Bæjarstjórn

1007. fundur 30. desember 2009 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá
Forseti Ármann Kr. Ólafsson setti fund kl. 16.00 og gert var síðan fundarhlé.

Fundi var síðan fram haldið kl. 16.30

1.912016 - Bæjarráð 22/12

2531. fundur

Ólafur Þór Gunnarsson kvaddi sér hljóðs varðandi lið 9, Þorrasalir 1-15, breytt deiliskipulag og kvaðst leggjast gegn tillögunni.  Þá kvaddi Hafsteinn Karlsson sér hljóðs vegna sama liðar og kvað Samfylkinguna leggjast gegn breytingartillögunni.  Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls vegna sama liðar og lýsti sig samþykkan tillögunni. Þá tók Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri til máls vegna sama liðar og lýsti sig samþykkan tillögunni.  Þá tók Hafsteinn Karlsson aftur til máls vegna sama liðar og lagði fram svofellda bókun Samfylkingarinnar og Vinstri grænna:  ""Fulltrúar Samfylkingarinnar greiða atkvæði gegn tillögunni vegna aukins byggingarmagns sem ekki samræmist ákvæðum skipulagslaga um að breyting á nýsamþykktu skipulagi þurfi að styðjast við sterk skipulagsleg rök svo réttlætanlegt sé að breyta skipulagi.  Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Flosi Eiríksson, Ingibjörg Hinriksdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson""

 

Var þá gert fundarhlé kl. 16.38.  Fundi framhaldið kl. 16.40 og bókun Samfylkingar var breytt þannig að undir hana ritaði jafnframt Ólafur Þór Gunnarsson.  Þá kvaddi Guðríður Arnardóttir sér hljóðs vegna liða 29 og 34.  Þá kvaddi Gunnsteinn Sigurðsson sér hljóðs vegna liðar 29 og lagði til svofellda breytingu, að bókun bæjarráðs verði ""með fyrirvara um að breytingar á deiliskipulagi nái fram að ganga"".

 

Forseti bar undir fundinn lið 9 - mál 0901090 Þorrasalir 1 - 15, breytt deiliskipulag, sem ágreiningur var um í bæjarráði 22/12.  Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn 5.

 

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu Gunnsteins Sigurðssonar við lið 29.  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin síðan afgreidd án frekari umræðu.

 

2.912010 - Byggingarnefnd 15/12

1311. fundur

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina án umræðu.

3.912011 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 12

Bæjarstjórn samþykkir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

4.912012 - Félagsmálaráð 15/12

1274. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

5.912009 - Íþrótta- og tómstundaráð 14/12

242. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.912013 - Lista- og menningarráð 25/11

348. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.912001 - Skipulagsnefnd 15/12

1173. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.912004 - Skólanefnd 14/12

21. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 25/11

300. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.901308 - Fundargerð stjórnar slökkviliðs hbsv. 18/12

88. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 15/12

128. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.901387 - Fundargerð stjórnar Tónlistarhúss 10/12

105. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.912005 - Umhverfisráð 14/12

484. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.911395 - Hólmsheiði, deiliskipulagsbreyting

Forseti leitaði samþykkis fundarins fyrir því að sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs  Birgir H. Sigurðsson gerði grein fyrir málinu og var það samþykkt.  Hann fór síðan yfir bókanir umhverfisráðs og skipulagsnefndar. 

 

Bæjarstjórn gerir svofellda bókun:  Bæjarstjórn staðfestir bókanir umhverfisráðs frá 14. desember 2009 og skipulagsnefndar frá 15. desember 2009, þar sem fram koma m.a. eindregin tilmæli til borgaryfirvalda um að yfirfara áætlanir sínar um að veita hluta ofanvatns frá fyrirhuguðu athafnasvæði á Hólmsheiði í Hólmsána og Elliðavatn þannig  að öllu ofanvatni verði veitt framhjá Elliðavatni.  Slíkt mun viðhalda hreinleika vatnsins.

 

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og bókunin borin undir atkvæði og samþykkt með 10 atkvæðum.

 

 

15.912645 - Fjárhagsáætlun 2010

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu um álagningu gjalda:

Tillaga að álagningu gjalda árið 2010:

I. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á fundi sínum þann 30.12. 2009 að útsvar fyrir árið 2010 verði 13,28%.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2010 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur

1. Íbúðarhúsnæði 0,28% af fasteignamati.
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði 1,64% af fasteignamati.
3. Opinbert húsnæði 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
4. Hesthús 0,625% af fasteignamati.
5. Sumarhús 0,625% af fasteignamati.


b) Vatnsskattur og holræsagjald

1. Vatnsskattur verði 0,117% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 24,38 fyrir hvern m3 vatns.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, nemi 0,135% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 18.250 og innheimtist með fasteignagjöldum.

c) Lóðarleiga

1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 13,99 á fm
2. Lækjarbotnar kr. 13,99 á fm
3. Fyrir lóðir annarra húsa kr. 113,31 á fm

Gjalddagar fasteignagjalda 2010 verði átta, þann 15. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.

Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 30.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2010.

Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 16.02. 2010 fá 5% staðgreiðsluafslátt.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.400.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.300.000 krónur.

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.400.001 - 2.780.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.300.001 - 3.760.000 krónur.

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 2.780.001 - 3.050.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.760.001 - 4.150.000 krónur.

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.050.001 - 3.260.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.150.001 - 4.440.000 krónur.


Örorkulífeyrisþegar skulu skila ljósriti af örorkuskírteini.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2010. Gjaldið skal vera kr. 17.300 á íbúð. Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.

IV. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að gjald fyrir hreinsun taðþróa hesthúsa á hesthúsasvæði Gusts verði 555 kr. á hvern m2 hesthúss. Gjaldið greiðist fyrirfram. Stjórn hestamannafélagsins Gusts tilkynnir Kópavogsbæ, í hvaða húsum ekki skuli hreinsa taðþrær. Tilkynningin skal berast Kópavogsbæ fyrir álagningu fasteignagjalda.

Vísast til samþykktrar fjárhagsáætlunar, sem birt verður á vefnum.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði því næst fram eftirfarandi bókun:

Bókun vegna fjárhagsáætlunar 2010


Helstu atriði varðandi fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010:

Útsvar fyrir árið 2010 verður áfram 13,28%.

Vinna við fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og standa þeir saman að henni. Í fjárhagsáætlun ársins 2010 felst málamiðlun ólíkra sjónarmiða flokkanna sem að henni standa, með það sameiginlega markmið að vernda grunnþjónustu við bæjarbúa og halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki.

Tekjur bæjarins munu væntanlega dragast saman á árinu 2010 um leið og rekstrarkostnaður og fjármagnskostnaður hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Því er ekki hjá því komist að hækka gjaldskrár samhliða hagræðingu í rekstri, meðal annars munu:

Gjaldskrár í leik- og grunnskólum bæjarins hækka lítillega en eru þær hækkanir þó langt undir vísitöluhækkun undanfarinna mánaða.

Fasteignagjöld hækka en þó ekki til samræmis við vísitöluþróun.

Húsaleigubætur verða hækkaðar úr 91 m.kr. 2009 í 114 m.kr og mun fjárhagsaðstoð hækka til samræmis við vísitöluþróun síðasta árs.

Sérstök framlög til atvinnuskapandi verkefna verða 100 m.kr.

Sparnaði og hagræðingu hefur verið beitt í almennum rekstri bæjarins til að ná rekstri bæjarsjóðs hallalausum og miðað við gefnar forsendur verður rekstrarafgangur bæjarsjóðs 44 m.kr.


Áætlað er að framkvæma fyrir ríflega 1.200 m.kr. á árinu 2010. Helstu málaflokkar eru eftirfarandi:

-
Grunn- og leikskóli 223 m.kr.
-
Íþróttamannvirki 83 m.kr.
-
Þjónustumiðstöð og hjúkrunarrými fyrir aldraða 283 m.kr.

Stærstu rekstrarliðir í fjárhagsáætluninni eru (sem hlutfall af skatttekjum):

-
Fræðslumál 61%
-
Æskulýðs- og íþróttamál 11%
-
Félagsþjónusta 8%
-
Umferðar og samgöngumál 5%

Fjárhagsáætlun verður endurskoðuð eftir þrjá mánuði teljist tilefni til.

Sérstakar athugasemdir við fjárhagsáætlun 2010:

Eftirfarandi atriðum í fjárhagsáætlun verður vísað til endurskoðunar eftir 3 mánuði. Skal þar nefna:

Framlag til tónlistarskólanna verði endurskoðað. Framlag til tónlistarsafns Kópavogs verði endurskoðað en ekki er gert ráð fyrir að bæta við stöðugildum til safnsins að svo stöddu
Ekki er gert ráð fyrir framlagi vegna Sögu Kópavogs
Framlag til félagsmiðstöðva verði endurskoðað þannig að framlag til þeirra fari ekki yfir 100 m.kr.

Engar ráðningar í yfirstjórn bæjarins verða heimilaðar á árinu 2010 nema með samþykki bæjarráðs





Forseti bar upp A hluta sjóða og stofnana, áætlað rekstraryfirlit bæjarsjóðs 2010, rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðsstreymi.  Samþykkt einróma. 

Þá bar forseti upp A og B hluta sjóða og stofnana - áætlaðan samstöðureikning, áætlaðan rekstrarreikning 2010, samþykkt samhljóða.

Þá bar forseti upp efnahagsreikning 2010, samþykkt samhljóða.

 

Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri  lagði síðan til að tillagan yrði samþykkt.  Þá kvaddi Guðríður Arnardóttir sér hljóðs.

 

Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu um álagningu gjalda fyrir árið 2010. 

Tillagan var samþykkt einróma.

 

Forseti bar undir fundinn framlagðar breytingartillögur við tillögu um fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2010 frá 17/12 og voru þær samþykktar einróma.

 

Forseti bar undir atkvæði fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 með áorðnum breytingum. 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 17.58.

 

 

 

 

Fundi slitið - kl. 18:00.