Bæjarstjórn

1067. fundur 27. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1209390 - Boðaþing 11 - 13 breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að tillagan verði auglýst með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Á fundi bæjarráðs 1. nóvember 2012 liður 7 var meðfylgjandi erindi þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á þeim leiðréttingum sem gerðar voru á breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar samþykktar. Bæjarráð samþykkti erindið.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

3.1208050 - Álfatún 16, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

4.1210213 - Helgubraut 10 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að byggja 16,5 m2 sólskála við suðurhlið hússins sbr. uppdráttum, dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

5.1210195 - Örvasalir 16 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóhanns Sigurðssonar, arkitekts, um deiliskipulagsbreytingu f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst hækkun á hluta byggingarreits við útvegg um 70cm til austurs og 50cm til vesturs. Einnig er sótt um að gerð verði breyting á byggingarreit til suðurs þannig að hann rúmi tröppur frá verönd niður í garð sbr. uppdrætti dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100 og 1:200. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

6.1210287 - Austurkór 2, 63-77 - breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 28 í 41, byggingarreitir breytast ásamt hæðum húsa og fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í október 2012. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt að kynna málið fyrir lóðarhöfum Austurkórs 4, 6, 8, 10, 55, 57, 59, 61 og 79 ásamt Auðnukór 1. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

7.1210479 - Nýbýlavegur 2, umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að setja tvö skilti á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 24.10.2012 í mkv. 1:500 og 1:100. Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu einróma.

8.1210414 - Austurkór 109-115, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun á raðhúsunum úr 180m2 í 200m2, byggingin er alfarið innan byggingarreits sbr. uppdrætti dags. 9.10.2012. í mkv. 1:20. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

9.1210564 - Lundur 5. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að færa norðaustur vegg á efstu hæð húss númer 5, út í veggbrún í samræmi við hús nr. 4. Að auki er útskotum bætt við á efri hæðum hússins sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21. október 2012. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

10.1210563 - Lundur 17-23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að fá að fjölga íbúðum á 1. hæð á vesturgafli húss nr. 19 og hins vegar á suðausturgafli húss nr. 21. Að auki er inndregnum þakhæðum í númer 19 og 21 breytt líkt og í áður samþykktu húsi nr. 88-90 og útskotum bætt við efri hæðir húsa nr. 17, 19, 21 og 23 sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21.10.2012. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

11.1210026 - Skipulagsnefnd, 20. nóvember

1218. fundur

Forseti óskað eftir heimild fundarins til að gefa Birgi Sigurðssyni, skipulagsstjóra, orðið til að gera grein fyrir skipulagsmálum sem til afgreiðslu eru á fundinum.  Var það samþykkt.  Þá tók Birgir Sigurðsson til máls og gerði grein fyrir skipulagstillögum.

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri.

12.1205197 - Öldusalir 3-5, Stígur

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með átta atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn afgreiðslu skipulagsnefndar og tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

13.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá.

14.1203180 - Furugrund 44, tillaga að nýbyggingu.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

15.1207167 - Holtsgöng, breyting á svæðisskipulagi

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breyttu Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsgangna og byggingarmagns á byggingarreit 5. Samþykkt einróma.

16.1202610 - Beiðni um fjölgun funda skipulagsnefndar

Skipulagsnefnd óskar eftir að fundum nefndarinnar verði fjölgað úr 17 í 20 vegna aukningar vinnu vegna aðalskipulags sem og fjölgunar mála.

Bæjarstjórn samþykkir ósk skipulagsnefndar með sjö atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

17.1211010 - Skólanefnd, 19. nóvember

51. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um lið 1, Arnþór Sigurðsson um lið 1, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 1, Hjálmar Hjálmarsson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Arnþór Sigurðsson um lið 1, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 1, Ómar Stefánsson um lið 1 og Hjálmar Hjálmarsson um lið 1.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

18.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 19. nóvember

80. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1206613 - Úttekt á stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Lögð fram að nýju niðurstaða úttektar Capacent á stjórnsýslu Kópavogsbæjar, sem frestað var á fundi bæjarstjórnar 13 nóvember sl.

Forseti lagði til að umræðu verði frestað og var það samþykkt með tíu atkvæðum gegn einu.

