Velferðar- og mannréttindaráð

2. fundur 10. febrúar 2025 kl. 16:15 - 17:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal, aðalmaður boðaði forföll og Anna Klara Georgsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Almenn erindi

1.24093318 - Málstefna Kópavogsbæjar

Málstefna lögð fram til kynningar og umsagnar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna. Umsögn ráðsins um málstefnu er freastað til næsta fundar.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.2002676 - Endurmat velferðarstefnu

Stefnustjóri kynnir ferli við enduramt á stefnum Kópavogsbæjar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Ráðgjafar

3.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur ásamt tilgreindum fylgiskjölum.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði sex mánaða samningur um samræmda móttöku flóttafólks og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar í bæjarstjórn. Ráðið leggur áherslu á að ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga ljúki endurskoðun á ákvæðum samnings um samræmda móttöku með vísan til samráðshóps sem starfandi var á árinu 2024.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 17:46

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

4.25012384 - Opnir íbúa- og samráðsfundir

Lögð fram tillaga að dagsetningu og fyrirkomulagi fyrir opinn íbúa- og samráðsfund vegna þjónustu við eldra fólk í Kópvogi.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti framkomna tillögu að opnum íbúa- og samráðsfundi vegna þjónustu við eldra fólk.

Almenn erindi

5.2302384 - Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs

Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs september til desember 2024.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að fá yfirlit yfir lengd biðtíma eftir félagslegri þjónustu: Hversu lengi hafa þeir beðið sem hafa verið lengst á biðlista eftir þjónustu velferðarsviðs?

Almenn erindi

6.24121258 - Styrkbeiðni Bjarkarhlíð fyrir árið 2025

Lögð fram til afgreiðslu beiðni um rekstrarstyrk vegna ársins 2025 frá Bjarkarhlíð.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að veita Bjarkarhlíð rekstrarstyrk að upphæð kr. 500.000kr.- fyrir árið 2025 gegn framvísun ársreiknings.

Almenn erindi

7.2502216 - Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður Pírata í velferðar- og mannréttindaráði óskar eftir að upplýsingum um viðaukabeiðnir

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður Pírata í velferðar- og mannréttindaráði óskar eftir að lagðar verði fram þær viðaukabeiðnir sem farið hafa frá velferðarsviði til bæjarstjóra það sem af er kjörtímabili.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til úrvinnslu hjá sviðsstjóra velferðarsviðs.

Almenn erindi

8.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:55.