Bæjarstjórn

1162. fundur 26. september 2017 kl. 16:15 - 22:02 Í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1709006F - Velferðarráð - 14. fundur frá 11.09.2017

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.

Kosningar

2.1509729 - Kosningar nefnda

Umhverfis- og samgöngunefnd:
Hjörtur Sveinsson verður aðalmaður í stað Einars Baldurssonar
Guðjón Ingi Guðmundsson verður varamaður

Jafnréttis- og mannréttindanefnd:
Páll Maris Pálsson verður aðalmaður í stað Sigurbjargar Vilmundardóttur sem verður varamaður

Öldungaráð:
Theódóra S. Þorsteinsdóttir verður aðalmaður í stað Sverris Óskarssonar

Kosningar

3.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Kosning formanns í öldungaráð.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Karen E. Halldórsdóttir verði formaður Öldungaráðs.

Önnur mál

4.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar dags. 17.8.2017 - seinni umræða.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 90
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum að stofnun bílastæðasjóð Kóapvogs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1708013F - Skipulagsráð - 14. fundur frá 19.09.2017

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.
  • 5.4 1703287 Austurkór 127. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Austurkór 127, dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Jafnfram er óskað eftir að byggingarreitur verði breikkaður um 5 metra. Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Athugasemdafresti lauk 4. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.5 17011004 Lækjasmári 11-17, sameining lóða. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 23. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að sameina lóðir húsanna nr. 11, 13, 15 og 17 við Lækjasmára þannig að um eina lóð sé að ræða í stað fjögurra lóða. Á fundi skipulagaráðs 20. mars 2017 var erindinu hafnað þar það væri ekki skilyrði í lögum um fjöleignahús nr. 26/1994 að fjölbýlishús standi á einni lóð svo hægt sé að gera eignaskiptayfirlýsingu. Þá lagt fram erindi Björns Ragnars Lárussonar fh. stjórnar húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 29. mars 2017 þar sem m.a. koma fram nánari upplýsingar vegna óska húsfélagsins um að sameina ofangreindar lóðir. Lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 24. maí 2017 varðandi endurupptöku málsins. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lækjasmára 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23. Athugasemdafresti lauk 21. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.6 1705033 Víðigrund 35, breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ingunnar Hafstað arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir heimild fyrir viðbyggingu á vesturhlið hússins og tengibyggingu á austurhlið að bílskúr sem einnig er sótt um. Viðbyggingin er 16 m2, tengibyggingin er 11,4 m2 og bílskúrinn 29,5 m2, samtals stækkun 56,9 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 11. apríl 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 33, 37 og 39. Í grenndarkynntri skipulagstillögu er einnig óskað eftir heimild til að nýta áður gerðan kjallara undir íbúðarhúsinu, 128 m2 að flatarmáli og koma fyrir tveimur gluggum á vesturhlið kjallara hússins.
    Byggingarmagn á lóðinni fyrir breytingu er 131,2 m2 og nýtingarhlutfall 0,30. Samkvæmt tillögunni yrði byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 281,1 m2 og nýtingarhlutfall 0,61. Athugasemdafresti lauk 21. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.7 1703429 Geislalind 6. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju eftir kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir stækkun á einbýlishúsi auk byggingar á stakstæðri vinnustofu og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Geislalind. Í breytingunni felst að við einbýlishúsið yrði byggð viðbygging og sólskáli, heildarstærð einbýlishúss eftir stækkun yrði um 145 m2. Stærð stakstæðar byggingar er áætluð um 133 m2, brúttóstærð eftir breytingu er 278 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 1. mars 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 1. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.8 1706667 Ögurhvarf 6. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka núverandi hús með 107 m2 viðbyggingu. Uppdrættir í mkv. 1:500 1:200 og 1:100 ásamt greinargerð og skýringarmyndum, dags. 20. október 2015. Einnig lagt fram undirskrifað samþykki lóðarhafa Dimmuhvarfs 19 og 21. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfi 19, 21, 23 og 25. Athugasemdafresti lauk 4. september 2017. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 14. september 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.9 1703847 Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 1. júní 2016, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 90 m2. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir viðbyggingu við og endurbótum á bílskúr alls 36 m2. Þak bílskúrs er hækkað og svölum komið fyrir á suðurhlið bílskúrsins. Samkvæmt tillögunni eykst byggingarmagn á lóðinni um 178 m2 og yrði heildarbyggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 590 m2. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38.
    Skipulagsráð samþykkti 19. júní 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58. Athugasemdafresti lauk 14. ágúst 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var afgreiðslu erindisins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dagsett 15. september 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Hafnað með tilvísan í framkomnar athugasemdir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.12 1709676 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Dalvegar 32 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Dalveg. Í tillögunni felst breytt aðkoma að lóð sem verður frá gatnamótum Hlíðarhjalla og Dalvegar (ljósagatnamót) og fyrirkomulag bílastæða á lóð breytist. Fyrirhugaður byggingarreitur fyrsta áfanga færist um 1 m til suðurs. Gert er ráð fyrir kjallara undir hluta fyrsta áfanga hússins en í gildandi deiliskipulagi er miðað við að kjallari sé undir öllu húsinu. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag frá 4. október 2007. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. í september 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.13 1610247 Dalaþing 26 og 26a. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Dalaþing 26 og 26a. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til suðurs sem nemur 10 m2 á hvoru húsi fyrir sig. Uppdráttur í mkv. 1:150 og 1:50. Þá lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir ofangreindri breytingu. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.14 1709320 Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Lundar 20 og 22 að breyttu deiliskipulagi. Í tillögunni felst a) breytt fyrirkomulag bílastæða við Lund 20 (Lundur 3 eða Gamli Lundur) b)fyrirhugað fjölbýlishús við Lund 22 færist 3 m til vesturs og gert er ráð fyrir inndreginni þakhæð á húsinu með einni íbúð þannig að heildafjöldi íbúða í húsinu verður 7 í stað 6 íbúðir. Fyrirhugað hús hækkar því úr 2 hæðum auk kjallara í 2 hæðir með inndreginni þakhæð auk kjallara. Bílastæðum á lóð er fjölgað úr 8 í 12. Uppdrætti í mkv 1:1000 dags. 1. september 2017. Þá lögð fram yfirlýsing Þorláks Jónssonar fh. húsfélagsins Lundar 20 dags. 22/8/2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.19 1709728 Kópavogsbraut 59. Breyting á deiliskipulagi. Fyrirspurn.
    Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta, dags. 14. September 2017, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 varðandi fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
    Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2.
    Í breytingunni felst að nuverandi einbýlishús á lóðinni byggt árið 1959 verði rifið og reist í þess stað fjölbýlishús með blönduðum íbúðum á lóðinni. Um er að ræða fimm tveggja herbergja íbúðir, ein þriggja hæða íbúð og ein fjögurra herberja íbúð. Stærð íbúðanna er frá 51 m2 til 118 m2. Alls sjö íbúðir á lóðinni og heildarfermetrafjöldi 556 m2. Nýtt nýtingarhlutfall yrði 0,54. Gert er ráð fyrir 7 bílastæðum á lóðinni auk hjólastæða og djúpgáma fyrir sorp.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Hafnað. Það er mat skipulagsráðs að byggingaráform lóðarhafa falli ekki að aðliggjandi byggð og yfirbragð hverfisins m.a. hvað varðar stærð og hlutföll eins og skilyrt er í aðalskipulagi bæjarins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.
  • 5.21 17081314 Vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar - verkefnalýsing vegna breytingar á svæðisskipulagi.
    Á 77. fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 23. júní 2017 var afgreitt erindi Mosfellsbæjar um að hefja breytingar á vaxtamörkum svæðiskipulags í landi Mosfellsbæjar þannig að athafnasvæði við Hólsheiði gæti stækkað til austurs. Svæðiskipulagsnefnd samþykkti verkefnalýsinguna með þeim breytingum að mörk athafnasvæðis verði minnkuð og skerpt verði á orðalagi um græna atvinnustarfsemi og lagði til við aðildarsveitarfélögin að afgreiða verkefnalýsinguna til kynningar og umsagnar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Niðurstaða Skipulagsráð - 14 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.1709355 - Fundargerð 271. fundar stjórnar Strætó bs. frá 25.08.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi lýsum yfir stuðningi við tillögur stjórnar Strætó um aukna þjónustu, sem nú eru til umfjöllunar í sveitarfélögum og í stjórn Sambands sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.
Tillögur stjórnar Strætó eru metnaðarfullar, samkvæmt óskum sveitarfélganna, auka tíðni og stytta ferðatíma, ekki síst í Kópavogi.
Aukinn akstur um kvöld og helgar, næturstrætó og afnám sumaráætlunar eru brýnt verkefni og lykilleiðir til að fjölga notendum og bæta upplifun farþega.
Rekstarframlag Kópavogs til Strætó eykst um 56 milljónir samkvæmt tillögunum.
Við bæjarfulltrúar Samfylkingar teljum fært að mæta því, með forgangsröðun við gerð fjárhagsáætlunar.