20.1211016 - Bæjarráð, 22. nóvember

2663. fundur

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir um liði 3, 12 og 28, Gunnar Ingi Birgisson um liði 3, 6 og 28, Ómar Stefánsson um liði 3 og 28, Hafsteinn Karlsson um lið 28, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 28, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 3 og 12, Hjálmar Hjálmarsson um lið 3, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 28, Guðríður Arnardóttir um liði 3 og 28, Ómar Stefánsson um liði 28 og 3, Gunnar Ingi Birgisson um lið 3 og 28, Arnþór Sigurðsson um liði 3 og 28, Hafsteinn Karlsson um lið 28, Guðríður Arnardóttir, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Hjálmar Hjálmarsson um liði 3 og 28, Gunnar Ingi Birgisson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Karen Halldórsdóttir um lið 3 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 3.

21.1210223 - Tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2013. Vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundah

Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og hundahalds, sem samþykkt var í bæjarráði þann 11/10.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttri gjaldskrá með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá.

22.1211011 - Bæjarráð, 15. nóvember

2662. fundur

Lagt fram.

23.1208297 - Álmakór 23. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Bæjarráð samþykkir að gefa Evu Hlín Dereksdóttur, kt. 070777-5849 og Ágúst Torfa Haukssyni, kt. 310574-4499 kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 23.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

24.1211130 - Álmakór 17a og 17b, framsal lóðaréttinda.

Bæjarráð samþykkir að heimila Kristjáni G. Leifssyni, kt. 230873-5699 að framselja byggingarrétti á lóðinni Álmakór 17a til Ingvars Hafsteins S. Hreinssonar, kt. 090776-4879.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

25.1211039 - Austurkór 105. Umsókn byggingarfélagsins Boga ehf. um lóð

Bæjarráð samþykkir að gefa Byggingarfélaginu Boga ehf., kt. 600100-2620, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 105.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

26.1211038 - Austurkór 107. Umsókn byggingarfélagsins Boga ehf. um lóð

Bæjarráð samþykkir að gefa Byggingarfélaginu Boga ehf., kt. 600100-2620, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 107.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

27.1210493 - Landsendi 29. Umsókn um lóð undir hesthús

Bæjarráð samþykkir að gefa Pétri Bergþór Arasyni, kt. 270770-4879, kost á byggingarrétti á lóðinni Landsendi 29.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

28.1211171 - Austurkór, 55, 57, 59 og 61. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð.

Bæjarráð samþykkir að gefa Sóltúni ehf., kt. 610808-0690, kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 55, 57, 59 og 61.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

29.1211172 - Austurkór 43, 45, 47, 47a. Umsókn um lóðir afturkölluð.

Bæjarráð samþykkir að heimila Sóltúni ehf., kt. 610808-0690, að draga til baka umsókn um lóðirnar Austurkór 43, 45, 47 og 47a, og fá í þeirra stað úthlutað byggingarrétti á lóðunum Austurkór 55, 57, 59 og 61.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

30.1210497 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013-2016, seinni umræða

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og gerði grein fyrir breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2013-2016, sem lögð var fram á síðasta fundi, ásamt tillögum að álagningu gjalda og breytingum á gjaldskrám, og lagði til að þær yrðu samþykktar.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir.

Kl. 16:55 vék Pétur Ólafsson af fundi og tók Margrét Júlía Rafnsdóttir sæti hans á fundinum.

Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson og Ómar Stefánsson.

Kl. 17:22 tók Hjálmar Hjálmarsson sæti sitt á fundinum og vék Erla Karlsdóttir þá af fundi. Hlé var gert á fundi kl. 17:22.  Fundi var fram haldið kl. 17:24.

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Arnþór Sigurðsson, Guðríður Arnardóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Hjálmar Hjálmarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Hjálmar Hjálmarsson og Hafsteinn Karlsson.

Hlé var gert á fundi kl. 18:56. Fundi var fram haldið kl. 19:33.

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Karen Halldórsdóttir, Guðríður Arnardóttir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Hjálmar Hjálmarsson, Magrét Júlía Rafnsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Arnþór Sigurðsson.

