Bæjarstjórn

1130. fundur 26. janúar 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 5.1.2016 þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að í umsögn Kópavogsbæjar um framkomnar athugasemdir við endurkoðun deiliskipulags Smárans sé ekki nægjanlega skýr rökstuðningur er varðar bílastæðamál Hagasmára 1 og 3. Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15.1. 2016 þar sem fram kemur frekari rökstuðningur við afgreiðslu athugasemda hvað varðar kvöð um samnýtingu bílastæða Hagasmára 1 og 3 og áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á aðgengi lóðarhafa Hagasmára 3 að bílastæðum á deiliskipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

2.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 8. janúar 2016.

234. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

3.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 11. janúar 2016.

425. fundur stjórnar SSH í 6. liðum.
Lagt fram.

Bæjarstjórn Kópavogs tekur heilshugar undir bókun SSH um að hvetja Alþingi til að samþykkja frumvarp á breytingu á lögum um tekjustofna sveitafélaga nr.4/1995 með síðari breytingum.
Líkt og kemur fram í þeirri bókun þá er um að ræða einskiptisaðgerð til þess að bæta upp sveitafélögum það tekjutap sem þau ella yrðu fyrir vegna skattfrelsis ráðstöfunar séreignasparnaðar einstaklinga í tengslum við skuldaleiðréttingu ríkissstjórnarinnar. Þessir fjármunir eru ekki hugsaðir sem hluti af almennu ráðstöfunarfé Jöfunarsjóðs sveitafélaga.

4.16011133 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. janúar 2016.

152. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 2. liðum.
Lagt fram.

5.1601010 - Skólanefnd, dags. 18. janúar 2016.

97. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

6.1512013 - Skipulagsnefnd, dags. 18. janúar 2016.

1271. fundur skipulagsnefndar í 31. lið.
Lagt fram.

7.1601015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 16. janúar 2016.

43. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

8.1601006 - Íþróttaráð, dags. 11. janúar 2015.

55. fundur íþróttaráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Óskað er eftir að íþróttaráð skoði og meti hvort unnt sé að draga fram og verðlauna fyrir fleiri þætti í íþróttastarfsemi í Kópavogi en nú er gert. Til dæmis að skoða hvernig hægt er að hrósa fyrir gott starf, hrósa fyrir óeigingjarna sjálfboðavinnu, hrósa fyrir uppbyggilegan félagsskap, hrósa fyrir frábært starf fyrir börn, hrósa fyrir íþróttastarf sem er fyrir hæfi barna með ólíkar þarfir og fleira í þessum dúr.
Sverrir Óskarsson"

9.1601016 - Forsætisnefnd, dags. 21. janúar 2016.

62. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

10.1601011 - Félagsmálaráð, dags. 18. janúar 2016.

1403. fundur félagsmálaráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

11.1601003 - Barnaverndarnefnd, dags. 7. janúar 2016.

52. fundur barnaverndarnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

12.1601009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2016.

177. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

13.1601005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 7. janúar 2015.

176. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

14.16011276 - Velferð barna í Kópavogi. Skýrsla Unicef um réttindi barna sem líða efnislegan skort.

Lögð fram tillaga forsætisnefndar til bæjarstjórnar vegna velferðar barna í Kópavogi í tilefni af skýrslu Unicef um börn sem líða efnislegan skort á Íslandi. Lagt er til að Velferðarsviði Kópavogsbæjar verði falið að skoða gögn þau sem UNICEF hefur lagt til grundvallar rannsókn sinni og skili skýrslu til bæjarstjórnar Kópavogs um hversu mörg börn í Kópavogi líði efnislegan skort og verulegan skort og sundurliði hann á sama hátt og gert er í skýrslu UNICEF.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

15.1502338 - Menningarstyrkir.

Frá forstöðumanni Listhúss Kópavogsbæjar, dags. 13. janúar, lagðar fram til samþykktar endurskoðaðar reglur vegna menningarstyrkja úr lista- og menningarsjóði sem samþykktar voru af lista- og menningarráði þann 17.12.2015. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum endurskoðaðar reglur vegna menningarstyrkja úr lista- og menningarráði.

16.1510036 - Lyngbrekka 18. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi Ártúns ehf, f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015. Í erindi er óskað eftir að setja handrið úr gleri ofan á bílskúrsþak og timburpall ásamt tröppum sunnan- og vestanmegin við bílskúrinn sbr. uppdráttum dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulag- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

17.1601162 - Hólmaþing 6, umsókn um lóð.

Frá fjármálastjóra og bæjarlögmanni, dags. 19. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Hólmaþing 6 frá Styrmi Steingrímssyni, kt. 280977-4899 og Ragnheiði Gunnsteinsdóttur, kt. 150377-3669 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Styrmi Steingrímssyni og Ragnheiði Gunnsteinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Hólmaþing 6 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.

