Skipulagsráð

167. fundur 15. júlí 2024 kl. 15:30 - 18:04 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Axel Þór Eysteinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2406015F - Bæjarráð - 3180. fundur frá 04.07.2024

2406003F - Skipulagsráð - 166. fundur frá 01.07.2024



2405282 - Vatnsendahvarf - gatnagerð. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



2402169 - Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



24032185 - Kjóavellir- garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



24061530 - Hörðuvellir- Tröllakór. Breytt skipulagsmörk.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



23091637 - Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



24041296 - Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

2.24071219 - Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Rammahluti Vífilsstaðalands og deiliskipulag Hnoðraholts norður. Umsagnarbeiðni um tillögu á vinnslustigi.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 7. júní 2024 um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir rammahluta Vífilsstaðalands og deiliskipulagi fyrir Hnoðraholts norður. Í breytingu á Aðalskipulagi 2016-2030 felst að hámarksfjölda íbúða á svæðinu fjölgi úr 2.470 í 2.700. Í breytingu á deiliskipulagi felst að götunöfnum verði breytt, breyting á legu stígs meðfram sveitarfélagsmörkum, stytting á tveimur botnlangagötum, fyrirhuguð einbýlishús verði parhús í nokkrum tilfellum, fjölbýlishús verði hækkuð um eina hæð og tvær lóðir verði minnkaðar.

Skýringartöflur vegna breytinga á Rammahluti Vífilsstaðalands dags. 29. maí 2024 og uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 8. júlí 2024.

Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu á vinnslustigi en óskar eftir að á síðari stigum fylgi tillögunni uppfærðar umferðargreiningar m.t.t. umferðarlausna- og tenginga við Arnarnesveg í Kópavogi um Leirdalsop.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjálmsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

3.23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Megintilgangur deiliskipulagstillögunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls.

Uppdrættir á tveimur blöðum í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 12. júlí 2024. Einnig lögð fram fundargerð frá samráðsfundi með Sunnuhlíðarsamtökum dags. 11 júlí 2024.

Orri Gunnarsson umferðar- og skipulagsfræðingur frá VSÓ ráðgjöf gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 16:00

Almenn erindi

4.24053112 - Kópavogstún. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns dags. 15. júlí 2024. Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagssvæðisins færast til suðurs og vestur og munu liggja að deiliskipulagssvæði nýs deiliskipulags göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Ekki eru gerðar aðrar breytingar á deiliskipulaginu.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 12. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.23111613 - Göngu- og hjólastígar um Ásbraut, Hábraut og Hamraborg. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Ásbrautar dags. 12. júlí 2024. Markmið með deiliskipulagsvinnunni að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.24041420 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Fífuhvammsvegur við Dalveg og Reykjanesbraut.

Lögð fram að nýju umsókn Ármanns Halldórssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 25. mars 2024 um framkvæmdaleyfi skv. 5. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir endurnýjun þriggja gatnamóta á Fífuhvammsvegi við Dalveg og Reykjanesbraut. Skipta þarf út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri ljósastýrðum. Um er að ræða óveruleg frávik við breytingar á gatnamótum án þess að gerðar séu breytingar á akstursefnum. Framkvæmdirnar eru umferðartæknilegar endurbætur á gatnamótum í þágu bætts umferðaröryggis og flæðis. Á fundi skipulagsráðs 1. júlí sl. var umsóknin lögð fram að lokinni kynningu ásamt þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma, afgreiðslu var frestað og málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2407481 - Dalsmári 9-11. Umsókn um stækkun lóðar og auknar byggingarheimildir.

Lögð fram umsókn Mardísar Möllu Andersen byggingarfræðings dags. 11. júlí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9-11 við Dalsmára um stækkun lóðarinnar og auknar byggingarheimildir. Sótt er um stækkun lóðarinnar um 3380 m² til norðurs fyrir 3.528 m² nýbyggingu á tveimur hæðum ásamt 100 m² tengibyggingu við núverandi hús á lóðinni, samtals 3.628 m².

Uppfærðir uppdrættir í mkv. 1:1500, 1:500 og 1:200 dags. 11. júlí 2024.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. júní 2024.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um lóðarstækkun með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 11. júlí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.24061047 - Hjólabrettaskál. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Ármanns Halldórssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 12. júní 2024 ásamt fylgigögnum um framkvæmdaleyfi fyrir hjólabrettaskál í Kópavogsdal. Á fundi bæjarráðs þann 6. júlí 2023 samþykkt að vísa til skipulagsráðs til afgreiðslu tillögu að staðsetningu hjólabrettaskálar vestan Smárahvammsvallar. Á fundi skipulagsráðs þann 4. september 2023 var tillagan lögð fram ásamt umsögn skipulagsdeildar. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins.

