Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, frá byggingarfulltrúa, tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst Nýbýlavegi 68, Lundabrekku 2, Nýbýlavegi 72, Nýbýlavegi 76, Nýbýlavegi 80 og Túnbrekku 2, 4 og 6. Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.