Forsætisnefnd

236. fundur 03. apríl 2025 kl. 15:00 - 16:02 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir 1. varaforseti
  • Björg Baldursdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir embættismaður
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Almenn mál

1.2301104 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar.
I. Dagskrármál.
II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.2504322 - Beiðni um afstöðu forsætisnefndar vegna mögulegra brota á siðareglum

Frá bæjarstjóra, dags. 01.04.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu forsætisnefndar um hvort að bæjarfulltrúi Pírata hafi brotið siðareglur kjörinna fulltrúa.
Forsætisnefnd fjallaði um málið og frestar því á milli funda. Starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekari upplýsinga um í hvaða farveg álitamál varðandi siðareglur fari innan stjórnkerfisins.

Almenn mál

3.2504290 - Beiðni um afstöðu forsætisnefndar til mögulegs brots á siðareglum bæjarfulltrúa

Frá bæjarfulltrúa Pírata, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, dags. 01.04.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu forsætisnefndar um hvort bæjarstjóri Ásdís Kristjánsdóttur hafi brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa, 7. gr.
Forsætisnefnd fjallaði um málið og frestar því á milli funda. Starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekari upplýsinga um í hvaða farveg álitamál varðandi siðareglur fari innan stjórnkerfisins.

Fundi slitið - kl. 16:02.