Dagskrá
Fundargerð
1.2002016F - Bæjarráð - 2991. fundur frá 27.02.2020
Fundargerð í 12 liðum.
1.1
1704157
Endurskoðun á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu
Niðurstaða Bæjarráð - 2991
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur starfshóps um breytingar á félagslega húsnæðiskerfinu í þremur liðum.
1.2
1802191
Sérstakur húsnæðisstuðningur. Breyting á reglum.
Niðurstaða Bæjarráð - 2991
Fundarhlé hófst kl. 8:25, fundi fram haldið kl. 9:17
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögur starfshóps um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
1.5
2002504
Leitað leyfis landeiganda vegna notkunar á tjaldvögnum, húsbílum eða sambærilegu utan tjaldsvæða
Niðurstaða Bæjarráð - 2991
Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu með þremur atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Einars Ö. Þorvarðarsonar, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Péturs H. Sigurðssonar.
Fundargerð
2.2002023F - Bæjarráð - 2992. fundur frá 05.03.2020
Fundargerð í 26 liðum.
2.1
2002577
Ósk um samþykki fyrir tímabundinni lántöku
Niðurstaða Bæjarráð - 2992
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum beiðni stjórnar Sorpu bs. um tímabundna lántöku félagsins.
Bókun:
"Hér liggur fyrir tillaga frá stjórn Sorpu um að Kópavogsbær gangist í ábyrgð fyrir hlut sveitarfélagsins í 600 milljóna króna yfirdráttarheimild. Upphæðin kemur til viðbótar við þær 1.400 milljóna króna sem þegar er búið að ábyrgjast nýverið til þess að tryggja gjaldfærni fyrirtækisins. Í ljósi þess að fjárhagsáætlanir hafa ekki staðist og enn hafa ekki komið endurskoðaðar rekstraráætlanir þá óska undirrituð eftir því að endurskoðaðar rekstraráætlanir fyrir fyrir Gas-og jarðgerðarstöðina verði lagðar fram eins fljótt og auðið er. Að auki verði umhverfisáætlanir lagðar fram sem sýna hvernig moltu- og metan framleiðslan muni nýtast til framtíðar.
Hjördís Ýr Johnson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Einar Ö. Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Bergljót Kristinsdóttir og Pétur H. Sigurðsson."
Bókun:
"Afar hratt hefur sigið á ógæfuhliðina í rekstri SORPU á stuttum tíma. Rekstur fyrirtækisins er þess eðlis að ekki kemur til greina að láta hann stöðvast og því ekki hægt annað en að samþykkja ósk SORPU um auknar lánaheimildir upp á 600 milljónir króna. Í eigendastefnu SORPU og í stofnsamningi fyrirtækisins kemur fram að “stjórn SORPU samþykkir árlegar fjárhags- og starfsáætlanir sem framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að undirbúa. Jafnframt segir “stjórn SORPU hefur reglubundið eftirlit með að framkvæmdastjóri fylgi fjárhags og starfsáætlun eftir. Stjórn SORPU annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna fyrirtækisins.
Hér hefur ekki tekist vel til.
Framkvæmdastjórinn hefur verið látinn taka pokann sinn en ekkert fararsnið er á stjórninni.
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata"
Bókun:
"Stjórn Sorpu bs. boðaði til fundar með öllum bæjarfulltrúum á höfuðborgarsvæðinu, mánudaginn 24. feb. sl., til að kynna stöðu og næstu skref í málefnum byggðasamlagsins. Stjórn byggðasamlagsins, framkvæmdastjóri og fjármálalegur ráðgjafi upplýstu um stöðuna og kynntu gögn þar að lútandi og áform um viðbrögð við lausafjárvanda Sorpu bs. Þar kom m.a. fram að unnið er að áætlun um greiningu á vanda fyrirtækisins og leiðir að úrbótum. Sú úttekt mun liggja fyrir í vor.
Þá mætti á fund bæjarráðs Birgir Björn Sigurjónsson fyrrum fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og fór yfir þá vinnu og greiningu sem hann ásamt Helga Þór Ingasyni og Haraldi Flosa Tryggvasyni hafa unnið á fjárhagsstöðu Sorpu. Sú vinna stendur yfir og er umrædd fjármögnun liður í þeirri endurskipulagningu.
Margrét Friðriksdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal og Birkir Jón Jónsson."
Fundargerð
3.2002007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 285. fundur frá 13.02.2020
Fundargerð
4.2002011F - Barnaverndarnefnd - 102. fundur frá 19.02.2020
Fundargerð
5.2002022F - Barnaverndarnefnd - 103. fundur frá 26.02.2020
Fundargerð
6.2003001F - Forsætisnefnd - 152. fundur frá 05.03.2020
Önnur mál fundargerðir
7.2002599 - Fundargerð 253. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.02.2020
Fundargerð
8.2001023F - Hafnarstjórn - 113. fundur frá 20.02.2020
Fundargerð
9.2002012F - Leikskólanefnd - 116. fundur frá 20.02.2020
Fundargerð
10.2002010F - Menntaráð - 56. fundur frá 18.02.2020
Önnur mál fundargerðir
11.2002593 - Fundargerð fundar Reykjanesfólkvangs frá 12.02.2020
Önnur mál fundargerðir
12.2003078 - Fundargerð 377. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 01.10.2019
Önnur mál fundargerðir
13.2003079 - Fundargerð 378. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.10.2019
Önnur mál fundargerðir
14.2003080 - Fundargerð 379. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.12.2019
Fundargerð
15.2002005F - Skipulagsráð - 70. fundur frá 02.03.2020
Fundargerð í 17 liðum.
15.7
2002329
Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 70
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipyulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Einars Ö. Þorvarðarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
15.8
2002330
Dalvegur 30. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 70
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipyulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Einars Ö. Þorvarðarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
15.9
2002331
Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 70
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipyulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Einars Ö. Þorvarðarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
15.14
1906472
Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 70
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
15.15
1911661
Gulaþing 60. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 70
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
15.16
1912190
Múlalind 10. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 70
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
Önnur mál fundargerðir
16.2002726 - Fundargerð 188. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.02.2020
Önnur mál fundargerðir
17.2002673 - Fundargerð 482. fundar stjórnar SSH frá 07.02.2020
Önnur mál fundargerðir
18.2003074 - Fundargerð 21. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2020
Önnur mál fundargerðir
19.2002650 - Fundargerð 317. fundar stjórnar Strætó frá 21.02.2020
Önnur mál fundargerðir
20.2003075 - Fundargerð 92. fundar svæðisskiplagsnefndar frá 21.02.2020
Fundargerð
21.2002014F - Ungmennaráð - 15. fundur frá 24.02.2020
Fundargerð
22.2002019F - Velferðarráð - 59. fundur frá 24.02.2020
Fundi slitið - kl. 18:55.