggur fyrir. Núverandi samningar við íbúa svæðisins verða hafðir til hliðsjónar.
Aðgengi fyrir neyðarbifreiðar verður tryggt á framkvæmdatíma.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin