Bæjarstjórn

1262. fundur 13. september 2022 kl. 16:00 - 17:51 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2208008F - Bæjarráð - 3096. fundur frá 25.08.2022

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.2208017F - Bæjarráð - 3097. fundur frá 01.09.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 2.10 22067401 Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSK
    Frá Brú lífeyrissjóði, lagt fram erindi varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSK. Niðurstaða Bæjarráð - 3097 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til samþykktar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu Brú lífeyrissjóðs um endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSK vegna ársins 2022.

Önnur mál fundargerðir

3.2208021F - Bæjarráð - 3098. fundur frá 08.09.2022

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 3.1 2008519 Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK
    Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags 22.08.2022, lögð fram umsögn varðandi beiðni HSSK um nýtt húsnæði. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 01.09.2022. Niðurstaða Bæjarráð - 3098 Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samningi við HSSK ásamt verk- og greiðsluætlun. Kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til samþykktar. Helga Jónsdóttir greiddi atkvæði á móti.

    Bókun:
    "1.
    Valkostagreining sem lögð er fram hverfist einkum um verðmæti byggingarréttar, þar sem deiliskipulagstillaga er á byrjunarstigi og hefur ekki verið samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs. Fram kemur að breytingar í skipulagsferlinu muni hafa áhrif á verðmat byggingarréttarins.
    2.
    Ekki liggur fyrir hversu mikið land þarf vegna Borgarlínunnar.
    3.
    Í fyrirliggjandi greiningum liggur ekki fyrir hvernig nauðsynleg bátaaðstaða verður leyst. Hvorki liggur fyrir hvar við höfnina á að koma fyrir bátaskýli fyrir HSSK né heldur hvaða kostnaður fylgi þeirri uppbyggingu. Ekki er forsvaranlegt að ganga til samninga án þess að búið sé að leysa það mál og hvaða kostnað af því leiði.
    Undirrituð telur ljóst að af hálfu bæjaryfirvalda sé málið vanbúið til ákvörðunar."
    Helga Jónsdóttir

    Bókun:
    "Eftir mikla samráðsvinnu er það niðurstaðan að hagsmunum Kópavogsbæjar og HSSK sé best borgið með því að samþykkja erindið. Þar með er óvissu í framtíðaráformum Hjálparsveitarinnar tryggð og starfseminni fundinn staður í nýju húsnæði."
    Orri Vignir Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson, Sigvaldi Egill Lárusson.

    Bókun:
    "Undirrituð telur þá tillögu sem hér liggur fyrir farsæla fyrir bæði Kópavogsbæ og Hjálpasveit skáta í Kópavogi. Stuðningur við erindið felur ekki í sér stuðning við þá skipulagstillögu sem liggur fyrir um reit nr. 13."
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
  • 3.7 2202198 Samþykkt um hundahald
    Frá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, dags. 31.08.2022, lögð fram samþykkt um hundahald sem samþykktar voru í heilbrigðisnefnd mánudaginn 29. ágúst s.l. Heilbrigðisnefnd vísar þeim til bæjarstjórnar til umfjöllunar og samþykktar. Niðurstaða Bæjarráð - 3098 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu að samþykkt um hundahald.

Önnur mál fundargerðir

4.2208011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 350. fundur frá 19.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2208018F - Forsætisnefnd - 202. fundur frá 08.09.2022

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2208019F - Íþróttaráð - 122. fundur frá 30.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2208012F - Skipulagsráð - 126. fundur frá 05.09.2022