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Bókun:
Undirritaður þakkar fyrir það hrós sem hann fær frá Samfylkingunni fyrir störf sín sem fulltrúi í Strætó bs.
Sverrir Óskarsson

Önnur mál fundargerðir

7.1709333 - Fundargerð 378. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.09.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1709350 - Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 01.09.2017

Fundargerð í 32. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1709384 - Fundargerð 361. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 05.09.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að málið verði dagskrármál.

Dagskrármál

10.17081667 - Tillaga frá Ólafi Þ. Gunnarssyni. Breyting á bæjarmálasamþykkt, fjölgun bæjarfulltrúa

Fundarhlé hófst kl. 18.02, fundi fram haldið kl. 18.05.

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram frávísunartillögu við tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir frávísunartillögu með sjö atkvæðum gegn fjórum atkvæðum Birkis Jóns Jónssonar, Ólafs Þórs Gunnarssonar, Pétur Hrafns Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Fundarhlé hófst kl. 18.08, fundi fram haldið kl. 18.17.

Bókun:
"Tillögu um lýðræðisumbætur í bæjarstjórn er hér vísað frá með fundartæknilegu ofbeldi. Þann tíma sem undirritaður hefur verið í bæjarstjórn hefur umræða um bæjarmálasamþykkt aldrei verið afgreidd með þessum hætti heldur ávallt vísað til annarrar umræðu. Eðli bæjarmálasamþykktar er með þeim hætti að löggjafinn telur eðlilegt að tvær umræður fari fram um slíkar tillögur. Hér ákveður meirihluti bæjarstjórnar að taka ekki umræðuna, taka ekki afstöðu og brjóta því með yfirgengilegum hætti lýðræðislegar leikreglur.
Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir og
Birkir Jón Jónsson".

Fundarhlé hófst kl. 18.18, fundi fram haldið kl. 18.28.

Bókun:
Einungis er rúmt ár síðan bæjarmálasamþykkt Kópavogs var breytt í þá veru að hækka starfshlutfall bæjarfulltrúa, í ljósi þess að umfang starfs bæjarfulltrúa hefur aukist með fjölgun íbúa og fjölgun verkefna. Við vinnu á þessum breytingum á bæjarmálasamþykkt var ákveðið, af öllum í bæjarstjórn, að fjölga ekki bæjarfulltrúum. Engin slík tillaga var lögð fram en þó sat bæjarfulltrúinn Ólafur Þór Gunnarsson í forsætisnefnd. Í minnisblaði bæjarfulltrúans varðandi þetta málefni var ekki minnst einu orði á fjölgun bæjarfulltrúa. Það sem kemur þó mest á óvart er að bæjarfulltrúinn skyldi ekki hafa nokkra samvinnu um fyrirhugaðar breytingar á bæjarmálasamþykktinni eins og löng hefð er fyrir í bæjarstjórn og að hann skyldi ekki leggja fram kostnaðaútreikninga, en varlega áætlað myndi tillagan kosta 100 m.kr á einu kjörtímabili.
Framlögð tillaga er rof á sáttaferli sem bæjarfulltrúinn tók þátt í. Því er hafnað að hér sé verið að beita fundartæknilegu ofbeldi. Umræða fór fram í bæjarráði, forsætisnefnd og bæjarstjórn.´
Ármann Kr. Ólafsson, Sverrir Óskarsson, Margrét Friðriksdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur G. Geirdal.

