Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

17. fundur 23. september 2024 kl. 16:15 - 17:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Magnús Þorsteinsson aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
  • Salóme Mist Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður velferðarsviðs
  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá
Um er að ræða sameiginlegan fund með velferðarráði Kópavogs.

Almenn mál

1.2402420 - Erindi frá notendaráði í málefnum fatlaðs fólks til skipulagsráðs

Lagt fram svar umhverfissviðs dags. 26.6.2024 við erindi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks vegna deiliskipulags.

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks lýsir yfir áhyggjum af miklum töfum á framkvæmdum á Fannborgarreit og tengdum reitum í miðbæ Kópavogs og áhrifum þeirra á aðstæður íbúa á svæðinu sem um ræðir. Ráðið skorar á bæjaryfirvöld og lóðarhafa að hraða því eins og kostur er að leggja fram áætlanir um framkvæmdir til að losa íbúa úr þeirri óvissu sem nú ríkir.

Gestir

  • Auður Kristinsdóttir, skipulagsfulltrúi - mæting: 16:15
  • Guðrún Finnbogadóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Almenn mál

2.2403081 - Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Lagðar fram til kynningar niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stuðnings- og stoðþjónustu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:27.