Skipulags- og umhverfisráð

3. fundur 17. febrúar 2025 kl. 15:30 - 17:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sveinbjörn Sveinbjörnsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa.
Dagskrá
Kristinn Dagur Gissurarson sinnti fundarstjórn í fjarveru Hjördísar Ýrar Johnson.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2501019F - Bæjarstjórn - 1314. fundur frá 11.02.2025

2501015F - Skipulags- og umhverfisráð - 2. fundur frá 03.02.2025.



2412222 - Dalvegur 32A, B og C. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2501021F - Bæjarráð - 3203. fundur frá 06.02.2025

2501015F - Skipulags- og umhverfisráð - 2. fundur frá 03.02.2025.



2412222 - Dalvegur 32A, B og C. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2401538 - Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk.

Lögð fram að nýju tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 21. janúar 2025. Erindið var lagt fram til kynningar á fundi skipulags- og umhverfisráðs dags. 20. janúar 2025.

Í breytingunni felst stækkun á vaxtarmörkum svæðisskipulags fyrir Geirland og Gunnarshólma norðan Suðurlandsvegar í upplandi Kópavogs, þar sem fyrirhugað er að hefja uppbyggingu lífsgæðakjarna sbr. viljayfirlýsingu Kópavogsbæjar og Aflvaka Þróunarfélags ehf. dags. 14. febrúar 2024.

Skipulagslýsingin er unnin af VSÓ Ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ í samráði við landeiganda í Gunnarshólma. Lagt fram áhættumat vegna vatnsverndar unnið af VSÓ Ráðgjöf dags. í desember 2024 ásamt flóðagreiningu og dreifingareikningum unnum af verkfræðistofunni Vatnaskil dags. í nóvember 2024. Jafnframt er lögð fram greinargerð um ytri rýni áhættumatsins dags. 2. desember 2024. Að auki er lagt fram minnisblað, dags. 4 febrúar 2025, um bakgrunn og meginniðurstöður hættumats Gunnarshólma og kort sem sýnir tillögu að legu fráveitu frá Gunnarshólma að núverandi og fyrirhugaðri framtíðar tengingu fráveitu.

Sveinn Óli Pálmarsson frá verkfræðistofunni Vatnaskil gerir grein fyrir minnisblaði um bakgrunn og meginniðurstöður hættumats Gunnarshólma.



Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Leós Snæs Péturssonar og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Meiriháttar breytingar á skipulagi eiga að vera að frumkvæði og á forsendum og ábyrgð Kópavogsbæjar en ekki einstakra fjárfesta eða landeigenda. Verkefnið við Gunnarshólma er nú þegar búið að setja hættulegt fordæmi hvað það varða, fyrirliggjandi áhættuþættir eru greindir á forsendum fjárfesta en ekkert mat liggur fyrir á áhættunni eins og hún blasir við sveitarfélaginu. Án þess að farið verði í grunnvinnu við að greina áhættu sem þessu risaverkefni gæti fylgt fyrir bæjarfélagið er málið ekki tækt til að senda það til svæðisskipulagsnefndar með beiðni um stækkun vaxtarmarka.“
Indriði Ingi Stefánsson, Helga Jónsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir og Leó Snær Pétursson.

Bókun:
„Til þess að kalla megi eftir umsögnum hagaðila þarf málið að fara fyrir svæðisskipulagsnefnd og samþykkja þarf að auglýsa skipulagslýsinguna. Aðkoma sérfræðinga, hagaðila og almennings er tryggð í auglýsingaferlinu lögum samkvæmt. Það felur í sér víðtækari og upplýstari umræðu sem styður við vandaða ákvörðunartöku í málinu.“
Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson, Gunnar Sær Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Almenn erindi

4.2003236 - Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti. Breytt aðalskipulag

Lögð fram að nýju, að lokinni kynningu, tillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, fyrir fyrstu lotu Borgarlínu frá Fossvogsbrú að Hamraborg dags. í október 2024, í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Rammahlutinn er unninn af VSÓ Ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ.

Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034.

Á fundi skipulagsráðs þann 16. september 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 10. febrúar 2025. Lagðar eru fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.



Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Bókun:
„Í fyrirliggjandi tillögu að rammahluta aðalskipulags Kópavogs, fyrstu lotu Borgarlínu frá Fossvogsbrú að Hamraborg, eru engar forsendur til að fjalla um hvar stofnleið í hjólaleiðaneti höfuðborgarsvæðisins um sunnanvert Kársnes muni liggja (bls. 7). Undirrituð benda á að það mál er sérstaklega á dagskrá sem deiliskipulagsverkefni. Sjávarstígurinn meðfram sunnanverðu Kársnesi er skilgreindur sem opið svæði og útivistarstígur í aðalskipulagi Kópavogs. Stígurinn er hugsaður til náttúruupplifunar og ekki fæst séð að þar sé hægt að fullnægja skilyrðum um greiðan og öruggan samgöngustíg fyrir hjólandi án þess að útivistargildi stígsins glatist. Samráð við íbúa um rammaskipulag fyrir Kársnesið leiddi í ljós megináherslu á varðveislu standstígsins.“
Helga Jónsdóttir og Indriði Ingi Stefánsson.

Almenn erindi

5.24081379 - Vallargerði 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Magnúsar Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Vallargerði er vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Sótt er um stækkun stofu út á núverandi svalir og nýjar svalir á núverandi bílskúrsþaki ásamt fallvörnum. Byggingarmagn á lóðinni eykst um 7,8 m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,33 í 0,41. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 4. nóvember 2024 til 4. desember 2024. Eftirtaldir gerðu athugasemdir: María Lilja Harðardóttir dags. 30. nóvember 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2024.
Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2024.

Almenn erindi

6.25012209 - Dimmuhvarf 10. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Erlings Proppé Sturlusonar fasteignasala dags. 25. janúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Dimmuhvarf. Í tillögunni felst að rífa einbýlishús á lóðinni og byggja þess í stað tvær raðhúsalengjur með 9 íbúðum. Hver íbúð yrði 196 m² og á tveimur hæðum.

Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 og var því vísað til skipulags- og umhverfisráðs.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

7.24111023 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Brynjars Darra Baldurssonar arkitekts dags 14. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits úr 5 hæðum í 6 og aukningu byggingarmagns úr 5.900 m² í 6.600 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar eykst úr 0,63 í 0,74. Gert er ráð fyrir að efsta hæð verði inndregin.

Á fundi skipulagsráðs 2. desember 2024 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 13. febrúar 2025, athugasemd barst frá Veitum.



Leó Snær Pétursson vék af fundi undir þessum lið.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

8.25011995 - Vetrarmýri og Smalaholt í Garðabæ. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 23. janúar 2025 um tillögu á vinnslutigi að deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæða í Vetrarmýri og Smalaholti. Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 10. janúar, 1:2000 og 1:3000 dags. 16. janúar 2025 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 22. janúar 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 3. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2025 með sex atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leós Snæs Péturssonar og Helgu Jónsdóttur. Ráðið leggur mikla áherslu á að fyrirhuguð tenging Vorbrautar við gatnakerfi Kópavogs í Leirdalsopi hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif á íbúa í Kópavogi og leggur jafnframt ríka áherslu á að hönnun og útfærsla Elliðavatnsvegar/Flóttamannavegar verði ekki til þess að auka umferðarálag á Vatnsendavegi í Kópavogi.

Í þessu sambandi horfir skipulags- og umhverfisráð til þess að í mars árið 2021 gerðu Kópavogsbær og Garðabær með sér samkomulag um vegtengingar í Hnoðraholti sem fól m.a. í sér ákvæði um að Vorbraut neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum yrði sett í stokk eða veginum fundin ný lega með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif Vorbrautar á íbúðarbyggð í Þorrasölum.

Með vísan til þess samkomulags leggur skipulags- og umhverfisráð Kópavogs áherslu á að í áframhaldandi skipulagsvinnu verði á öllum stigum horft til samkomulagsins. Í þeirri vinnu er áhersla lögð á að komast hjá neikvæðum umhverfisáhrifum á íbúa við Þorrasali með það fyrir að augum að ef ekki er raunhæft að setja stokk þá verði horft til þess að staðsetja Vorbraut fjær og neðar í landi.

Bergljót Kristinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundarhlé kl. 17:37 og fundi fram haldið kl. 17:47.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:50.