Leikskólastjórar

9. fundur 20. apríl 2010 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Sigríður Síta Pétursdóttir Leikskólaráðgjafi
Dagskrá
Fundarstjóri: Valgerður Knútsdóttir

1.1004287 - Umhverfisstefna leikskóla Kópavogs

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sat fundinn undir þessum lið.

Sesselja fór yfir Staðardagskrá 21, þ.e. þann hluta sem varðar leikskóla.

Fundur leikskólastjóra í Kópavogi haldinn 20. apríl 2010 samþykkir að umhverfistefna leikskóla Kópavogs verði endurskoðuð og útfærð m.a. með það að markmiði að leikskólar Kópavogs verði skólar á grænni grein. Umhverfisstefnan og staða skólanna verði metin árið 2012.

Nefnd skipuð fulltrúum frá leikskólunum og leikskóladeild sem í eiga sæti;

Helga Jónsdóttir, leikskólastjóri Furugrund

Heiða Gunnólfsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Fífusölum

Hafdís Hafsteinsdóttir, leikskólastjóri Efstahjalla

Eftir er að skipa fulltrúa leikskóladeildar sem kallar nefndina saman.

Hólmfríður Þorsteinsdóttir verði ráðgjafi nefndarinnar og situr fundi.

2.1004286 - Tímabundnar ráðningar og auglýsingar fyrir næsta starfsár

Sesselja Hauksdóttir, gerði grein fyrir reglum sem eru í gildi varðandi ráðningar inn í leikskólanna. Farið var yfir reglur varðandi tímabundnar ráðningar. Ljóst er að lög og reglugerðir stangast á.

3.1004288 - Líðan fólks í leikskólum, hefur kreppan haft áhrif?

Sesselja varpað fram spurningu um hvort og þá hvernig kreppan hafi haft áhrif á líðan fólks í leikskólunum.

 

Leikskólastjórar gerðu grein fyrir stöðunni, hver í sínum skóla. Misjafnt hvernig staðan er, sumstaðar sé meira um að foreldrar séu atvinnulausir og safni upp skuldum. Starfsfólk er orðið langþreytt, einnig er töluverð reiði út í þjóðfélagið yfir hvað allt er orðið dýrara það veldur því að andrúmsloftið á kaffistofunum er sumstaðar þyngra.

 

Það virðist sem umræðan hafi aftur þyngst eftir að skýrslarannskóknarnefndar kom út. Í einhverjum leikskólum hefur starfsfólk valið að hlusta ekki á fréttir og reynt að leiða umræðuna hjá sér. Einhverjir töldu að hjónaskilnaðir hafi aukist, eftir hrun. Eitthvað er um að makar hafi misst vinnu þó er það misjafnt eftir leikskólum. Sumstaðar hafa veikindi starfsfólks aukist svo að þolinmæði og umburðarlyndi samstarfsmanna hefur minnkað. Einhverjir leikskólar hafa þurft að styðja starfsfólk til að afla sér sálfræðiaðstoðar vegna mikilla vanlíðunar og erfiðleika. Einn leikskóli fór illa út úr svínaflensunni, þar hafa verið mikil veikindi sem má rekja til afleiðingar flensunnar, bæði hjá börnum og starfsfólki. Meira álag á starfsfólk vegna veikinda og fjarveru annara, gerir að verkum að fólk er farið að passa betur upp á sitt starfsvið og sinn tíma og spyr af hverju á ég að taka þetta á mig.

 

Leikskólastjórar telja að skerðing á starfsmannafundum hafa gert það að verkum að erfiðlega gengur að uppfylla símenntunaráætlun, og tími til faglegrar umræðu hefur skerst verulega. Þetta leiði til þess að fólk finnur til uppgjafar og er ekki tilbúið til að taka á sig að vinna yfirvinnu launalaust. Þetta hefur aukið á álagið og gert að verkum að minna þarf til, til að eitthvað beri út af. Þar sem starfsmannafundir eru mikilvægir fyrir starfsmannahópinn, kom fram hugmynd um hvort hægt væri að koma á starfsmannafundum milli 8-10 að morgni annan hvern mánuð? Það kom fram að fólk finnur fyrir skerðingu á yfirvinnu fyrir starfsmannafundi.

