Fréttir & tilkynningar

Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs

Úthlutunarreglur skýrari og ótvíræðari

Reglur Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði eru mun skýrari og ótvíræðari nú en þær voru árið 2005. Því ættu ágreiningsatriði þau sem fram koma í dómi Hæstaréttar frá því fyrir jól ekki að rísa aftur.
Þessi mynd er tekin á íþróttahátíðinni í upphafi árs 2012. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, íþróttakona…

Kári Steinn og Kristjana Sæunn íþróttafólk ársins

Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum við hátíðlega athöfn síðdegis í dag.
Strætisvagn á ferð og flugi um Kópavog

Rauntímakort Strætó sýnir staðsetningu vagna

Með nýju rauntímakorti á vef Strætó bs. er nú hægt að fylgjast með ferðum strætisvagna í rauntíma. Þannig geta strætófarþegar með hjálp nýjustu tækni séð hvar vagninn sem þeir ætla að taka sér far með er staddur á hverjum tíma. GPS-búnaður sem nú er um borð í öllum vögnum gerir farþegum kleift að fylgjast með ferðum vagnanna á vef strætó.
Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Ger…

Íþróttahátíð í Kópavogi

Íþróttahátíð Kópavogs verður haldin miðvikudaginn 4. janúar nk. kl. 18:00 í Salnum í Kópavogi. Á hátíðinni verður lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2011.