Tillaga að staðsetningu lögð fram að nýju ásamt ofangreindri umsögn skipulagsdeildar dags. 31. ágúst 2023. Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsdeildar um umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 2. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að staðsetningu hjólabrettaskálar vestan Smárahvammsvallar í Kópavogsdal.

Almenn erindi

9.24061026 - Dalvegur 24. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Halldórs Einarssonar arkitekts dags. 9. júlí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Dalveg um breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að fyrsta hæð verði ekki inndregin, gera staðsetningu ramps á lóð leiðbeinandi og heimila 6. hæð innan gildandi byggingarreits.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

10.24053590 - Hamraendi 14-20. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 29. maí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda um 55 m² stækkun á hesthúsi.

Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 1. október 2009, breytt 29. maí 2024 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Axels Þórs Eysteinssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar.

Almenn erindi

11.2406784 - Kópavogsbraut 88. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ástu Birnu Árnadóttur arkitekts ódags. f.h lóðarhafa lóðarinnar nr. 88 við Kópavogsbraut þar sem óskað er eftir að byggja 100 m² bílgeymslu við lóðarmörk á suðausturhluta lóðarinnar með þremur bílskúrshurðum með útkeyrslu út á Kópavogsbraut. Við breytinguna eykst nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,18 í 0,22.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 25. júní 2024.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með tilvísun í minnisblað skipulagsdeildar dags. 25. júní 2024.

Almenn erindi

12.2406414 - Hraunbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Vífils Magnússonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið einbýlishússins á lóðinni fyrir nýja bílageymslu með sólstofu ofan á. Heildarstærð viðbyggingarinnar er 87,6 m². Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst úr 246,6 í 334,2 við breytinguna og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,26 í 0,35.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-11, 12, 14 og 16 við Hraunbraut.

Almenn erindi

13.2406306 - Þverbrekka 8A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 8A við Þverbrekku um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir 15,5 m² sólstofu á suðurhlið hússins.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 20. nóvember 2015 og uppfærðir 4. mars 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 25, 27, 29 og 31 við Fögrubrekku.

Almenn erindi

14.2407272 - Hlégerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. júní 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 16,4 m² viðbyggingu ásamt 15 m² geymslu á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,31. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 28. apríl 2024. Þá lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2024
Skipulagsráð samþykkir að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 2, 4, 8, 10 og 12 við Hlégerði og nr. 63 og 65 við Borgarholtsbraut.

Almenn erindi

15.24051460 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 3. maí 2024 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 20,4 m² útigeymslu á suðurhluta lóðar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,29 með tilkomu útigeymslunnar. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. mars 2024.

Þá eru lögð fram viðbótargögn frá umsækjenda dags í júlí 2024 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 11. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 64, 64A, 66, 70 og 72 við Álfhólsveg.

Almenn erindi

16.24021690 - Smiðjuvegur 76. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Nordic Office of Architecture ehf. dags. 9. júlí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 76 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið verði fyrir 1093m2 viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni. Lóðarmörk breytast í samræmi við fyrirhugaða viðbyggingu og stækka til norðausturs og mörk skipulagssvæðis breytast einnig í samræmi við tillöguað lóðarstækkun. Lóðin fer úr 6049m2 í 7471,3m2, heildar byggingarmagn fer úr 3012.7m2 í 4105.7m2 og nýtingarhlutfall fer úr 0,50 í 0,55.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 12. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða stakstæða nýbyggingu við vesturhlið núverandi húss á lóðinni og fjölgun íbúða úr einni í tvær. Bílastæðum fjölgar úr tveimur stæðum í þrjú stæði. Núverandi byggingarmagn á lóðinni eykst úr 183 m² í 326,8 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,33. Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var erindið lagt fram að nýju að lokinni kynningu ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma og erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Á fundi skipulagsráðs þann 1. júlí 2024 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024, afgreiðslu var frestað.

Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagdeildar dags. 28. júní 2024, uppfærð 12. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan með breytingum í samræmi við ábendingar í umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024, uppfærð 12. júlí 2024, verði grenndarkynnt að nýju fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 52, 54, 56, 58, 60, 64, 64A, 65-95 við Álfhólsveg og nr. 13, 16, 17, 17A, 18, 19, 20,21, 22, 24, 26 við Bjarnhólastíg.