 

Nokkuð er um að börn komi fyrr í leikskólann eftir veikindi en áður, það virðist sem foreldrar séu hræddari en áður um að missa vinnuna, ef það biður um lengra frí vegna veikinda barna en allra nauðsynlegt er. Leikskólar hafa tekið að sér að koma til móts við foreldra og hafa börnin inni þá daga sem þau er ófær um að fara út.

 

Ekki hefur orðið jafnmikið um breytingar á dvalartíma og búist var við þegar gjaldskrá hækkaði. Þeir sem ekki hafa misst vinnu hafa í sumum tilfellum verið gert að vinna meira og hefur í einhverjum tilfellum verið aukið við tíma barnanna frekar en hitt. Hræðsla við atvinnumissi gerir það að verkum að erfiðlega gengur að fá foreldra til að mæta á fundi en áður, foreldrar vilja síður mæta á dagvinnutíma, ekki er til fjármagn til að greiða yfirvinnutíma starfsfólks.

 

Vangaveltur eru uppi um hvaða leiðir væri hægt að fara til að vekja upp gleði og starfskraft starfsmanna almennt. Í þeim leikskólum sem eru að fara í námsferðir kom fram að fjáraflanir og samstarf vegna námsferðanna, hefur verið eins og vítamínssprauta fyrir starfsandann þar. Í einum leikskóla hefur starfsfólk verið duglegt að leita leiða til að létta andann með því að gera eitthvað saman fyrir utan vinnutíma, fyrir lítinn sem engan pening.

 

Í nýjustu hverfunum er töluvert um barnshafandi konur og nýfædd börn bæði starfsmanna- og foreldrahópnum. Þetta er bæði gleðilegt en veldur líka álagi á þá samstarfsfólk, þar sem nokkuð er um að fólk er að koma og fara í og úr fæðingarorlof.

 

Styrkja þarf stjórnendahópa leikskólanna til að takast á við auknar kröfur sem koma frá yfirvöldum um mat á starfi og skil á skýrslum.

 

Sesselja minnti á að stöðugleiki í starfsmannahópnum er mun meiri nú en áður og er það jákvætt fyrir starfið, einnig að kreppan virðist ekki hafa eins mikil áhrif og hefði mátt ætla.

4.1001120 - Önnur mál

Linda Undergaard, deildarstjóri menningardeildar, fór yfir skráningu á Kópavogsdaga. Leikskólarstjórar eru hvattir til að skrá viðburði og opin hús á vef menningardeildar.

Helga Jónsdóttir, Furugrund, spurði út í innritunarreglur leikskólanna: Eru forgangsreglur varðandi kennara og erlenda foreldra í fullu gildi? Sesselja svaraði: Erlendir foreldrar eiga forgang vegna félagslegra aðstæðna, kemur fram í vinnureglum varðandi úthlutun. Sesselja ræðir málið við innritunarfulltrúa. Kennarar eiga forgang miðað við vinnutíma sinn, ef barn er lengur á að greiða fullt fyrir umfram tímann. Í höndum leikskólastjóra að gæta að því að þessu sé fylgt eftir. Kalla eftir að hægt sé að breyta úthlutuðum tímum í Perlunni, Björk benti á að það vanti skilning hjá innritunarfulltrúa á því að leikskólastjórar þurfa að vera með í úthlutun.

Bílastyrkur leikskólastjóra, er nauðsynlegt að draga skatt af bílastyrk? Ingólfur Arnarson fjármálastjóri telur þess ekki þurfa, ætlaði að athuga málið, hvar er málið statt? Sesselja skoðar málið.

Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi; Á næsta fundi verður kynning á verkefninu Allt hefur áhrif.

Sesselja á leið í 5 vikna frí frá og með 13. maí til og með 19. júní. Síta og Gerður leysa hana af.

Erla Stefanía Magnúsdóttir, Fífusölum: Minnti á að senda póst sem á erindi til beggja stjórnenda, á leikskólar netfangið.

Fundi slitið - kl. 11:30.