Velferðar- og mannréttindaráð

1. fundur 27. janúar 2025 kl. 16:15 - 18:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga G. Halldórsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Almenn erindi

1.24111895 - Fyrirspurn varðandi atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá stofnunum bæjarins

Björg Baldursdóttir formaður velferðarráðs lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:



Er hafin vinna að áætlun eða stefnu um atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá stofnunum bæjarins? Ef svo er þá óskar undirrituð eftir að fá kynningu á því inn í velferðarráð. Ef ekki - hvenær er það áætlað?



Minnisblað mannauðsstjóra dags. 23.1.2025 lagt fram.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu. Ráðið lýsir yfir ánægju með að skv. aðgerðaáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2025 verði ráðist í mótun viðmiðs og verklags hvað varðar atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá starfsstöðvum Kópavogsbæjar. Ráðið óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi aðgerðarinnar á árinu.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Kópavogsbæjar - mæting: 16:16

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

2.24121894 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 9.12.2024, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:27

Skrifstofa Ráðgjafar

3.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Umræða um stöðu mála hvað varðar endurnýjun samnings um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi. Meðfylgjandi eru gögn sem lágu fyrir fundi velferðarráðs 25.3.2024 þegar samningurinn var endurnýjaður síðatliðið vor og minnisblað skrifstofustjóra dags. 27.1.2025.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir yfirferð á stöðu mála.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:35

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

4.24111893 - Fyrirspurn varðandi húsnæði fyrir dagþjónustu við einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingar í velferðarráði

Erlendur Geirdal áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Velferðarráði lagði fram fyrirspurn:



Mikil og vaxandi þörf er í samfélaginu fyrir þjónustu við fólk með heilabilun og nú eru 60 manns á biðlista eftir þjónustu hjá Seiglunni á St. Jósefsspítala, sem er fyrsta úrræði fyrir fólk sem er skammt á veg komið í sínum heilabilunarsjúkdómi.



Mun Kópavogsbær koma til móts við þessa þörf með því að leggja til húsnæði fyrir dagþjónustu við einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm?



Minnisblað skrifstofustjóra dags. 24.1.2025 lagt fram.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna.

Almenn erindi

5.25012195 - Jafnréttis- og mannréttindamál í Kópavogi

Karítas Eik Sandholt lögfræðingur kynnir verkefni tengd jafnréttis-og mannréttindamálum í Kópavogi.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Karítas Sandholt, lögfræðingur - mæting: 16:48

Almenn erindi

6.2002676 - Aðgerðaáætlun velferðarsviðs 2024

Sviðsstjóri og verkefnastjóri velferðarsviðs kynna framgang aðgerða í aðgerðaáætlun velferðarsviðs vegna ársins 2024.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna.

Almenn erindi

7.2002676 - Aðgerðaáætlun velferðarsviðs 2025

Sviðsstjóri og verkefnastjóri velferðarsviðs kynna aðgerðaáætlun velferðarsviðs vegna ársins 2025.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna.

Almenn erindi

8.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

9.25012384 - Opnir íbúa- og samráðsfundir

Velferðar-og mannréttindaráð óskar eftir að á næsta fundi ráðsins verði lögð fram tillaga að heppilegri dagsetingu fyrir fyrirhugaðan opinn íbúa- og samráðsfund vegna þjónustu við eldra fólk í Kópavogi. Einnig að fylgt verði eftir bókun fundar jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 30.10.2024 um opinn íbúafund.
Máli vísað til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

10.2412008F - Öldungaráð - 27. fundur frá 16.12.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:08.