Lýðheilsu- og íþróttanefnd

2. fundur 20. febrúar 2025 kl. 16:00 - 18:20 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Helgi Ólafsson aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.25012287 - Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leiga 2024

Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2024.



Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.



Reiknuð leiga vegna 2024 er að upphæð 1.732.398.911,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:



Breiðablik 692.569.765, HK 662.945.338, Gerpla 292.475.765, Hvönn 9.467.328, Glóð 1.852.775, Stálúlfur 17.996.003, Ísbjörninn 10.120.784, Knattspyrnufélag Kópavogs 700.730, Knattspyrnufélagið Miðbær 525.546, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 9.885.032, Skotíþróttafélag Kópavogs 10.554.676 og Íþróttafélagið Ösp 3.482.160.



Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti samantekt.

Nefndin óskar eftir að fjármálastjóri bæjarins mæti á næsta fund nefndarinnar og málinu því frestað.

Almenn mál

2.25021197 - Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2025-2026 - Rammi til úthlutunar

Lagður fram rammi að æfingatöflum fyrir veturinn 2025-2026.
Lagt fram.
Íþróttaráð samþykkir framlagðan ramma fyrir 2025/2026.

Almenn mál

3.25021198 - Framkvæmdir og viðhald íþróttamannvirkja 2025

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir helstu framkvæmdar- og viðhaldsverkefni á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2025.
Lagt fram.

Almenn mál

4.24021259 - Málefni íþróttahátíðar

Farið yfir málefni íþróttahátíðar:

1. Farið yfir og ræddar vinnureglur við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks ársins.

2. Fjárthagsáætlun 2024 lögð fram.

3. Verðlaun og viðurkenningar
1. Vinnureglur eru til stöðugrar endurskoðunar. Nefndin tekur vinnureglur við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks ársins til skoðunar á næstu fundum
2 Lagt fram.
3.Viðurkenningar vegna þátttöku í alþjóðlegum mótum verða teknar út af dagskrá á næstu hátíð.

Aðsend erindi

5.25021194 - Breiðablik - Ósk um afnot af grasæfingasvæðum fyrir Barcelona skóla

Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 17. janúar 2025, þar sem óskað er eftir afnotum af grasæfingasvæðum við Smárann fyrir Barcelona-skólann dagana 16.- 20. júní, en skólinn er starfræktur af KAÍ í samstarfi við Breiðablik.

Einnig lagt fram svar frá Breiðabliki varðandi starfsemi skólans, sem óskað var eftir á liðnu ári.
Nefndin vill koma því á framfæri við félögin að þau sæki tímanlega um leyfi fyrir afnotum af völlum/húsum en ekki eftir að viðburðir hafa verið auglýstir.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir erindið að þessu sinni.

Aðsend erindi

6.25013043 - Breiðablik - Ósk um afnot af knattspyrnuvöllum vegna Símamóts 2025

Lagt fram erindi frá Breiðablik, dags 17. janúar 2025, þar sem óskað er eftir afnotum af knattspyrnuvöllum við Smárann og Fagralund ásamt mannvirkjum við vellina fyrir Símamótið sem fram fer dagana 10.- 13. júlí 2025. Einnig er óskað eftir afnotum af Kópavogs- og Smárahvammsvelli fyrir settningaratöfn mótsins.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir erindið.

Aðsend erindi

7.24121236 - HK - Umsókn um Krónumótið 2025 í Kórnum

Lagt fram erindi frá HK dags. 11. desember 2024, þar sem óskað er eftir að fá afnot af Kórnum helgina 1.-2. nóvember og 8.-9. nóvember 2025 undir knattspyrnumót yngri flokka.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir erindið.

Aðsend erindi

8.25012719 - FÍÆT - Ályktun vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum

Lagt fram erindi frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) dags. 21. janúar 2025, þar sem skorað er á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.
Erindið lagt fram og rætt.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd óskar eftir upplýsingum um hvort þau félög sem selja áfengi á íþróttaviðburðum hafi sett sér einhverjar verklagsreglur tengt því.

Aðsend erindi

9.2411355 - Erindi varðandi Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar

Lagt fram að nýju erindi frá Guðmundi Péturssyni, dags. 28. október 2024, þar sem óskað er eftir því að fá að nota frístundastyrk í líkamsrækt fyrir yngri iðkendur en 16 ára.

Á fundi sínum 21. nóvember 2024 óskaði íþróttaráð eftir umsögn frá menntasviði og þar til bærum fagaðilum um málið sem nú eru lagðar fram.
Lögð fram umsögn menntasviðs sem nefndin óskaði eftir á fundi sínum 21. nóvember 2024 ásamt þeim reglum sem gilda um notkun frístundastyrks til kaupa á líkamsræktarkortum í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd vísar málinu til umsagnar Ungmennaráðs.

Iðkendastyrkir

10.25021161 - Afrekssjóður íþróttaráðs - úthlutun 2025

Lagður fram listi með umsóknum íþróttamanna um styrk úr Afrekssjóði íþróttaráðs fyrir árið 2025.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita afreksstyrk úr Afrekssjóði íþróttaráðs á árinu 2025 til 28 íþróttamanna.
19 hljóta styrk að upphæð 150 þúsund kr. og 9 styrk að upphæð 300 þúsund kr.

Iðkendastyrkir

11.24111920 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Baldri Frey Árnasyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

12.2412255 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Sindra Hrafni Guðmundssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

13.24111190 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Ragnari Smára Jónssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

14.24112595 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Degi Kára Ólafssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

15.24112594 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Guðfinni Snæ Magnússyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

16.24112521 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Kristrúnu Ingunni S. Sveinsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

17.24121872 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Þorleifi Einari Leifssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

18.2412002 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Sóleyju Margréti Jónsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

19.24112027 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Martin Bjarna Guðmundssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

20.24121855 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Alexander Má Bjarnþórssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

21.24111191 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd getur ekki orðið við styrkumsókn Knattspyrnufélagsins Ísbjarnarins.

Iðkendastyrkir

22.2412094 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Ingvari Ómarssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

23.24111919 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Marín Anítu Hilmarsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

24.24112598 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Eygló Fanndal Sturludóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

25.24112601 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Alexander Erni Kárasyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

26.24112600 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Freyju Birkisdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

27.2411982 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Arnari Péturssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

28.24112596 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd getur ekki orðið við styrkumsókn Sunddeildar Breiðabliks.

Iðkendastyrkir

29.24112599 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Lilju Katrínu Gunnarsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

30.24112164 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Valgarði Reinhardssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

31.24112484 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Kristjáni Sigurðssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

32.24112493 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Birnu Kristínu Kristjánsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

33.24121860 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

34.24112602 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Herdísi Björgu Jóhannsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

35.24111924 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Thelmu Aðalsteinsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

36.2412161 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Huldu Maríu Sveinbjörnsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

37.24111192 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Hildi Maju Guðmundsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

38.24111153 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Hebu Róbertsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

39.24112498 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Ágústi Inga Davíðssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

40.24112587 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Haraldi Birgissyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Fundi slitið - kl. 18:20.