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.
  • 7.6 2208270 Leikskóli við Skólatröð. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Um er að ræða minni háttar lagfæringu á afmörkun á landnotkunarreitum þ.e. reitur fyrir leikskóla/samfélagsþjónustu, S-6, verður stækkaður til samræmis við lóðarmörk, enda hefur lóðin verið nýtt þannig um langa hríð. Á reitnum er/verði leikskóli en breytingar á húsnæði og nýbyggingar sem falla að nýtingu svæðisins sem samfélagsþjónustu eru heimilar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 126 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir leikskólalóð við Skólatröð (S-6) með tilvísun í 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.8 2208095 Boðaþing 5 - 13, breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 5-13
    Í breytingunni felst að innri byggingarreitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyri aðkomu þjónustubíla á norðurhluta lóðarinnar (sjúkra- sorp og matarbíla) með nýjum einbreiðum akvegi 3,5 til 4 m. á breidd sem liggur frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna.
    Rökin fyrir umræddri breytingu liggja í ósk lóðarhafa um betra innra fyrirkomulag fyrirhugaðra bygginga til hagsbóta fyrir íbúa Boðaþings og til að auka vinnuhagræðingu hjá starfsfólki þar sem minni fjarlægð verður milli heimiliseininga.
    Aðkoma og lega bílastæða breytist.
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 24. ágúst 2006 m.s.br. samþykkt 12. apríl 2016 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 26. apríl 2016.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 126 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.16 2208035 Jöklalind 10, breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Garðars Snæbjörnssonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 20. júní 2022 að breyttu deiliskipulagi "Vesturhluti Fífuhvammslands - Íbúðasvæði norðan Fífuhvammsvegar," samþykkt í bæjarstjórn 15. ágúst 1995 m.s.br. og staðfest af skipulagsstjóra ríkisins 12. september 1995. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar nr. 10 við Jöklalind.
    Í breytingunni felst að breyta og stækka núverandi byggingarreit til austurs um 38,6 m² og koma þar fyrir tveggja herbergja aukaíbúð 52 m² að stærð, á einni hæð. Aðkoma að umræddri íbúð er á suðurhlið
    Meðfylgjandi eru uppdrættir í mælikvarða 1:100 og 1:500 ásamt greinargerð dags. 22. júní 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 126 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með sex atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn vísar með 11 atkvæðum erindinu til skipulagsráðs til frekari rýni.
  • 7.17 2204079 Kársnesbraut 108, breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 22. apríl 2022 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut.
    Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til suðurs á 2. hæð um 2,7 metra og þaksvölum komið fyrir þar ofaná. Byggingarreitur er stækkaður að hluta til á norðurgafli til að koma fyrir svölum á 2. og 3. hæð. Á vesturhlið eru settar utanáliggjandi svalir og húsið klætt með klæðningu úr sementsbundnum plötum. Heildarstærð atvinnuhúsnæðis breytist úr 1.868 m² í 1.806 m² og íbúðarhúsnæðis úr 849 m² í 776.5 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 1.2 í 1.1. Gert er ráð fyrir 1,3 bílastæðum á hverja íbúð og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 106, 110, 123, 125, 127, 129 og Hafnarbrautar 10. Kynningartíma lauk 11. júlí 2022. Athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var erindið lagt fram ásamt innsendum athugasemdum og því frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar og byggingarfulltrúa.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. september 2022 og umsögn byggingarfulltrúa dags. 30. ágúst 2022
    Niðurstaða Skipulagsráð - 126 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með fimm atkvæðum, gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur. Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur og hjásetu Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
  • 7.20 2103898 Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigðurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 69 við Kópavogsbraut. Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 29. mars 2021 var lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 69 og 71 við Kópavogsbraut. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á einni hæð og kjallara að hluta til á hvorri lóð. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðunum er fjölgað í tvær á hvorri lóð á einni hæð ásamt kjallara. Byggingarmagn á lóðunum eykst um 126 m² á hvorri lóð, úr 230 m² í 356 m². Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur á hvorri lóð.
    Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
    Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir og ábendingar bárust, þar á meðal ábending um ósamræmi í kynningargögnum. Það var mat skipulagsdeildar að greint ósamræmi hafi getað torveldað hagsmunaaðilum að meta umfang þeirrar breytingar sem lögð var til. Kynningargögn hafa verið leiðrétt og hefur tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna nú verið kynnt að nýju. Tillögunni hefur ekki verið breytt að öðru leiti.
    Eftirfarandi leiðréttingar voru gerðar á kynningargögnunum:
    Kynningaruppdrættir fyrir lóðirnar tvær sameinaðir. Þakkóti (þakhæð) leiðréttir og uppgefnir í Reykjavíkurhæðakerfi. Byggingarreitir leiðréttir miðað við tillögu sem samþykkt var í kynningu. Ítarlegri skýringarmyndir: grunnmyndir, sneiðingar, götumynd og skuggavarps greining.
    Kynningartíma lauk 12. ágúst 2022, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn Alta f.h. skipulagsdeildar dags. 1. september 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 126 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
  • 7.21 2103900 Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigðurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 71 við Kópavogsbraut. Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 29. mars 2021 var lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 69 og 71 við Kópavogsbraut. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á einni hæð og kjallara að hluta til á hvorri lóð. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðunum er fjölgað í tvær á hvorri lóð á einni hæð ásamt kjallara. Byggingarmagn á lóðunum eykst um 126 m² á hvorri lóð, úr 230 m² í 356 m². Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur á hvorri lóð.
    Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
    Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir og ábendingar bárust, þar á meðal ábending um ósamræmi í kynningargögnum. Það var mat skipulagsdeildar að greint ósamræmi hafi getað torveldað hagsmunaaðilum að meta umfang þeirrar breytingar sem lögð var til. Kynningargögn hafa verið leiðrétt og hefur tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna nú verið kynnt að nýju. Tillögunni hefur ekki verið breytt að öðru leiti.
    Eftirfarandi leiðréttingar voru gerðar á kynningargögnunum:
    Kynningaruppdrættir fyrir lóðirnar tvær sameinaðir. Þakkóti (þakhæð) leiðréttir og uppgefnir í Reykjavíkurhæðakerfi. Byggingarreitir leiðréttir miðað við tillögu sem samþykkt var í kynningu. Ítarlegri skýringarmyndir: grunnmyndir, sneiðingar, götumynd og skuggavarps greining.
    Kynningartíma lauk 12. ágúst 2022, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn Alta f.h. skipulagsdeildar dags. 1. september 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 126 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
  • 7.22 2204613 Litlavör 19, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 25. apríl 2022 sem varðar tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi deiliskiplagi er heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum sem er 282 m² að stærð ásamt stakstæðri bílageymslu sem er 38 m² að stærð.
    Í breytingunni felst að auka byggingarmagn parhússins úr 282 m² í 328 m². Svalir á norðurhlið viðbyggingar fara út fyrir byggingarreit. Þakkantar á suður- og vesturhlið fara um 20 cm upp fyrir hámarksvegghæð á hluta þaks.
    Stærð lóðar er 950 m² og hámarks nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0.33 í 0.38. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag; Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7 sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. nóvember 2010 m.s.br. að Litluvör 15-23 samþykkt í bæjarstjórn 12. febrúar 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 16. apríl 2019.
    Meðfylgjandi skýringaruppdættir dags. 30. maí 2022 í mkv. 1:1000 og 1:250.
    Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Litluvarar 15, 17, 21 og 23.
    Kynningartíma lauk 21. júlí 2022, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. september 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 126 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2208014F - Leikskólanefnd - 143. fundur frá 25.08.2022