18.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti. Lindarvegur frá Bæjarlind að Fífuhvammsvegi. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Í breytingunni felst breikkun Lindarvegur um eina akrein frá Bæjarlind að Fífuhvammsveg. Lega göngustíga og hljóðmana/hljóðveggja breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaryppdráttum og umhverfisskýrslu og matslýsingu dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

19.1510808 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju erindi A2 arkitekta f.h. lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12 þar sem óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst að bílskúr húss nr. 8 er færður af norðvesturhorni yfir á norðausturhorn þess. Einnig er óskað eftir að hækka hús nr. 12 um 80 cm og lækka hús nr. 10 um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 14.10.2015. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísun til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1; Faldarhvarfs 9, 11, 13, 15 og 17. Lagt fram skriflegt samþykki fyrrnefndra lóðarhafa mótt. 14.12.2015. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Faldarhvarf 8, 10 og 12 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

20.1601579 - Ennishvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga KRark, dags. 15.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Einnishvarfs 12. Á lóðinni í dag stendur tæplega 300 m2 einbýlishús. Í breytingunni felst að byggð verður u.þ.b. 150 m2 aukahæð með sér íbúð ofan á suður helming hússins. Á vesturhlið hússins kemur stigahús á tveimur hæðum sem nær 2,5 metra út fyrir núverandi húshlið. Aukning á byggingarmagni umfram leyfilegt byggingarmagn skv. gildandi deiliskipulagi eru 110 m2. Stækkun rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits sbr. uppdráttum dags. 15.3.2015. Skipulagsnefndar hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar, þar sem það væri ekki í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála frá 29. júlí 2002 hvað varðar fjölda íbúða. Í skipulagsskilmálunum kemur m.a. fram að: "...hámarki er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð." Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

21.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 ásamt breyttri tillögu dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Þá greint frá samráðsfundi með aðilum máls sem haldinn var 14.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 18.1.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Sverrir Óskarsson lagði til að málinu verði vísað til skipulagsnefndar að nýju.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Sverris Óskarssonar með 11 atkvæðum.

22.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði. Deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv. 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 22.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 23.10.2015. Tillagan var send Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Umhverffisstofnun, Isavia ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar. Kynningu lauk 7.12.2015. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, dags. 13.11.2015; frá félagasamtökum Sukyo Mahikari, Nýbýlavegi 6, dags. 7.12.2015; frá Teiti Má Sveinssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 7, dags. 7.12.2015. Ennfremur lögð fram umsögn Isavia, dags. 9.12.2015. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 18. janúar 2016. Eftir að athugasemdafresti lauk bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum við Löngubrekku 41, 43, 45, og 47, dags. 17.1.2016; frá Árna Davíðssyni, dags. 15.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Með tilvísan í lið 2.4 í skipulagsskilmálum svæðisins samþykkti skipulagsnefnd jafnframt að unnin yrði nánari útfærsla á hönnun bæjarlandsins á deiliskipulagssvæðinu. Lögð verði áhersla á vandaða hönnun og efnisval m.a hvað varðar torg, opin svæði, gróður, lýsingu, göngu- og hjólaleiðir svo og yfirborð gatna. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

23.1601014 - Bæjarráð, dags. 21. janúar 2016.

2805. fundur bæjarráðs í 33. liðum.
Lagt fram.

24.1601092 - Álmakór 15, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 15 frá Rögnu Sif Árnadóttur, kt. 191286-2279 og Elvari Steini Þorvaldssyni, kt. 180985-2399 og lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Styrmi Rögnu Sif Árnadóttur og Elvari Steini Þorvaldssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 15 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.

25.1601007 - Bæjarráð, dags. 14. janúar 2015.

2804. fundur bæjarráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

Bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Íbúasamtök Engihjalla hafa skilað inn rúmlega 200 undirskriftum til að skora á bæjaryfirvöld að hefja framkvæmdir við endurhönnun og lagfæringar á götu og gangstéttum við Engihjalla sem eru orðnar verulega illa farnar. Mikilvægt er að hlusta á sjónarmið íbúasamtakanna sem hafa staðið sig ákaflega vel á undanförnum árum meðal annars í fegrun umhverfis og lóða og koma til móts við óskir þeirra.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir"

Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsbær hefur þegar átt í góðu samstarfi við íbúa Engihjalla um fegrun hverfisins á undanförnu ári. Frumkvæði íbúasamtaka sem þessum ber að fagna og á þeim grunni var farið í framkvæmdir árið 2015 við fegrun hverfisins og verður því haldið áfram 2016.
Hvað varðar endurhönnun götumyndar Engihjalla, þá verður unnið áfram eftir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar sem allir bæjarfulltrúar samþykktu.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

26.16011176 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 26. janúar 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 14. og 21. janúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 7. og 14. janúar, barnaverndarnefndar frá 7. janúar, félagsmálaráðs frá 18. janúar, forsætisnefndar frá 21. janúar, íþróttaráðs frá 11. janúar, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 16. janúar, skipulagsnefndar frá 18. janúar, skólanefndar frá 18. janúar, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. janúar, stjórnar SSH frá 11. janúar og stjórnar Strætó frá 8. janúar.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 17.40. Fundi var fram haldið kl. 18.07.

Hlé var gert á fundi kl. 18.23. Fundi var fram haldið kl. 19.05.

Fundi slitið.