Leikskólanefnd

8. fundur 06. júlí 2010 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1006271 - Kosningar í leikskólanefnd 2010 - 2014

Formaður setti fund og fundarmenn kynntu sig.

Kosning varaformanns: Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosin varaformaður.

Fundardagar og fundartími: Verði þriðja þriðjudag í mánuði og hefjist kl. 16.00.

 

2.1006499 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 06.07.2010

 Leikskólanefnd samþykkir að umsækjendur verði ráðnir, flutningur heimilaður og launalaust leyfi veitt.

Umræður urðu um auglýsingar eftir umsækjendum og hvort nóg sé að auglýsa eingöngu á heimasíðu Kópavogsbæjar.

3.1006137 - Verksamningur um ræstingar

Bæjarlögmaður hefur yfirfarið samninginn í samræmi við bókun frá síðasta fundi.

Leikskólanefnd leggur til að bæjarráð samþykki samninginn.

Leikskólanefnd óskar eftir upplýsingum um kostnað við ræstingu í Sólhvörfum, sem dæmi, fyrir samning.

4.1006500 - Bréf frá Urðarhóli vegna skipulagsdaga

Leikskólanefnd samþykkir erindið, enda liggur fyrir samþykki foreldraráðs.

Önnur mál

Engin önnur mál


Næsti fundur nefndarinnar er áformaður 17. ágúst. Þá verði varamenn einnig boðaðir.

Fundi slitið - kl. 18:30.