Lagt fram erindi frá byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Haraldar Ingvarssonar arkitekt um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti sundlaug að sunnanverðu og áorðnar breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Meðfylgjandi eru uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023, skýringarmyndir dags. 31. mars 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. apríl 2023.