Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

16. fundur 21. febrúar 2025 kl. 10:00 - 12:40 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar.
Dagskrá

Almenn erindi

1.24101407 - Naustavör 5A. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Veitna ohf. dags. 16. október 2024 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5A við Naustavör. Í breytingunni felst að lóðin sem er 4x4m og 16 m² er stækkuð, til norðurs og austurs, í 5x7m eða 35 m². Er það gert til þess að koma fyrir tveggja spenna einingastöð. Flatarmál dreifistöðvarinnar er 17,3 m². Á fundi skipulagsráðs þann 4. nóvember 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartími var frá 9. janúar til 10. febrúar 2025 og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda skipulagsfulltrúa skv. 3. mgr. 3 gr. viðauka IV í samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

2.25012490 - Bergsmári 11. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Bergsmára dags. 28. janúar 2025 um niðurtekt kantsteins við gangstétt sunnan lóðarinnar. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2025.

Almenn erindi

3.25011401 - Hlíðarvegur 15. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts dags. 16. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg um breytingar á lóðinni. Í breytingunni felst að 114,4 m² hús sem á lóðinni stendur verði rifið og í stað þess verði reist 474 m² fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,13 í 0,57. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Uppdrættir í mkv. 1:100, ódagsettir.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2025.
Frestað. Fyrirspyrjandi hafi samband við skipulagsdeild.

Almenn erindi

4.25012523 - Kópavogsbraut 20. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Gests Ólafssonar dags. 28. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Kópavogsbraut um aukið byggingarmagn á lóðinni vegna gróðurhúss, geymslu og bílageymslu. Byggingarmagn eykst úr 304.6 m² í 535 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,34. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2025.

Frestað.

Almenn erindi

5.25013039 - Kópavogsbraut 67. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Finns Inga Hermannssonar dags. 31. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 67 við Kópavogsbraut um stækkun byggingarreits til suðurs við lóðarmörk. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2025.
Frestað.

Almenn erindi

6.24111997 - Flesjakór 13. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Flesjakór dags. 25. nóvember 2024 um fjölgun blíðastæða á lóðinni úr þremur í fjögur. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Þá lögð fra umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2025.
Jákvætt. Samræmist deiliskipulagi. Sækja þarf um byggingarleyfi.

Almenn erindi

7.25021662 - Hafnarbraut 14 A-D. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn húsfélagsins Hafnarbraut 14 A-D dags. 17. febrúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breyting á 18. grein skipulagsskilmála fyrir Hafnarbraut 14 um að fella út setninguna um að ekki sé heimilt að gera svalalokanir á efstu hæð hússins.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

8.24121545 - Langabrekka 15A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 13. desember 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Vigfúsar Halldórssonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15A við Löngubrekku er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta 74,2 m² stakstæðum bílskúr á lóðinni í tvær aukaíbúðir.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skráningartöflu dags. 3. desember 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2025.

Almenn erindi

9.25012221 - Álfhólsvegur 103. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 103 við Álfhólsveg dags. 26. janúar 2025 um fjölgun bílastæða á lóðinni úr tveimur í fjögur. Á lóðinni eru tvö bílastæði en skv. mæliblaði dags. 17. mars 2016 er heimild fyrir þremur bílastæðum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2025.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. febrúar 2025. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún. Greiða þarf fyrir grenndarkynningu skv. gjaldskrá.

Almenn erindi

10.2502315 - Múlalind 3. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 31. janúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn vegna stækkunar á kvisti á norðurhlið hússins á lóðinni er vísað til skipulagsfulltrúa. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í janúar 2025 og janúar 2024.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. febrúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. febrúar 2025 samþykkt. Sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi.

Almenn erindi

11.2502674 - Fagrihjalli 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hildar Ýrar Ottósdóttur arkitekts dags. 7. febrúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Fagrahjalla um breytingu deiliskipulagi lóðarinnar vegna viðbyggingar á fyrstu hæð og stækkun svala á annarri hæð samtals 25,4 m2. Nýgingarhlutfall hækkar úr 0,36 í 0,40. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 7. febrúar 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2025.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2025 er ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt. Greiða þarf fyrir grenndarkynningu skv. gjaldskrá.

Almenn erindi

12.25021670 - Nýbýlavegur 64. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. febrúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Freys Frostasonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 64 við Nýbýlaveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð og skipta henni upp í tvær minni íbúðir ásamt því að bæta við svölum á suðurhlið hússins.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 3. desember 2024.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 62, 64 og 66 við Nýbýlaveg og nr. 37, 39 og 41 við Hjallabrekku. Greiða þarf fyrir grenndarkynningu skv. gjaldskrá.

Almenn erindi

13.25021853 - Fífuhvammur 31. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 31 við Fífuhvamm um dags. 18. febrúar 2025 um 120 m² viðbyggingu og fjölgun íbúða á lóðinni úr tveimur í fjórar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,33 í 0,63.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

14.25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 19. febrúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 1.200m² viðbygging á tveimur hæðum (1. hæð og kjallari) á norð-vestur hluta lóðarinnar. Á austurhlið hússins kæmi 35m² viðbygging á einni hæð. Byggingarmagn eykst úr 3.552,8m² í 4.787,8 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,51 í 0,69.

Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 13. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 12:40.