Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

15. fundur 10. febrúar 2025 kl. 13:00 - 15:18 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar.
Dagskrá

Almenn erindi

1.25011401 - Hlíðarvegur 15. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts dags. 16. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg um breytt skipulag á lóðinni. Í breytingunni felst að 114,4 m² hús sem á lóðinni stendur verði rifið og í stað þess verði reist fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

2.24111997 - Flesjakór 13. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Flesjakór dags. 25. nóvember 2024 um fjölgun blíðastæða á lóðinni úr þremur í fjögur.

Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

3.25011777 - Grenigrund 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. janúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Grenigrund er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 8,3 m² stækkun íbúðar á jarðhæð.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 27. janúar 2025.
Samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Grenigrund 6, 8A og 8B.

Almenn erindi

4.24081379 - Vallargerði 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Magnúsar Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Vallargerði er vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Sótt er um stækkun stofu út á núverandi svalir og nýjar svalir á núverandi bílskúrsþaki ásamt fallvörnum. Byggingarmagn á lóðinni eykst um 7,8 m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,33 í 0,41. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 4. nóvember 2024 til 4. desember 2024. Eftirtaldir gerðu athugasemdir: María Lilja Harðardóttir dags. 30. nóvember 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2025.
Vísað til afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

5.25012221 - Álfhólsvegur 103. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 103 við Álfhólsveg dags. 26. janúar 2025 um fjölgun bílastæða á lóðinni úr tveimur í fjögur. Á lóðinni eru tvö bílastæði en skv. mæliblaði dags. 14. apríl 2015 er heimild fyrir þremur bílastæðum.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 4. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

6.25012209 - Dimmuhvarf 10. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Erlings Proppé Sturlusonar fasteignasala dags. 25. janúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Dimmuhvarf. Í tillögunni felst að rífa einbýlishús á lóðinni og byggja þess í stað tvær raðhúsalengjur með 9 íbúðum. Hver íbúð yrði 196 m² og á tveimur hæðum.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

7.25012302 - Arnarnesvegur við Rjúpnaveg. Breyting stígakerfis.

Lögð fram umsókn umhverfissviðs dags. 29. janúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Salahverfi, reiti nr. 9 og 11. Breytingunni fylgja teikningar og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Salahverfis reiti 9 & 11. Í breytingunni felst að stígstæði færist til vegna tengingar við nýjan hjóla- og göngustíg frá nýjum undirgöngum undir Arnarnesveg.

Uppdráttur dags. 6. febrúar 2025 í mkv. 1:1000 dags. 1:2000 2025.

Hjálögð umsögn skipulagsfulltrúa dags, 30. janúar 2025.
Samþykkt með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Almenn erindi

8.2412505 - Vatnsendablettur 4. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 9. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vatnsendablett um að koma fyrir stakstæðri 48,3 m² bílgeymslu á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,03 í 0,04 við breytinguna.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 1. nóvember 2024.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2025.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2025 eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið á eigin kostnað. Tillagan verði grenndarkynnt berist hún.

Almenn erindi

9.25012316 - Bakkabraut 14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts arkitekts dags. 27. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Bakkabraut um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að settar verði þrennar svalir á 2. hæð norðurhlið hússins.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 2. maí 2022.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2025.
Samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Bakkabraut 16 og Hafnarbraut 21 og 23.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu skv. gjaldskrá Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

10.24121293 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 13. desember 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Mardísar Möllu Andersen byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með fjórum íbúðum á lóðinni alls 446,3 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt hjólageymslu og sorpskýli. Á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2024 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 30. janúar 2025, engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda skipulagsfulltrúa skv. 3. gr. viðauka IV í samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

11.25012523 - Kópavogsbraut 20. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar dags. 28. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Kópavogsbraut um aukið byggingarmagn á lóðinni vegna gróðurhúss, geymslu og bílgeymslu. Byggingarmagn eyks úr 304.6 m² í 535 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,34.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

12.25012490 - Bergsmári 11. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Bergsmára um niðurtekt kantsteins við gangstétt sunnan lóðarinnar.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

13.25012419 - Skógarlind 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Lögð fram umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa vegna byggingarleyfisumsóknar fyrir auglýsingaskilti á lóðinni nr. 2 við Skógarlind.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

14.25013039 - Kópavogsbraut 67. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Finns Inga Hermannssonar dags. 31. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 67 við Kópavogsbraut um stækkun byggingarreits til suðurs við lóðarmörk.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

15.2502315 - Múlalind 3. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 31. janúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn vegna stækkunar á kvisti á norðurhlið hússins á lóðinni er vísað til skipulagsfulltrúa.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í janúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

16.2502674 - Fagrihjalli 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hildar Ýrar Ottósdóttur arkitekts dags. 7. febrúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Fagrahjalla um breytingu deiliskipulagi lóðarinnar vegna viðbyggingar á fyrstu hæð og stækkun svala á annarri hæð samtals 25,4 m2. Nýgingarhlutfall hækkar úr 0,36 í 0,40.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 7. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 15:18.