Hlé var gert á fundi kl. 20:18. Fundi var fram haldið kl. 20:22

Forseti tók næst fyrir tillögur að álagningu gjalda:

I.     Útsvar fyrir árið 2013 verði 14,48%.

Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

II.      Forseti bar upp lið A, fasteignaskattur

1.      Íbúðarhúsnæði 0,29% af fasteignamati.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.

2.      Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði 1,64% af fasteignamati.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.

3.       Opinbert húsnæði 1,320% af fasteignamati.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum en fimm sátu hjá.

4.       Hesthús 0,29% af fasteignamati.

Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá

5.       Sumarhús 0,29% af fasteignamati.

Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá.

Forseti bar upp lið B, Vatnsskattur og holræsagjöld

1.   Vatnsskattur verði 0,12% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 34,55 fyrir hvern rúmmetra vatns.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum en fimm sátu hjá.

2.      Fráveitugjald nemi 0,169% af fasteignamati.  Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 24.911 og innheimtist með fasteignagjöldum.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum en fimm sátu hjá.

Forseti bar upp lið C, lóðarleiga

1.      Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 19,48 á fm.

2.      Lækjarbotnar kr. 22,72 á fm.

3.      Fyrir lóðir annarra húsa kr. 190,00 á fm.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum en fimm sátu hjá.

Forseti bar upp lið D, afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.

Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.630.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.630.000 krónur

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.630.001 - 3.030.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.630.001 - 4.090.000 krónur.

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.030.001 - 3.270.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.090.001 - 4.440.000 krónur

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.270.001 - 3.460.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.440.001 - 4.710.000 krónur.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum en fimm sátu hjá.

Forseti bar upp lið E, veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.

Tillagan samþykkt með átta atkvæðum en þrír sátu hjá.

III.   Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2012. Gjaldið skal vera kr. 21.000 á íbúð. Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum en fimm sátu hjá.

IV.   Bæjarstjórn Kópavogs leggur til að eftirtaldar gjaldskrár hækki um 5% frá og með 1. janúar 2013:

a.      Gjaldskrá leikskóla (dvalar- og fæðisgjöld)

b.      Fæðisgjöld í grunnskólum

c.       Dvalargjöld í dægradvöl

d.      Skólahljómsveit Kópavogs, skólagjöld og hljóðfæraleiga

e.       Hrafninn, frístund fatlaðra

Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu tillögunnar.

Margrét Júlía Rafnsdóttir sagði nei,

Ómar Stefánsson sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Arnþór Sigurðsson sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun: "Þetta er minni hækkun en undanfarin ár og er lægri en meðalvísitala áranna 2012 og 2013." Ármann Kr. Ólafsson sagði já,

Guðríður Arnardóttir sagði nei,

Gunnar Ingi Birgisson sagði já,

Hafsteinn Karlsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun: "Þessar hækkanir á barnafjölskyldur eru gerðar á sama tíma og meirihlutinn ætlar ekki að fullnýta tekjustofna sína. Því segi ég nei." Hafsteinn Karlsson sagði nei.

Hjálmar Hjálmarsson sagði nei,

Karen Halldórsdóttir sagði já,

Aðalsteinn Jónsson sagði já.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.

Hlé var gert á fundi kl. 20:37. Fundi var fram haldið kl. 20:44.

Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Hér liggur ljóst fyrir hverjar pólitískar áherslur meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarmanna eru sem er dyggilega studdur af Lista Kópavogsbúa. Skattar eru lækkaðir á sama tíma og gjöld hækka. Þannig eru byrðarnar fluttar á þá sem síst skyldi.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson , Margrét Júlía Rafnsdóttir, Arnþór Sigurðsson"

Hjálmar Hjálmarsson tók undir ofangreinda bókun.

Hlé var gert á fundi kl. 20:45. Fundi var fram haldið kl. 20:55.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Kostnaðarþátttaka foreldra í leikskólakostnaði er með því lægsta á landinu og fer hlutfall þeirra lækkandi. Eins og áður segir var gjaldahækkun síðustu ára mun hærri. Þá er það rétt að þessi meirihluti leggur áherslu á að snúa frá skattahækkunum síðustu ára."

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Aðalsteinn Jónsson, Karen Halldórsdóttir, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Forseti bar undir fundinn breytingartillögur við tillögu að fjárhagsáætlun, á skjali merkt 1210497A, sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, hafði mælt fyrir fyrr á fundinum. Bæjarstjórn samþykkti breytingartillögurnar með 6 atkvæðum, en 5 sátu hjá.

