Bæjarstjórn

1217. fundur 09. júní 2020 kl. 16:00 - 19:11 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tilaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 25 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32. hæða byggingu eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum er áætluð um 94.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 132.000 m2 þar af um 80.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.6 og 1.1 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum þann 7. maí sl. Bæjarstjórn samþykkti að fresta málinu á fundi sínum þann 12. maí sl.
Breytingartillaga við tillögu skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima (reit 1).

"Á eftir þriðju setningunni í tillögunni sem hljóðar svo: Í breytingunni felst að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagsvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis.
Við bætist: Einni fjölbýlishúsalóð verður úthlutað til óhagnaðardrifinna byggingafélaga eða byggingasamvinnufélaga sem hafa það að markmiði að byggja fyrir þá hópa sem skipa þrjá lægstu tekjufimmtunga á Íslandi.

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar."

Bæjarstjórn hafnar breytingatillögunni með 8 atkvæðum gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Péturs Hrafns Sigurðssonar og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur og Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Fundargerð

2.2005013F - Bæjarráð - 3004. fundur frá 28.05.2020

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2005019F - Bæjarráð - 3005. fundur frá 04.06.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 3.1 2005757 Breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða
    Tillögur lögfræðings velferðarsviðs að breytingum á reglum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis lagðar fram til afgreiðslu. Velferðarráð samþykkti framlagðar breytingar á reglum fyrir sitt leyti. Lögfræðingi velferðarsviðs var falið að gera breytingar á 17. og 20. grein til samræmis við umræður og leggja málið að því loknu fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar á fundi sínum þann 28. maí sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3005 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða.
  • 3.3 2004465 Markavegur 7. Umsókn um lóð undir hesthús
    Frá bæjarlögmanni, dags. 2. júní, lögð fram umsókn um lóðina Markarveg 7 frá S8 ehf., kt. 661005-1490. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda. Niðurstaða Bæjarráð - 3005 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa S8 ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Markarvegi 7. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa S8 ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Markarvegi 7.
  • 3.4 2006078 Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús
    Frá bæjarlögmanni, dags. 2. júní, lögð fram umsókn um lóðina Markarveg 8 frá S8 ehf., kt. 661005-1490. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda. Niðurstaða Bæjarráð - 3005 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita S8 ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Markarvegi 8. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa S8 ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Markarvegi 8.
  • 3.5 1609996 Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
    Frá íþróttaráði, lögð fram drög að nýrri 2. mgr. 9. gr. samstarfssamnings milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs Íþróttafélaga í Kópavogi: "Í samræmi við 11. gr. laga SÍK þar sem fram kemur að starfsmenn íþróttadeildar Kópavogs og fulltrúi íþróttaráðs hafa rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt þá skulu þessir aðilar einnig boðaðir á stjórnarfundi SÍK þar sem þeir njóta sömu réttinda og á ársþingi SÍK. Boðun framangreindra aðila á stjórnarfund SÍK er háð því skilyrði að Kópavogsbær tilnefni með skriflegum hætti til SÍK hvaða aðilar eru fulltrúar Kópavogsbæjar hvað þetta varðar."
    Íþróttaráð lagði til við bæjarráð á þessi breyting yrði samþykkt og Kópavogsbær tilnefni fulltrúa í stjórn SÍK. Bæjarráð frestaði málinu á síðasta fundi.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3005 Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 18:09, fundi fram haldið kl. 18:22

    Breytingartillaga:
    "Í tengslum við þá tillögu að breytingu á samstarfssamningi milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs Íþróttafélaganna í Kópavogi (SÍK) um að Kópavogsbær tilnefni einn fulltrúa með tillögu og málfrelsi á stjórnarfundum SÍK þá samþykkir bæjarstjórn að þeirri tillögu verði breytt þannig að Kópavogsbær tilnefni tvo fulltrúa."

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum svo breytta tillögu að breytingu á samstarfssamningi milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi.

Fundargerð

4.2006003F - Forsætisnefnd - 158. fundur frá 04.06.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 2006241 Aðgangur kjörinna fulltrúa að fylgigögnum fundargerða
    Lagðar fram reglur um aðgang kjörinna fulltrúa að fylgiskjölum funda bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda Kópavogsbæjar. Niðurstaða Forsætisnefnd - 158 Forsætisnefnd vísar drögum að reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum með áorðnum breytingum.

Fundargerð

5.2005012F - Barnaverndarnefnd - 106. fundur frá 20.05.2020

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2005003F - Hafnarstjórn - 114. fundur frá 11.05.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.20051019 - Fundargerð 226. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.05.2020

Fundargerð í 31 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2004023F - Menntaráð - 61. fundur frá 05.05.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2005010F - Menntaráð - 62. fundur frá 19.05.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2005006F - Skipulagsráð - 77. fundur frá 02.06.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2005870 - Fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.05.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.20051132 - Fundargerð 427 fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.05.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2005805 - Fundargerð 497. fundar stjórnar SSH frá 18.05.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2005018F - Ungmennaráð - 17. fundur frá 26.05.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.2005017F - Velferðarráð - 64. fundur frá 25.05.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:11.