Íþróttaráð

136. fundur 19. október 2023 kl. 16:00 - 17:35 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðmundur Þór Jóhannesson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Óskar Hákonarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Íris Svavarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23101233 - Íþróttaakademía MK - kynning

Á fundinn mætti Daði Rafnsson, deildarstjóri afreksíþróttasviðs og lýðheilsu hjá Menntaskólanum í Kópavogi og kynnti fyrir ráðinu Íþróttaakademíu MK.
Íþróttaráð þakkar Daða fyrir góða kynningu.

Almenn mál

2.23092346 - Endurskoðun á reglum íþróttaráðs um kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogsbæjar

Lögð fram drög um endurskoðun á reglum íþróttaráðs um kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogsbæjar.
Íþróttaráð samþykkir uppfærðar reglur með fyrirvara um orðalagsbreytingar eftir ábendingar frá hagsmunaaðilum.

Almenn mál

3.23101238 - Fyrirspurn vegna þjónustusamninga við íþróttafélög

Lagt fram erindi frá Gunnari Gylfasyni, dags. 11. október 2023, þar sem óskað er eftir svörum varðandi fyrirspurn um þjónustusamninga við íþróttafélögin.
Frestað til næsta fundar.

Gunnar Gylfason, fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun.

"Ég lýsi óánægju minni yfir því að svör við spurningum mínum hafi ekki verið tilbúin fyrir fundinn"

Fundargerðir til kynningar

4.2210565 - Skákstyrktarsjóður Kópavogs - Fundargerðir sjóðsins

Fundargerðir sjóðsins fyrir árið 2023 lagðar fram.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:35.