Þá bar forseti undir fundinn fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 - 2016 svo breytta og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn einu en fjórir sátu hjá.

Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það skiptir máli hverjir stjórna - Gjöld og álögur á fjölskyldufólk í Kópavogi hækka.

Í fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa kristallast pólitískar áherslur þeirra.  Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði er lækkuð lítillega þannig að fasteignagjöld í besta falli standa í stað milli ára en í flestum tilfellum hækka.

Barnafjölskyldur mega hins vegar þola verulegar gjaldahækkarnir bæði í grunn- og leikskólum bæjarins. Kostnaðurinn við skattalækkunina er sóttur í vasa barnafólks og með frekari niðurskurði í grunnskólunum.  Talkennsla og sérkennsla er skorin niður í grunnskólum bæjarins en um leið er framlag til einkaskóla hækkað um 62% eða 33 milljónir. Ennfremur er niðurskurður fyrirhugaður á tónlistarnámi í bænum. Kostnaður við yfirstjórn bæjarins hækkar verulega umfram aðra gjaldaliði.

Sérstök gæluverkefni meirihlutans eru sett í forgang s.s. bygging stærstu reiðhallar á Íslandi, glæsibyggingu Skógræktarfélagsins í Guðmundarlundi,  jólaskreytingar og árshátíð fyrir starfsfólk bæjarins. Bæjarfulltrúar meirihlutans telja þau verkefni mikilvægari en koma til móts við þá bæjarbúa sem höllustum fæti standa.

Fjárhagsáætlun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa undirstrikar þá pólitík sem þessir flokkar standa fyrir. Skattalækkunin kemur þeim til góða sem mest hafa á milli handanna en barnafjölskyldurnar látnar borga brúsann.

Fulltrúar Samfylkingar og VG mótmæla þessum áherslum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og lista Kópavogsbúa. Forgangsröðunin er kolröng. Þegar birtir yfir bæjarsjóði á fyrst að nýta það svigrúm til að koma til móts við þá sem minnst hafa á milli handanna og styrkja grunnþjónustu við bæjarbúa.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Arnþór Sigurðsson"

 

Bókun Y-lista, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins:

"Það vekur athygli að engin breytingartillaga liggur fyrir af hálfu minnihluta vegna fjárhagsáætlunar 2013. Er það fáheyrt og lýsir því að enginn undirbúningur hefur farið fram af þeirra hálfu í aðdraganda áætlunarinnar né heldur á milli umræðna og lýsir áhugaleysi á því að taka þátt í stjórn bæjarins og verja kröftum sínum eingöngu til þess að lýsa yfir óskilgreindri vanþóknun á niðurstöðunni.

Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sýnir mikið aðhald í rekstri en á sama tíma er haldið uppi öflugu þjónustustigi þar sem hagur barnafjölskyldna er varinn með því að stemma stigu við auknum álögum af hálfu ríkisstjórnar.  Núverandi breytingar á þjónustugjöldum er innan verðlagsbreytinga.  Við skoðun eru þetta minnstu álögur á barnafjölskyldur í bænum sbr. fjárhagsáætlanir undanfarinna ára eins og sjá má hér:

Má þar nefna að árið 2011 hækkaði matarverð í skólum um 9%, árið 2012 um 13% en verður einungis um 5% fyrir árið 2013 skv. fjárhagsáætlun. Þá hækkuðu leikskólagjöld mun meira síðustu 2 ár en skv. fjárhagsáætlun en árið 2011 var hækkunin 16,9%, árið 2012 6,9% sem var langt umfram vísitöluhækkanir. Á árinu 2013 verður breytingin sú að hækkun leikskólagjalda tekur mið af hækkun samkv. verðlagsvísitölu eða 5%. Hækkun gjalda 2011 fyrir 41-60 klst. vistun í Dægradvöl  var 27% árið  2011 en verður 5% árið 2013. Þá er rétt að taka það fram að sundgjöld hækka ekki á milli ára, en sem dæmi má nefna þá hækkaði almennt gjald úr 450 kr. í 550 kr. á milli áranna 2011 og 2012.