Bókun:
Í 27.gr sveitarstjórnarlaga segir:

"27. gr. Réttur til að bera upp mál.
Sveitarstjórnarmaður á rétt á að tekið verði á dagskrá sveitarstjórnarfundar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess."

Og einnig í 18. gr

"18. gr. Tvær umræður í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn skal hafa tvær umræður, með a.m.k. einnar viku millibili, um:
1. samþykktir og aðrar reglur sem samkvæmt lögum eiga að hljóta staðfestingu ráðherra,
2. staðfestingu ársreiknings,
3. stefnumarkandi áætlanir sem gilda eiga til lengri tíma og taka til sveitarfélags í heild eða meiri hluta þess,
4. tillögu um sameiningu við annað sveitarfélag skv. 2. mgr. 120. gr.
Sveitarstjórn skal hafa tvær umræður, með a.m.k. tveggja vikna millibili, um fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins skv. 62. gr. Ákvæði þetta gildir þó ekki um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlanir."
Meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins finnst hinsvegar engin þörf á að fara eftir þessum grundvallar þáttum í íslenskri stjórnsýslu, jafnvel ekki þegar undir er sjálf bæjarmálasamþykktin.
Ólafur Þór Gunnarsson

Fundarhlé hófst kl. 18.33, fundi fram haldið kl. 18.36.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi og í hennar stað kom Hreiðar Oddsson.

Bókun:
Tvær umræður eru öryggisventill fyrir meiriháttar breytingar og samþykktir. Bæjarstórn er ekki tilbúin í slíkar breytingar.
Ármann Kr. Ólafsson, Sverrir Óskarsson, Margrét Friðriksdóttir, Hreiðar Oddsson, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur G. Geirdal.


Bókun:
Það er sorglegt að bæjarstjóra þyki breytingar á bæjarmálasamþykkt léttvægt atriði.
Ólafur Þór Gunnarsson

Fundarhlé hófst kl. 18.40, fundi fram haldið kl. 19.10.

Önnur mál fundargerðir

11.1709002F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 91. fundur frá 11.09.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1709004F - Lista- og menningarráð - 75. fundur frá 07.09.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1709014F - Leikskólanefnd - 86. fundur frá 18.09.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Bókun:
Undirrituð lýsa óánægju með að ekki skuli birt í fundarmannagátt bréf aðstoðarleikskólastjóra til bæjarstjóra sem tekið var fyrir á fundi leikskólanefndar frá 18. september. Það er merkilegt að allar skýrslur sem sýna Kópavogsbæ í jákvæðu ljósi eru skilmerkilega birtar, en ekki bréf sem er gagnrýnið á núverandi ástand í sumum leikskólum bæjarins.

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar


Bókun:
Bæjarfulltrúanum hefði verið í lófa lagið, allt frá föstudegi, að koma með þessa ábendingu og þá hefði að sjálfsögðu orðið við því. Þessu er vísað til föðurhúsanna.
Ármann Kr. Ólafsson

Fundarhlé hófst kl.20.36, fundi fram haldið kl. 20.54

Bókun:
Öll gögn hafa verið birt í leikskólanefnd og munu áfram verða birt. Málefnið var einmitt tekið fyrir á fundinum og rætt opið, sem lýsir greinilega opnum vinnubrögðum og skilvirkri stjórnsýslu. Þá gat fulltrúi Samfylkingarinnar, eins og aðrir fulltrúar á fundi leikskólanefndar, tryggt að þetta gagn væri sett undir fylgiskjöl fundarins, en viðkomandi fulltrúi hafði greinilega ekki áhuga á því.
Sverrir Óskarsson

Bókun:
Hér er um starfsmannamál að ræða sem einhverja hluta vegna er tekið á dagskrá á fundi leikskólanefndar. Slíkt er að mínu mati ekki farsælt en er nú notað í pólitískum upphrópunarleik fulltrúa Samfylkingarinnar um leyndarhyggju á óæskilegum upplýsingum. Slíkt á alls ekki við þar sem skv. upplýsingum af nefndarfundi, var bréfið lesið upp en fylgdi ekki með sem fundargagn vegna tæknilegra örðugleika. Ástæður fyrir því þurfa að skrifast á aðra en þá sem sitja í bæjarstjórn.

