Menntaráð

139. fundur 18. febrúar 2025 kl. 17:15 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Hildur Karen Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Bergþóra Þórhallsdóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnastjóri grunnskóladeild
Dagskrá

Almenn erindi

1.2408984 - Tillaga um að skoða reglur um snjalltæki í grunnskólum Kópvogs frá Tryggva Felixssyni

Svar við tillögu lagt fram.
Menntaráð þakkar fyrir framlagt minnisblað og óskar eftir tillögu um hvernig verði unnið að sáttmála um símanotkun í grunnskólum Kópavogsbæjar sem fyrst.

Almenn erindi

2.2402716 - Þjónustukönnun frístunda 2024

Í ljósi könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga 2024 óskaði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pýrata eftir upplýsingum um þjónustu frístundaheimila.
Menntaráð vísar erindinu til Menntasviðs til umsagnar.

Almenn erindi

3.2109523 - Grunnskóladeild-endurmenntun

Lögð fram skýrsla um endurmenntun á vegum grunnskóladeildar skólaárið

2023-2024. Máli fresta frá 21. janúar 2025.
Farið yfir helstu þætti skýrslu um endurmenntun á vegum grunnskóladeildar. Menntaráð lýsir yfir ánægju með hversu framboð á fræðsluefni er viðamikið.

Almenn erindi

4.25011772 - Kópurinn 2025

Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag Kópsins, viðukenningum menntaráðs 2025 ásamt reglum.
Farið yfir reglur um Kópinn og mikilvægar dagsetningar 2025. Valnefnd er kosin Hanna Carla Jóhannsdóttir Sjálfstæðisflokki, Jónas Haukur Thors Einarsson framsóknarflokki varamaður meirihluta. Donata Honkowoicz Bukowska fyrir samfylkinguna og Tryggvi Felixson fyrir Vini Kópavogs. Karen Rúnarsdóttir verður fulltrúi foreldra og varamaður Halla Björg Evans.

Almenn erindi

5.25021368 - Reglur um innritun og útskrift nemenda í Arnarskóla

Endurskoðaðar reglur um innritun og útskrift nemenda í Arnarskóla lagðar fram.
Reglur um innritun og útskrift nemenda í Arnarskóla samþykktar samhljóða.

Almenn erindi

6.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2025

Fundargerðir 168. og 169. fundar leikskólanefndar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram.

Almenn erindi

7.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2025

Fundargerð 1. fundar lýðheilsu- og íþróttanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.