Almenn erindi

18.24042283 - Tónahvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs- athafnasvæði. Svæði 3. Í breytingunni felst að lóðarmörkum Tónahvarfs 4 verður breytt og stofnuð verði ný lóð innan núverandi lóðarmarka Tónahvarfs 4, nýja lóðin mun vera númer 4A. Þar verður komið fyrir 24 m háu fjarskiptamastri. Kvöð um aðkomu að lóð 4A verður um lóð Tónahvarfs 4. Fyrirkomulag bílastæða Tónahvarfs 4 mun breytast en bílastæðafjöldi helst óbreyttur. Viðmið um fjölda bílastæða er 1 stæði fyrir hverja 50 m² atvinnuhúsnæðis. Bílastæði verði nánar útfærð við hönnun. Lóð Tónahvarfs 4 fer úr 4823 m² í 4566 m² og nýtingarhlutfall fer úr 0,6 í 0,64. Byggingarmagn helst óbreytt. Ný lóð Tónahvarfs 4A verður 257 m² og gert er ráð fyrir einu bílastæði og athafnasvæði innan lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 3. maí 2024 og uppfærður 7. maí 2024.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Kynningartími var frá 10. júní 2024 til 11. júlí 2024, umsagnir bárust.

Þá lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma og uppfærður uppdráttur í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar dags. 12. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 12. júlí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.2406297 - Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Gerðar G. Óskarsdóttur lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Breiðahvarf dags. 26. júní 2024 þar sem óskað er eftir því að Kópavogsbær hefji vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar.

Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt upp í smærri lóðir fyrir sérbýlishús.
Skipulagsráð samþykkir að hefja megi vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar með fyrirvara um verkefnastöðu skipulagsdeildar. Kostnaður við gerð breytingarinnar greiðist af lóðarhafa.

Almenn erindi

20.2406781 - Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Arnarland. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir Arnarland. Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar verði breytt í miðsvæði (M). Á svæðinu er gert ráð fyrir þéttri blandaðri byggð, með áherslu á heilsutengda starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar m.a. í samræmi við markmið um uppbyggingu á samgöngu og þróunarás. Hámarkshæð verður almennt 3-6 hæðir en kennileitisbygging næst Hafnarfjarðarvegi geti orðið allt að 8 hæðir. Aðkoma verður frá Fífuhvammsvegi og um göng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Gert er ráð fyrir því að Borgarlína sem fylgir Hafnarfjarðarvegi liggi um svæðið. Uppdráttur í mkv. 1:10.000 og greinargerð dags. 29.maí 2024 ásamt umhverfismatsskýrslu dags. 29. maí 2024.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð lýsir andstöðu við framlagða tillögu og vísar til umsagnar skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024. Jafnframt er vísað til fyrri bókana ráðsins þann 14. mars 2022, 3. júlí 2023 og 18. september 2023 og umsagna Kópavogsbæjar um tillöguna á fyrri stigum.

Almenn erindi

21.2406782 - Arnarland. Nýtt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 7. júní 2024 um tillögu að deiliskipulagi Arnarlands. Deiliskipulagstillagan nær til 8,9 h svæðis sem í aðalskipulagi nefnist Arnarnesháls og afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir. Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, megin aðkoma að byggðinni er frá Fífuhvammsvegi en einnig er gert ráð fyrir undirgöngum undir Arnarnesveg frá Akrabraut fyrir akandi og gangandi/hjólandi umferð. Gert er ráð fyrir sér undirgöngum fyrir Borgarlínu við Hafnarfjarðarveg. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás. Helstu áherslur eru á starfsemi og uppbyggingu sem styður við virkan lífsstíl og blandaða byggð með þjónustu í nærumhverfinu og góða og skilvirka tengingu við megin umferðaæðar, stíga og opin svæði. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 1. júlí 2024 á samt deiliskipulagsppdætti og skýringaruppdrætti í mkv.1:1500 og greinargerð dags. 29. maí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð lýsir andstöðu við framlagða tillögu og vísar til umsagnar skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024. Jafnframt er vísað til fyrri bókana ráðsins þann 14. mars 2022, 3. júlí 2023 og 18. september 2023 og umsagna Kópavogsbæjar um tillöguna á fyrri stigum.

Almenn erindi

22.2407319 - Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar 2013-2025. Vinnslutillaga. Umsagnarbeiðni vegna stækkunar Straumsvíkurhafnar og Rauðamelsnámu

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 26. júní 2024 vegna breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna stækkunar Straumsvíkurhafnar og stækkun efnistökusvæðis Rauðamelsnámu.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar 2013-2025.

Fundi slitið - kl. 18:04.