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2208010F - Velferðarráð - 105. fundur frá 22.08.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2207012 - Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.05.2022

Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.05.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.22067333 - Fundargerð 540. fundar stjórnar SSH frá 13.06.22

Fundargerð 540. fundar stjórnar SSH frá 13.06.22
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2207231 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 23.06.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 23.06.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2207232 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 04.07.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 04.07.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2208556 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 10.08.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 10.08.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2207136 - Fundargerð 541. fundar stjórnar SSH frá 05.07.22

Fundargerð 541. fundar stjórnar SSH frá 05.07.22
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2208435 - Fundargerð 542. fundar stjórnar SSH frá 12.08.2022

Fundargerð 542. fundar stjórnar SSH frá 12.08.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2208415 - Stjórn SSH Bókun 542. fundar - Samgöngusáttmálinn

Stjórn SSH Bókun 542. fundar - Samgöngusáttmálinn
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2208840 - Fundargerð 108. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 26.08.2022

Fundargerð 108. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 26.08.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2208589 - Fundargerð 468. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.05.2022

Fundargerð 468. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.05.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2208531 - Fundargerð 357. fundar stjórnar Strætó frá 01.06.2022

Fundargerð 357. fundar stjórnar Strætó frá 01.06.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2208620 - Fundargerð 358. fundar stjórnar Strætó frá 04.07.2022

Fundargerð 358. fundar stjórnar Strætó frá 04.07.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2208621 - Fundargerð 359. fundar stjórnar Strætó frá 15.08.2022

Fundargerð 359. fundar stjórnar Strætó frá 15.08.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2207034 - Fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.06.2022

Fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.06.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2208858 - Fundargerð 6.fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes frá 29.08.2022

Fundargerð 6.fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes frá 29.08.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2207014 - Fundargerð 911 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.06.2022

Fundargerð 911 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.06.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.2209018 - Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.08.2022

Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.08.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.2208683 - Fundargerð 241. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.05.2022

Fundargerð 241. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.05.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

28.2208684 - Fundargerð 242. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 12.08.2022

Fundargerð 242. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 12.08.2022
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:51.