Skipulagsráð

130. fundur 31. október 2022 kl. 15:30 - 18:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.2210672 - Vettvangsferð skipulagsráðs.

Efnt til vettvangsferðar um Kópavog 31. október nk. þar sem komið er við á nokkrum af helstu skipulags- og framkvæmdasvæðum bæjarins og farið yfir hvað er framundan í skipulags- og byggingarmálum í næstu framtíð.
Smári Smárason aðstoðarskipulagsfulltrúi kynnti helstu skipulags- og framkvæmdasvæði. m.a. þróunarsvæði Kársness, þróunarsvæði Auðbrekku, miðsvæði Hamraborg, svæðiskjarna Smárans,
Vatnsendahvarf og Vatnsendahlíð.
Að lokinni vettvangsferðinni var framhald fundar í Guðmundarlundi, þar sem tæpt var á nokkum megin atriðum fundarins.

Fundi slitið - kl. 18:10.