Lagt fram. Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
3.1410425 - Biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði
Lagt fram. Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Lögð var fram eftirfarandi bókun: "Það er verulegt áhyggjuefni hvernig farið er með biðlista eftir félagslegu húsnæði. Allt vinnulag er með þeim hætti að reynt er að gera það erfitt að fá lögbundna þjónustu hjá Kópavogsbæ. Í fyrsta lagi er búið að taka alla sem hafa færri en 17 stig af biðlistanum og nú hefur orðið fækkun þar sem allir sem endurnýjuðu ekki umsókn sína voru teknir af biðlistanum. Er það mat okkar að verið að sé að fela vandann með þessu vinnulagi, en vandinn er verulegur skortur á félagslegu húsnæði. Við undirrituð skorum á bæjarstjórn að bæta þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda og taka á vandanum með því að fjölga strax félagslegum íbúðum í bænum. Það getur ekki verið markmið bæjarins að fela vandamálið heldur hlýtur að vera markmiðið að veita þá þjónustu sem fólk á rétt á. Fólk sem er í erfiðri stöðu; fjárhagslegri og/eða félagslegri." Kristín Sævarsdóttir Matthías Imsland Arnþór Sigurðsson
4.1405433 - Aðgerðaáætlun Kópavogsbæjar gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum
Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með áætlunina og óskar eftir viðbótum við fræðsluhluta hennar varðandi fatlað fólk. Anna Eygló Karlsdóttir yfirmaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið.
5.1411040 - Óskir um efni á fund
Óskað var eftir því að málefni heimahjúkrunar/heimaþjónustu verði rædd frekar á fundi ráðsins síðar á þessu ári. Óskað var eftir umræðu um skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð. Einnig var óskað eftir fundi með nefnd bæjarins um húsnæðismál.