Atvinnu- og upplýsinganefnd

325. fundur 06. júlí 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1007100 - Kynning á hlutverki Atvinnu- og upplýsinganefndar

Skrifstofustjóri fór yfir hlutverk nefndarinnar, sýndi stöðu hennar í skipuriti bæjarins og kynnti drög að samþykktum fyrir nefndina. Nefndin ákvað að fjalla um samþykktirnar síðar.

2.1001050 - Atvinnufulltrúi, samstarf við Vinnumálastofnun

Undir þessum lið sátu fundinn Gerða Björg Hafsteinsdóttir og Þorsteinn Ingimarsson atvinnufulltrúar fundinn. Kynntur var samningur Kópavogsbæjar og VMST um staðbundna atvinnumiðstöð Í Kópavogi og atvinnufulltrúarnir greindu frá störfum sínum í atvinnumiðstöðinni.

3.1007119 - Samningur um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Undir þessum lið sat fundinn Linda Udengaard, deildarstjóri menningardeildar, en hún er fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins. Samstarf í ferðamálum á höfuðborgarsvæðinu byggir á samstarfssamningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2005 og vinna deildarstjóri menningardeildar og skrifstofustjóri stjórnsýslusviðs saman að fullnustu þess samnings, aðallega með kynningu menningarstofnana, íþótta- og útivistarmöguleika og verslunar og þjónustu í Kópavogi.

4.912414 - Upplýsingatæknimál

Undir þessum lið sátu fundinn Sæmundur Valdimarsson, deildar stjóri UT deildar, og Bent Marinósson, vefstjóri. Þeir greindu frá undirbúningi við endurgerð upplýsingavefs bæjarins og fjölluðu um upplýsingatæknimál almennt.

5.1007115 - Sjávarútvegssýningin 2011

Fyrir liggja drög að samningi milli Kópavogsbæjar og Merkatomedia um að halda Íslensku sjávarútvegssýninguna í Fífunni og Smáranum 22. - 24. september 2011.

Nefndin mælir með því við bæjarráð að samningurinn verði staðfestur.

6.912414 - Önnur mál

Nefndin óskar eftir því við deildarstjóra UT deildar að gerð verði úttekt á möguleikum þess að taka í notkun opin hugbúnað hjá Kópavogsbæ. Sérstaklega verði skoðað hvort ná megi fram sparnaði í rekstri hugbúnaðarkerfa í skólum og leikskólum og hvor ná megi fram sparnaði með opnum hugbúnaði á skrifstofum bæjarins (ritvinnslu, töflureiknum o.þ.h.)

Fundi slitið - kl. 19:15.