Leikskólanefnd

14. fundur 16. desember 2010 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1012142 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 16.12.2010

Nýjar reglur hafa verið samþykktar um ráðningar hjá Kópavogsbæ. Leikskólastjórar munu því framvegis ráða starfsfólk en einungis ráðningar leikskólastjóra fara fyrir leikskólanefnd og bæjarráð.

2.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Leikskólanefnd lýsir yfir áhyggjum af því að fella eigi niður afslátt starfsmanna leikskóla á leikskólagjöldum barna. Enn er langt í land með að í leikskólum Kópavogs sé hlutfall leikskólakennara það sem lög gera ráð fyrir. Leikskólanefnd óttast brottfall starfsmanna. Sparnaður sem áætlað er að ná með þessum aðgerðum er ekki mikill miðað við þær afleiðingar sem þær gætu haft í för með sér.   

3.1011243 - Fjárhagsáætlun fyrir leikskóla 2011

Farið yfir stöðuna.

4.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með Umhverfisstefnu Kópavogs.

5.1012106 - Ályktun Barnaheilla 2010

Lögð fram.

Önnur mál

A: Ásta fulltrúi foreldra upplýsti að þetta væri síðasti fundurinn sem hún situr. Ásta mun kalla saman formenn foreldraráða til að velja nýjan fulltrúa.
Leikskólanefnd þakkar Ástu fyrir gott samstarf á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 18:15.