Að síðustu má nefna að til styrkingar fyrir barnafjölskyldur hækkar niðurgreiðsla til íþrótta- og tómstundaiðkunar úr 12.000 kr. í 13.500 kr.

Þá verður á framkvæmdaáætlun nýr leikskóli í Austurkór, sambýli fatlaðra í Austurkór, hjúkrunarheimili í Boðaþingi, reiðskemma á Kjóavöllum, skólastofur fyrir Hörðuvallaskóla í Kórnum ásamt fleiri verkefnum.

Vel gengur að lækka skuldir bæjarins sem er fjármagnað með afgangi frá rekstri og sölu byggingarréttar. Innan örfárra ára verður skuldahlutfall bæjarins komið niður fyrir 150%.

Áætlunin er breið sátt um að minnka álögur á fólkið í bænum og byggja upp samfélag þar sem byggt er á frumkvæði og eljusemi, hvetja til uppbyggingar og athafna, en ekki eingöngu boðið upp á niðurdrepandi og íþyngjandi álögur sem taka mátt frá einstaklingum og fjölskyldum af öllum stærðum og gerðum.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Aðalsteinn Jónsson, Karen Halldórsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

31.1211262 - Kjóavellir. Samningur við Garðabæ og Andvara. Uppbygging og framkvæmdir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. nóvember, afsöl á eignum hestamannafélagsins Gusts á Glaðheimasvæðinu, skv. samningi milli Kópavogsbæjar og hestamannafélaganna Gusts og Andvara frá 8. júní sl. Einnig lögð fram til samþykktar bæjarráðs yfirlýsing varðandi tímasetningu einstakra greiðslna skv. áðurnefndum samningi. Bæjarráð vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir yfirlýsinguna með sex atkvæðum gegn þremur og tveir sátu hjá.

32.1211173 - Byggingareftirlit, starfsmannamál

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. nóvember, óskað heimildar til að auglýsa eftir starfsmanni við byggingareftirlit, mál sem ágreiningur var um í bæjarráði, sbr. lið 15 í fundargerð frá 22. nóvember.

Bæjarstjórn samþykkir heimild til að auglýsa eftir starfsmanni við byggingareftirlit með sex atkvæðum gegn tveimur og þrír sátu hjá.

33.1211043 - Greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna

Tillaga að hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna, samþykkt á fundi félagsmálaráðs 6. nóvember, sbr. lið 16 í fundargerð. Bæjarráð samþykkir tillögu að hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.

34.1211008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 13. nóvember

63. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

35.1211014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 20. nóvember

64. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

36.1211012 - Félagsmálaráð, 20. nóvember

1341. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

37.1211009 - Framkvæmdaráð, 14. nóvember

41. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

38.1210025 - Lista- og menningarráð, 15. nóvember

10. fundur

Til máls tóku Hafsteinn Karlsson um liði 1 og 2 og Hjálmar Hjálmarsson um liði 1, 2 og 6 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að lista- og menningarsjóður haldist óskertur næsta fjárhagsár 2013 eins og kveður á um í reglum sjóðsins og samþykktum Kópavogsbæjar. Kostnaður vegna hátíðarhalda 17. júní 2013 og kostnaður vegna launa tónlistarráðgjafa Kópvogsbæjar verði þar af leiðandi ekki greiddur með fjármunum lista- og menningarsjóðs.  

Greinargerð: Undanfarin tvö ár hefur lista- og menningarsjóður mátt þola ríflega 50% niðurskurð sökum aðhaldsaðgerða í rekstri bæjarins og hefur það bitnað á menningarstarfi í bænum. Nú virðist hinsvegar vera borð fyrir báru í fjárhagsáætlun bæjarins og því er lagt til að snúið verði af þessari óheillabraut. Tekjur lista- og menningarsjóðs eru ákvarðaðar í samþykktum Kópavogsbæjar 0.5% af 6.7% útsvarstekna. Sjóðurinn var afmælisgjöf til bæjarbúa á 10 ára afmæli Kópavogsbæjar.

Hjálmar Hjálmarsson"

Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

Forseti lagði til að forseta og skrifurum verði falin frágangur og undirritun fundargerðar skv. 16. gr. samþykkta um stjórn bæjarins. Var það samþykkt einróma.

Fundi slitið - kl. 18:00.