Leikskólastjórar

7. fundur 23. febrúar 2010 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Sigríður Síta Pétursdóttir Leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.1001079 - Fjárhagsáætlun leikskóla 2010

Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri ræddi um fjármál og rekstur út frá fjárhagsáætlun. Bæjarstjóri fór í gegnum hvernig vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2010 var háttað og hvaða leiðir yrðu farnar til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlun verður endurskoðuð eftir 3 mánuði.

2.1002191 - Hlífðarfatnaður starfsmanna leikskóla

Anna Birna Snæbjörnsdóttir og Sindri Sveinsson, kynntu reglur um innkaup varðandi hlífðarfatnað starfsfólks í leikskólum. Leikskólastjórum er heimilt að velja að versla við þau fyrirtæki sem þeir kjósa sjálfir, að því tilskyldu að þeir hafi leitað tilboða og velji hagstæðustu leiðir hverju sinni. Reglurnar taka mið af og ná til kjarasamninga alls starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Leikskólastjórar óska eftir að miðað verði við stöðugildi hvers leikskóla við ákvörðun á fjárhæð varðandi kaup af hlífðarfatnaði.

3.1001080 - Vefsíðumál leikskóla

Bent Marinósson, vefstjóri Kópavogsbæjar og Jóhann Ágúst Jóhansson, verkefnisstjóri, ræddu um vefsíður leikskólanna. Jóhann kynnti greiningu sem hann hefur gert á vefsíðum leikskólanna og benti á tillögur til úrbóta. Lagt til að vefir leikskólanna verði samræmdir og einfaldaðir, einnig að farið verði í vinnu við að greina þarfir notenda, m.a. hvaða upplýsingar þurfa að koma fram, einnig vanti að geta ábyrgðarmanna með vef. Bent kynnti vinnu vegna vefs Kópavogs og notkun á merki bæjarins. Lagt til að stofnuð verði nefnd sem vinni að mótun á vefsíðum leikskólanna til samræmis við vefstefnu Kópavogs. Eftirfarandi voru tilnefndir; Fjóla Þorvaldsdóttir Furugrund, Guðdís Guðjónsdóttir Kópasteinn, Bjarney Magnúsdóttir Sólhvörf, Maríanna Einarsdóttir Smárahvammi, ásamt fulltrúa frá leikskóladeild sem boðar fyrsta fund. Bent Marinósson verður sérfræðingur nefndarinnar.

4.1002163 - Öryggismál

Sigríður Síta Pétursdóttir, leikskólaráðgjafi, mun senda upplýsingar, varðandi öryggismál frá vinnueftirlitinu, til leikskólastjóra. 

5.1002164 - Kynning á þýðingarforriti á vefnum

Færist til næsta fundar.

6.1002165 - Tónlistarspil, kennsluefni

Linda Margrét Sigfússdóttir höfundur Tónlistarspilsins Pétur og Úlfurinn kynnti spilið. Verkefni fékk styrk úr þróunarsjóði leikskóla Kópavogs 2009.

7.1001120 - Önnur mál - fundir leikskólastjóra

A: Edda Valsdóttir, Fögrubrekku, kynnti útkomu bókarinnar ""Börn geta meira en við höldum; Uppeldisfræðilegar skráningar, hvernig læra börn?"". Verkefnið fékk styrk úr Þróunarsjóði leikskóla Menntamálaráðuneytisins og Vísindasjóði Félags leikskólakennara

 

B: Hrönn Valentínusdóttir, Rjúpnahæð, gerði fyrirspurn um hvernig leikskólinn geti staðið vörð um svefn- og hvíldartíma 1 - 2 ára barna sem eru átta tíma eða lengur í leikskóla, þannig að þau fái að hvílast eins og þau þarfnast? Í námskrá leikskóla Kópavogsbæjar, sem leikskólum ber að fara eftir, kemur fram; að 1-2 ára börn eigi að fái að sofa eins lengi og þau þarfnist og endurnæra líkamann. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Bjargar Þorleifsdóttur, lífefnafræðingur, hefur svefn ungra barna milli 12 og 14 á daginn ekki áhrif á nætursvefn barnanna.

 

C: Sesselja Hauksdóttir, lagði til að tveggja daga fundur leikskólastjóra sem vera átti 25. - 26. mars, verði einn dagur, það var samþykkt.

 

D: Fundarmenn óska eftir að efni leikskólastjórafunda verði betur skilgreint.

 

Fundi slitið - kl. 11:30.