Dalaþing 13

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi í Kópavogi.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 13. apríl 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 13. Í gildandi deiliskipulagi er á lóðinni gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breyttri tillögu felst að komið verði fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með vegi og bílastæðum miðlægt á lóðinni. Parhúsin, Dalaþing 13a og 13b, er áætlað 400 m2 að flatarmáli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og fjórum bílastæðum á lóð. Einbýlishúsið, Dalaþing 13c, er áætlað um 220 m2 að flatarmáli á einni hæð með innbyggðum bílskúr og þremur bílastæðum á lóð. Einbýlishúsið, Dalaþing 13d, er áætlað um 210 m2 að flatarmáli á einni hæð með þremur bílastæðum á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og verður nýtingarhlutfall eftir breytingu 0,25

Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar var áður auglýst í ágúst árið 2019. Ofangreind tillaga er breytt að því leiti að byggingarreitum fyrirhugaðra húsa hefur verið breytt og staðsetning þeirra endurskoðuð til að koma til móts við sjónarmið hagsmunaðila.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 26. mars 2021. Nánar er vísað til kynningargagna.

Kynning hefst þann 8. maí 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 föstudaginn 25. júní 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Dalaþing 13
Tímabil
8. maí 2021 - 25. júní 2021