Ég hef skilning á því að mönnunarmál leikskóla eru okkur erfið núna og álag á starfsmenn eykst við það. Við eigum sem bæjarstjórn að leggja okkur fram um að hafa aðbúnað kennara og barna eins góðan og kostur er hverju sinni.
Karen E. Halldórsdóttir

Önnur mál fundargerðir

14.1709018F - Forsætisnefnd - 100. fundur frá 21.09.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.
  • 14.2 17081667 Tillaga frá Ólafi Þ. Gunnarssyni. Breyting á bæjarmálasamþykkt, fjölgun bæjarfulltrúa
    Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa um breytingu á bæjarmálasamþykkt Kópavogs. Bæjarráð samþykkir að 1. grein Bæjarmálasamþykktar Kópavogs hljóði þannig: 1. grein Skipan bæjarstjórnar Bæjarstjórn Kópavogs er skipuð 15 fulltrúum, sem kjörnir eru lýðræðislegri kosningu af íbúum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um kosningar til bæjarstjórna. Jafnframt að 27. grein orðist svo: 27. gr. Kosning bæjarráðs. Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa sjö aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarráð til eins árs. Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í bæjarráð, sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga. Þeir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar, sem kosningu hafa hlotið af sama lista og hinn kjörni bæjarráðsmaður eru varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann bæjarráðs úr hópi kjörinna bæjarráðsmanna. Bæjarráð getur ráðið sér fundarritara utan bæjarráðs. Kosning í bæjarráð skal vera leynileg og bundin hlutfallskosning sé þess óskað. Bæjarstjóri situr fundi bæjarráðs með málfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hefur hann aðeins að hann sé bæjarfulltrúi og kjörinn í bæjarráðið. Erindinu var vísað til forsætisnefndar í bæjarráði 24.ágúst. Forsætisnefnd frestaði erindinu á fundi sínum sl. 6. september. Niðurstaða Forsætisnefnd - 100 Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    Bókun forsætisnefndar:
    Forsætisnefnd tekur ekki efnislega afstöðu til framlagðrar tillögu og telur eðlilegt að tillagan verði rædd á vettvangi bæjarstjórnar. Þá óskar forsætisnefnd eftir samantekt á kostnaði við fjölgun bæjarfulltrúa annars vegar upp í 13 bæjarfulltrúa og hinsvegar upp í 15 bæjarfulltrúa. Kostnaðargreining verði tilbúin fyrir bæjarstjórnarfund 26. september n.k.
    Niðurstaða Sjá dagskrárlið nr. 1.

Önnur mál fundargerðir

15.1709016F - Bæjarráð - 2883. fundur frá 21.09.2017

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.
  • 15.2 1709847 Alþingiskosningar 2017
    Frá kjörstjórn Kópavogs, dags. 20. september, lagðar fram tillögur er varða Alþingiskosningar næstkomandi 28.október. Niðurstaða Bæjarráð - 2883 Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

16.1709012F - Bæjarráð - 2882. fundur frá 14.09.2017

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1708015F - Bæjarráð - 2881. fundur frá 07.09.2017

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.

Bókun vegna 1. dagskrárliðar:
Það er ánægjulegt að rekstrarniðurstaða A og B hluta Kópavogsbæjar sé jákvæð um 655 milljónir króna.
Áhyggjuefnið er hinsvegar að þessi jákvæða niðurstaða er til komin að stærstum hluta vegna utanaðakomandi ástæðna en ekki vegna ráðdeildar í rekstri bæjarins.
Þar má nefna að verðbólga er mun lægri en áætlað var sem skilar 310 milljónum og tekjufærsla vegna lóðaúthlutunar upp á 221 milljón kemur inn sem ekki var á áætlun.

Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson

Fundi slitið - kl. 22:02.